Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Síða 24

Skinfaxi - 01.04.1983, Síða 24
Kveðja frá UMSK GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON F. 23.11.1894 D. 13.31983 Nú er látinn Guðbjöm Guðmundsson fyrsti formaður Ungmennasambands Kjalar- nesþings. Það var haustið 1922 að fulltrúar á svæðinu frá Sandgerði til Akraness komu saman og stofnuðu héraðs- samband er hlaut nafnið Ung- mennasamband Kjalames- þings. Aðalhvatamaður að þessari stofnun var Guðbjöm heitinn og var hann að sjálfsögðu kjörinn fyrsti formaður sam- bandsins. Næstu tíu árin stýrði Guðbjöm sambandinu og á þeim tíma gerði hann það að mikilvægum þætti í íþrótta- og ungmennafélagsstarfinu á fyrr- greindu svæði. F»að var meðal annars fyrir for- göngu Guðbjöms að ung- mennafélagar víða að af landinu lögðu fram sjálf- boðavinnu við lagfæringar á F>ingvöllum fyrir alþingishátíð- ina 1930. F>ar kom einnig fram dansflokkur úr röðum ung- mennafélaga innan UMSK og sýndi vikivaka, en það var liður í hátíðadagskránni. Margt fleira mætti telja sem tengt er minningu Guðbjöms Guð- mundssonar og starfa hans i þágu ungmennafélagshreyf' ingarinnar, en það yrði of langt mál ef rúmast ætti í stuttri minningargrein. Nýlega hefur birst viðtal við Guðbjöm í Skinfaxa, svo og í 60 ára afmælisriti Ungmennasam- bands Kjalamesþings þar sem nánar segir frá lífi og störfum hans í þágu ungmennafélags- hreyfingarinnar. Um leið og við kveðjum Guð- bjöm Guðmundsson viljum við þakka honum vel unnin störf í þáguUMSK á bemskuámm sambandsins og sendum ættingjum hans og venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjómar UMSK■ Kristján Sveinbjömsson formaður. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.