Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 10
Viðtal við MagnÚS ÞÓr Sigmundsson, tónlistarmann. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson frá Njarðvtk er ungmennafélögum að góðu kunnur sem frjálsíþróttamaður. Hann keppti t spjótkasti á landsmótunum á Laugarvatni 1965 og Sauðárkróki 1971 og var t keppnisliði UMFÍ, sem fór til Danmerkur 1971. Tilefni þessa viðtals er ekki að rifja upp íþróttaferil Magnúsar heldur að fræðast örlítið um hans nýjasta framtak sem tónlistarmanns, en það er útgáfa plötunnar „Draumur aldamóta- bamsins". Boðskapur hennar er eins og best verður á kosið til að túlka hugsjónir ungmennafélags- hreyfingarinnar í Ijóði og tónum. Það væri þvíþarft verk efvið ungmettnafélagargætum stuðlað að því að þessi boðskapur heyrðist sem víðast og ekki síst að sem flestir ungmennafélagar kynntust honum. Hér á eftirfer stutt spjall við Magnús sem ætlað er að fræða lesendur Skinfaxa örlítið um þetta framtak hans. Við byrjum á því að spyrja Magtiús hvað hafi drifið á daga hans frá því að við sáutti hatm síðast keppa á landstnóti árið 1971? Tónlistaráhuginn hafði verið að þróast með mér frá 16 ára aldri, en þá eignaðist ég gítar. Eg æfði mig mikið á þessum árum, en ég hafði einnig mikinn áhuga á íþróttunum. Mér fannst ég verða að velja á milli og varð það úr að ég valdi tónlistina, en hætti í íþrótt- unum. Um þetta leyti kynntist ég Jóhanni Helgasyni tón- listarmanni og æfðum við mikið saman. Fyrstu plötuna gerði ég svo árið 1972 ásamt Jóhanni og kölluðum við hana ,,Magnús og Jóhann". Síðan byrjaði ég að spila í hljómsveitum, var meðal annars í hljómsveitinni ,,Change“. Ég var í Englandi í 5 ár og vann fyrir hljómplötu- fyrirtæki. A þessum árum var ég ekki þjóðrækinn. Ég hlustaði mikið á herstöðvarútvarpið í Keflavík. Það var ekki fyrr en ég kom til Englands að ég fór að hafa áhuga á íslandi. Þá fór ég að lesa íslenskar bækur og fór að semja tónlist við kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk. Fyrstu íslensku plötuna vinn ég árið 1978, ,,Börn og dagar", þar sem textamir vom eftir Kristján frá Djúpalæk. Þetta opnaði fyrir mér nýjan sjón- deildarhring í tónlist. Næsta hljómplata sem ég gaf út heitir ,,Álfar". Hún kom út 1979. Hvað varð til þess að þú satttdir þessa tónlist og gafst út þessa plötu? Upphafið að því er það, að ég var að vinna fyrir útgáfufyrir- tækið Æskuna og þar var mér gefin ljóðabók sem heitir ,,Ný ljóð". Ljóðabókin kom út árið 1971 og er eftir Margréti Jóns- dóttur, sem lengi var ritstjóri Æskunnar. Margrét lést árið 1971. Ég las þessi Ijóð öðm hvoru í heilt ár og eftir því sem ég las þau oftar virkuðu þau sterkar og sterkar á mig. Þegar ég fór að bera þessi Ijóð saman við hugsanaganginn í þjóð- félaginu í dag, fannst mér þau hafa meiri og meiri tilgang. Fyrsta ljóðið sem ég samdi tónlist við var Draumur alda- mótabarnsins, en þar segir að vona verði að upp vaxi sterkir menn sem bölinu bægi frá og leiði mannkynið til frelsis og friðar. Nú sðan samdi ég hvert lagið aföðm. Ég varað vinnaþá á Landspítala íslands, geðdeild og ég spilaði þessi lög mikið fyrir sjúklingana. Ég reyndi þegar ég var að semja lögin að 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.