Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 28
IPMIÍP • ' i - ; ' ; . ffl£S2Sit§&»$^&$i8íga; * ííí V*í /'• /-?. . ■' ;■... V.;: .;'■.■ ■■■ ■ ■ ■■".'-' v:\ ■- .'..' L?%3í'>=».»íí “5,7-. 77 *■ - ?7-7'; 5-. .,'7; - ■ ■ :;7- . -í ■.•■■" ■ - . ■. • ■ ■ isiig ■ arhald um borð í forustuskipinu, vitni voru leidd fram og allt, sem fram fór, var bókað 0g staðfest með undirskriftum. Að lokum kvað Ma- gellan svo upp dóm: Gaspar Quesada skipstjóri var dæmdur til dauða. En hver átti svo að framkvæma aftökuna? Þjónn Quesadas, Luis de Molino, hafði tekið þátt í morðárás- inni á San Antonio. Honum var boð- in uppgjöf saka, ef hann vildi taka að sér að lífláta yfirboðara sinn. Þetta voru hrikalegir kostir, en loks gaf Molino sig til verksins. Með einu sverðshöggi aðskildi hann höfuð og bol Quesadas. Magellan átti eftir að kveða upp tvo dóma ennþá. Juan de Cartagena — sem var hinn raunverulegi leið- togi uppreistarinnar — og prestur nokkur, sem hafði haft sig mikið í frammi, voru ekki minna sekir held- ur en Quesada. Magellan ákvað að setja þá í land. Þegar flotinn lagði af stað að nýju, voru þeir skildir eftir á ströndinni með nokkru af mat og víni. Nú var það á valdi hins almáttuga guðs, hvort þeir fengju að lifa eða deyja. Þessa hörkulegu hefndarráðstöf- un notaði hinn frægi brezki land- könnuður Francis Drake sér 57 ár- um síðar, er hann fór sömu siglinga- leið, og svipuð uppreist átti sér stað hjá honum. Hann var kominn til hins örlagaríka staðar Port San Ju- lian, er hann setti hinum uppreisnar- gjarna skipstjóra sínum Thomas Doughty tvo kosti, annaðhvort að deyja heiðarlega fyrir sverði eins og Quesada, eða vera settur á land og skilinn eftir eins og Cartagena. En Doughty hafði einnig lesið frá- sagnirnar af ferðum Magellans og vissi, að aldrei hafði frétzt um ör- lög Cartagena og prestsins. Þess vegna valdi hann þann kost að falla fyrir sverðinu — og í annað sinn valt höfuð frá bol landaleitarmanna í Port San Julian. Þá fjóra eða fimm mánuði, sem Magellan neyddist til að liggja um kyrrt i vetursetunni, var reynt að halda skipshöfnunum rólegum með því að hafa nóg að starfa við hrein- gerningu og lagfærslu á skipunum. Hinir köldu þokudagar virtust slit- lausir. En vormorgun einn birtist allt í einu undarleg mannvera á hinni eyðilegu strönd. „Hann var svo stór“, skrifar Pigafetta, „að við rétt náðum honum í beltisstað. Hann var klæddur hönduglega samanvöfð- um skinnum". Það, sem Spánverjumþó tti undr- unarverðast við þessa veru, voru hinir stóru fætur hennar, og þessi „stórfótur" (patagao) varð orsök þess, að Spánverjar nefndu landið Patagonien. Hin risavaxna mannvera dansaði og skældi sig með alls kyns tilfær- ingum. Magellan fyrirskipaði einum af hásetum sínum að leika sama leik- inn á móti, og villimaðurinn tók því auðsjáanlega sem merki um vináttu, því að nú vogaði hann sér alveg til þeirra. Sjómennirnir gáfu honum að borða og horfðu undrandi á að- farir hans. Magellan gaf gestinum nokkrar glingurbjöllur, en þá hljóp risinn burt og sótti fleiri „tröll“ og eina eða tvær „tröllkonur“. En tiltrú og traust þessara glöðu náttúrubarna varð þeim að óhamingju. Magellan hafði eins og fyrirrennarar hans, Columbus og fleiri á vegum Spánar- konungs, fyrirskipanir um að safna nokkrum eintökum af öllum nýjum manngerðum, er kynnu að finnast. Tveimur risanna voru nú gefnar svo miklar gjafir, að þeir höfðu fangið fullt að bera báðum höndum, en þá komu sjómennirnir með svera járn- hringi og sýndu þeim, hvernig hægt væri að koma þeim auðveldlega fyrir á fótunum. Kröftugt hamarsslag festi boltana örugglega. Fyrst í stað urðu þeir kátir yfir þessum hringj- um, en sú gleði varð skammvinn. Með hlekkjaða fætur voru þeir ekki hættulegir og auðvelt að slá þá í rot. Síðan voru þeir dregnir um borð, til þess að flytja þá með heim til undrunar og gleði fyrir hans hátign Spánarkonung. Port San Julian varð Spánverj- unum ekki til annars en erfiðleika og þjáninga. Strax þegar vetrar- stormunum fór að linna, sendi Ma- gellan minnsta skipið, Santiago, til Siglingaskip frá tímum Magellans. 60 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.