Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 13
1 Halaveðrinu 1925 varð ís- lenzka þjóðin fyrir tilfinnanlegu tjóni. Alls fórust þá hátt á sjö- unda tug íslenzkra sjómanna. Þó liðin séu 34 ár frá þessum mikla harmleik, þá er hann síður en svo gleymdur og mörgum í fersku minni. Ef rifjuð eru upp helztu til- drög þessa slyss, sést, að við höf- um talsvert lært, því síðan hefur ekki farizt íslenzkur togari á Hal- anum af sömu ástæðum svo vit- að sé. Að vísu hafa tveir brezkir ist á síldveiðum heima, sagði einn togaraskipstjórinn í blaðaviðtali nú fyrir skömmu. Ekkert virtist vera að óttast, unz reiðarslagið skellur yfir: togari ferst með 30 manna áhöfn, sporlaust. Sjómenn geta sér til, að skipið -------♦-------- Jónas Guðmundsson: til éinhverra einhlítra ráðstaf- ana, ef við eigum að sækja á Ný- fundnalandsmið áfram. Það kem- ur þrennt til greina. Nýir togar- ar, sem smíðaðir verða sérstak- lega með það fyrir augum að stunda veiðar á þessum slóðum. Það má benda á það, að þarna hafa rússneskir verksmiðjutog- arar stundað veiðar án óhappa. Eru togarar þeirra afar stórir (rúmlega 3.000 lestir) og búnir ísvarnartækjum. Stærð skipanna hefur þarna án efa mikið að Grænlands- oy IVýfundnalandsveiðar togarar farizt á þessum slóðum og sennilega af sömu ástæðum. Fyrir þetta mikla sjóslys hafði það verið venja, að halda sjó á djúpmiðum, a. m. k. öllu jöfnu, að vetrarlagi. Islendkigar, sem hingað til höfðu aðeins hrint á flot áraskipum og í hæsta lagi v,erið á smáskútum til sjós, höfðu oftrú á fyrstu togurunum. Stór og kraftmikil járnskip virtust boðleg í hvað sem var. — Svo skeði stórslys: tveir togarar fór- ust með manni og mús í febrúar- veðri út af Vestf jörðum. Þá fórst einnig bátur úr Sandgerði í sama veðri. Alls fórust 67 íslendingar í þessu veðri og 6 Bretar. Eftir þetta mikla slys breytt- ist viðhorf sjómannanna til þess- ara skipa, meiri aðgæzla var sýnd á vetrarúthaldinu og siglt í var í tæka tíð, með þeim árangri, að tekizt hefur að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, eins og áður var sagt. Nýfundnalandsmið. Nú fyrir skömmu síðan hófust hinar miklu karfaveiðar íslenzkra togara á Nýfundnalandsmið. Flestir togarar hafa farið fleiri eða færri ferðir þangað og feng- ið ágætisafla. Þarna var mikil veðursæld á íslenzkan mæli- kvarða. Ekki ósvipað veðurfar og ger- VÍKINGUE hafi farizt vegna ísingar. Mörg önnur íslenzk skip fengu það full- keypt í þessari ferð, enda þótt þau næðu til hafnar við illan leik, sum meira og minna löskuð. Það var ekki stormurinn og stórsjórinn, sem olli skipunum erfiðleikum, heldur fyrst og fremst ísinn. Hitastig sjávarins var undir frostmarki, svo að það fraus í ferskvatnstönkum skip- anna, hvað þá annað. fsinn hlóðst á skipin látlaust og án afláts. Stagur að ummáli sem manns- fingur varð eins og tunnubotn. Þegar svo var komið fór sjóhæfni skipanna minnkandi. Þyngsli ís- ingarinnar gerbreytir jafnvægis- hlutföllum skipsins, og ef ekki er að gert í tíma, þá er voðinn vís. Svo illyrmileg getur ísingin orð- ið. að ekki dugir til, þótt skips- höfnin berji klakann með öllum tiltækum ráðum, til þess að létta skipin. A. m. k. er víst, að ísingin á Nýfundnalandsmiðum getur verið meiri en venja er á miðum við fsland. Þessu veldur einkum sjávarhitinn, sem eins og áður var sagt er afar lágur við yfir- borðið á Nýfundnalandsmiðum, og svo er seltumagnið minna, að því er mér hefur verið tjáð. ísvamir. Það liggur ljóst fyrir, að í framtíðinni verðum við að grípa segja, því eins og kunnugt er, þá drífur minna yfir stór skip en smá, þegar slóvað er. Verksmiðju- togarar þessir hafa nána sam- vinnu sín á milli, lækna og aðra þjónustu. Sá, sem þetta ritar, hefur ekki kynnt sér rekstrargrundvöll fyrir slíka togara, eða hvort þeir séu heppileg atvinnutæki fyrir ís- lendinga, en hins vegar þykir rétt að drepa á þennan mögu- leika, fyrst minnzt er á sjósókn á fjarlæg mið. Annar kostur er sá, að búa ís- lenzku togarana ísvarnartækjum, og gera þá þannig úr garði, að þeir séu betur undir það búnir að mæta ísingu. Kemur þar margt til greina. Togarinn Þorkell máni var eitt þeirra skipa, er lenti í ofviðrinu við Nýfundnaland. Skipverjar gripu til þess ráðs að sleppa líf- bátunum og logskera davíðurnar af skipinu. Þetta. hafði. stórkost- leg áhrif á sjóhæfni skipsins. í stað þess að taka oftlega á sig geigvænlegan halla rétti skipið sig við og varðist þannig betur ólögunum. Sést á þessu, að jafn- vel eftir að út í hættuna er kom- ið. þá getur mönnum hugkvæmzt eitt og annað, sem til bjargar má verða. Lífbátaútbúnaður íslenzku togaranna er með líku sniði og venja er um þess konar báta á 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.