Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 23
Rœtt við togaraskipstjóra: Frá Nýfundnalandsmiðum Sjórinn sá sami og hér heima Um nokkurt skeið hafa flestir íslenzku togararnir sótt á annað þúsund mílur vestur í haf á hin nýju karfamið undan strönd Ný- fundnalands — mið þau, sem hlot- ið hafa nafnið Ritubanki meðal sjómannanna. Þessi mið eru sann- kölluð gullkista, því að á fjórum eða sex dögum hafa skipin verið fyllt af karfa eða kóngafiski eins og nágrannar og frændur okkar Færeyingar kalla hann. Karfinn hefur síðan verið unninn í frysti- húsunum í landi og seldur til Rússlands. Á fyrri öldum sögðu sjómenn þeir, franskir, spánskir og ensk- ir, sem þarna sóttu sjó, frá ýmis konar yfirnáttúrlegum verum, sem bjuggu í hinum þaravöxnu, saggafullu hellum við ströndina, og þarna gerðust hin furðuleg- ustu fyrirbæri. Islenzku sjómenn- irnir, sem þarna stunda veiðar, hafa aldrei haft landsýn á þess- um miðum, enda hafa þeir ekkert haft af hinum undurfurðulegu verum að segja. Fréttamaður Tímans kom að máli við einn togaraskipstjóra, sem sótt hefur á hin nýju mið, og í kortaklefanum, innan um rat- sjártæki, miðunartæki, talstöð og önnur siglingatæki, spjölluðum við um veiðarnar fyrir vestan. — Veiðarnar eru stundaðar frá 51. til 52. gráðu norðurbreidd- ar eða hér um þetta bil, segir Sig- urður Á. Kristjánsson skipstjóri á Jóni Þorlákssyni og bendir á sjókortið, sem liggur á borðinu fyrir framan okkur. Sigurður er ungur, rauðbirkinn Vestfirðing- ur, fæddur og uppalinn á Flateyri og hefur verið skipstjóri á togara í tæpt ár. Frá Vestfjörðum koma flestir togaraskipstjórar okkar og þykja miklir aflamenn, enda var VÍKINGUR um langan aldur ekki um annað að ræða fyrir vestan en að afla mikils, ef menn vildu ekki lepja dauðann úr krákuskel alla sína ævi, því að fiskurinn hélt lífinu í fólkinu. Eimir enn eftir af þess- ari sjálfsbjargarviðleitni Vest- firðinga. Sigurður heldur áfram: — Við erum um það bil 150 mílur frá landi og dýpið er víðast hvar um 170 faðmar. Við togum í þrjú kortér og upp í einn og kortér. Botninn er mjög góður, leirbotn held ég, og rifrildi lítið. — Já. Langmest af karfa. Þó er svolítið af þorski í bland. — Nei, við höfum ekki orðið varir við neinar aðrar fiskteg- undir en þær, sem eru hér við land. — Sigurður, hvernig er það með nýju flundruna, sem var í kistunni á bátadekkinu? segir maður einn, sem rekur höfuðið inn um dyrnar á kortaklefanum. — Er það ekki þessi, sem er hérna undir bekknum? segir Sig- urður skipstjóri og tekur upp málmhlut, sem kemur mér helzt fyrir sjónir eins og tundurskeyti. Flundra er annars notuð við logg- ið eða vegmælinn, eins og mál- vöndunarmenn nefna það, og er fest við logglínuna, sem síðan er látin í sjó, og snýst þá flundran og logglínan vegna ferðar skips- ins og knýr áfram vegmælinn, eftir því sem skipstjórinn §egir mér. — Já, þú varst að spyrja um aflamagnið í þessum túr. Við vor- um með tæp 300 tonn, sem við fengum á sex dögum. Annars vor- um við sextán daga í túrnum. Það er svona fimm til sex daga sigl- ing, eftir því hvernig veðrið er. — Á þessum ískortum, Sigurð- ur, má sjá, að stundum nær ísinn hátt á þriðja hundrað mílur frá ströndinni. Annars eru víst ára- skipti að þessu. — Við höfum ekkert orðið var- ir við ís á þessu svæði. Annars hefur frostið verið lítið þarna í vetur. Þegar við fórum heim núna var sex stiga hiti. — Nei, nei. ísing hefur engin verið fyrir vestan. Það ber helzt á henni, þegar komið er upp undir landið. — I vondum veðrum yrðum við að reyna að halda sjó. Það er tæp- ast hægt að leita landvars. Þetta er svo langt. Ef slæm norðanveð- ur kæmu með frosti, yrði maður að lensa eitthvað suður í haf til að forðast ísinguna. — Köllunum líkar vel, held ég. Það væri æskilegra að stunda heimamið, en þar er ekkert að fá, svo að það er ekki um annað að gera. — Jú. Við heyrum í íslenzka útvarpinu oftast nær. — annars kemur dagur og dagur, sem hlust- unarskilyrði eru slæm. — Eru annarra þjóða togarar ekki komnir á þessi mið? — Það hafa ekki verið þarna önnur skip auk okkar en rússnesk verksmiðjuskip, tvö til þrjú þús- und lesta. Annars eru víst þýzkir og hollenzkir togarar nokkru norðar og dýpra, en við höfum ekkert orðið varir við þá. — Hvað viltu segja frá eigin brjósti um veru ykkar þarna á Ritubankanum? — Mér finnst, að þarna þyrfti að vera aðstoðarskip með lækni og vélaviðgerðarmönnum. Það er ótryggt að vera svona fjarri landi, ef slys bæri að höndum eða einhver óhöpp önnur kæmu fyrir. — Það er auðvitað eitthvað svipað að vera þarna við veiðar og hér heima? — Já, já. Þetta er alveg sami sjórinn, störfin og aðbúðin söm, og við erum í sjálfu sér ekkert fjær heimilum okkar þarna. Ann- ars er líf okkar sjómannanna al- veg það sama, hvar sem við veið- um. 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.