Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 3
ára, ókvæntur, en fyrirvinna móður sinnar. Kristján Ólafsson, 1. mat- sveinn, Efstasundi 85, Reykjavík, 24 ára. Kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn, 4 ára, li/2 árs og 6 mánaða. Átti foreldra á lífi. Viðar Axelsson, 2. matsveinn, Njarðargötu 29, Reykjavík, 23 ára. Kvæntur og átti 1 barn 3 ára. Átti foreldra á lífi. Svanur Pálmar Þorvarðarson, kyndari, Laugarnesbúðum 31, Reykjavík, 19 ára. Ókvæntur. Hann var fyrirvinna móður sinnar. Skúli Benediktsson, kyndari, Ránargötu 6, Reykjavík, 24 ára. Kvæntur og lætur eftir sig 6 ung börn, hið elzta 5 ára. Átti fóstur- foreldra og foreldra á lífi. Ragnar Guðjón Karlsson, neta- maður, Höfðaborg 21, 39 ára. Kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn, 13, 11 og 7 ára. Átti fóstur- móður á lífi. Ólafur Ólafsson, netamaður, Nýlendugötu 7, Reykjavík. Ókv. Sigmundur Finnsson, netamað- ur, Tripolíbúðum 25, Reykjavík, 25 ára. ókvæntur, en lætur eftir sig tvö börn. Magnús Guðmundsson, háseti, Tripolíbúðum 25, Reykjavík, 44 ára. Kvæntur. Hann var stjúp- faðir Sigmundar og lætur eftir sig 4 stjúpbörn, uppkomin. Móð- ir hans er á Súgandafirði. Benedikt Sveinsson, netamað- ur, Njálsgötu 77, Reykjavík, 27 ára. Ókvæntur. Bjó með móður sinni. Jóhann Sigurðsson, netamað- ur, Laugavegi 53B, Reykjavík, 44 ára. Kvæntur og lætur eftir sig fjögur börn, 15, 14, 11 og 4ra ára. Ólafur Snorrason, háseti, Njáls- götu 87, Reykjavík, 34 ára. Fóst- urforeldra átti hann á Patreks- firði og móður á lífi. Bjöm Heiðar Þorsteinsson, há- seti, Ránargötu 24, Akureyri, 31 árs. ókvæntur og bjó hjá foreldr- um sínum á Akureyri. Jón Geirsson, háseti, Borgar- nesi, 21 árs. Ókvæntur, í f«reldra- húsum. Magnús Gíslason, háseti, Lækj- arkinn 2, Hafnarfirði, 31 árs. Ókvæntur og eru foreldrar hans á Elliheimilinu Grund hér í Rvík. Magnús Sveinsson, háseti, Rauðarárstíg 40, Reykjavík, 21 árs. í heimili fósturmóður sinnar. Jón Haraldsson, háseti, Hlíðar- vegi 11, Kópavogi, 16 ára. Hann var einkabarn foreldra sinna. Þorkell Árnason, háseti, Sörla- skjóli 20, Reykjavík, 38 ára. Læt- ur hann eftir sig unnustu og ungt barn. Foreldrar eru norður á Þórshöfn. Guðmundur Elíasson, háseti, Vitateig 5, Akranesi, 30 ára. Kvæntur og átti fjögur börn á aldrinum 10, 7, 5 og 2ja ára. For- eldrar hans búa á Akranesi. Benedikt Þorbjörnsson, háseti, Lokastíg 28, Reykjavík, 27 ára. Ókvæntur. Faðir á lífi. Aðalsteinn Júlíusson, háseti, Hítarnesi, Hnappadalssýslu, þar sem faðir hans nú býr. Hann var 27 ára og ókvæntur. Björgvin Jóhannsson, háseti, (stud. med.), Höfðaborg 12, Reykjavík, 29 ára og lætur eftir sig tvö mjög ung börn. Móðir á lífi. Sigurður Guðnason, háseti, Kirkjubraut 28, Akranesi, 44 ára. Kvæntur, en barnlaus. Foreldrar hans búa á Suðureyri. * Togarinn Júlí fór á veiðar frá Hafnarfirði 31. janúar sl. Byrj- aði hann veiðar á svokölluðum Ritubanka á Nýfundnalandsmið- um 6. febrúar. Daginn eftir, laug- ardaginn, brást á ofviðri á Ný- fundnalandsmiðum. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar fékk fyrst vitneskju um það kl. 10 á mánudagskvöld, í skeyti frá togaranum Júní, að ekki væri með vissu vitað að heyrzt hefði til Júlí frá því á laugardagskvöld, en þó teldi einn togari sig hafa heyrt til hans kl. 7,30 á sunnu- dagskvöldið. Eftir að útgerðin hafði haft frekara samband við skipstjórann á Júní snéri hún sér til Slysavarnafélagsins, eftir mið- nætti á mánudagskvöldið, og gerði þá þegar um nóttina ráðstafanir til þess að leit yrði hafin að Júlí strax og veður leyfði. Leit að Júlí hófst að morgni þriðjudagsins 10. febrúar, og síð- ar þann dag fékkst það staðfest, að heyrzt hefði til togarans Júlí kl. 7,50 á sunnudagsmorguninn, og að því talið var einnig kl. 7,30 á sunnudagskvöld. Leit var síðan haldið áfram viðstöðulaust þrátt fyrir mjög slæmt veður oftast, og hafa bæði flugvélar og skip tekið þátt í leit- inni. Á meira en 70.000 fermílna svæði hefur verið gerð ítarleg leit að bv. Júlí úr lofti, bæði með radarflugi og sjónflugi. Mikill fjöldi flugvéla tók þátt í leitinni. Björgunarflugvélar frá Kanada, Nýfundnalandi og Is- landi tóku þátt í henni, og auk þess bandarískar flotaflugvélar. Jafnframt hafa mörg skip tek- ið þátt í leitinni, þar á meðal veðurskip og stórir rússneskir verksmiðjutogarar, sem enn halda sig á þessum slóðum. Leitarsvæðið var þó miklu stærra en að framan greinir, þar sem jafnframt var leitað á stóru aðliggjandi svæði sunnar. En þar var leitað að kanadiskum skip- um, sem talið er að hafi farizt í sama óveðrinu. En nokkurir dag- ar eru liðnir síðan leit þeirri var hætt. Þar sem leitin hafði enn eng- an árangur borið 23. febrúar var talið með öllu vonlaust að frekari leit gæti borið árangur, og leit- inni hætt. * Þriðjudaginn 17. febrúar var skipshafnarinnar á Júlí minnzt í Ríkisútvarpinu. Flutti biskup* íslands, hr. Ásmundur Guð- mundsson, ávarp og bæn. Felld var niður dagskrá útvarpsins að fréttum undanskildum, en þess í stað leikin sorgarlög og sígild tón- list. Forsíðumyndin er af bandaríska veðurathuganaskipinu ,,Bravo“ í ofsaveðri á Norður-Atlantshafi. VÍKINGUR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.