Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Page 22
JL eit AÐ SKIPSRDTBMDNNLIM Framh. af bls. 50. er einnig vitað, að hafstraumar breyta sér allmikið eftir langvar- andi vindáttum, verða sterkari í þá átt, sem vindur blæs lengi. Þetta með öðru gerir það að verk- um, að mjög erfitt er fyrir skip og flugvélar, sem leita í marga daga að rekaldi frá sokknu skipi, að ákveða hve langt og jafnvel í hvaða átt rekaldið hefur raun- verulega rekið, og þá ekki sízt, ef veðráttan hefur verið mjög óstöðug og illviðrasöm. í ofviðr- um og stórsjó sjást gúmmíbátar varla lengra en á næsta öldutopp, og ;þ áaðeins á björtum degi. Ég hef látið mér detta í hug, að gúmmíbátar geti í ofviðrum og meðstraum rekið 100 sjómíl- ur á sólarhring. Ég er nærri viss um, að þeir geta það undir viss- um kringumstæðum. Það segir sig því sjálft, að leit í marga sólarhringa í illviðrum og án þess að hafa nokkuð fast til að $>--------------—-----'------s> Radar en —------ Loks er þýzki loftskeytamað- urinn spurður, hvernig standi á því, að nútíma skip með radar- tækjum og öllum hugsanlegum öryggistækjum geti komizt í slíka hættu, og hvort ísjakar sjáist ekki á radarnum. „Þetta er skiljanleg spurning, en svarið er, að jafnvel með radartækjum getur verið mjög erfitt að sjá ísjaka. Minni jakar hverfa í hafrótið og gefa því ekk- ert endurvarp frá sér, en þar með hverfa þeir einnig af ratsjánni. Og þétt hríð hylur líka stærri jakana sjónum. Þannig vorum við næstum lentir í árekstrinum meðan við leituðum'á slysstaðn- um á föstudagskvöld. Skyndilega sáum við stóran ísjaka gnæfa beint fyrir framan okkur, og hefðum við ekki haft Ijóskastar- ana á, var ekki hægt að komast hjá öðru svipuðu slysi.“ fara eftir, nema áætlað rek þess, sem leitað er, verður mjög óná- kvæm og kostar miklu meiri skipakost og flugvéla en ef eitt- hvað fast er til að fara eftir. En rekald, sem passað er upp á (sem ég hér kalla fast), af svipaðri gerð og það, sem leitað er að, gerir það að verkum, að ekki ætti að vera þörf að leita nema á tak- mörkuðu svæði, og þar með spar- ast dýrmætur tími og stórminnka hættan á að fram hjá hinum týndu bátum sé farið. Komi leitarskip ekki á slys- staðinn fyrr en eftir lengri tíma, til dæmis sólarhring, þá skapast annað viðhorf. Þá getur samt hjálpað til við leitina, að fyrsta skipið, sem kemur á staðinn, áætli væntanlegt rek gúmmíbát- anna þann tíma, sem liðinn er, og setji þar út sams konar rekald og ég hef áður nefnt. Þó verður sá, er þetta gerir, að þekkja hvernig vindur og straumur hefur hagað sér liðna tímann. Senditæki af öruggri gerð og einfaldri í bátum þessum geta vitanlega verið til öryggis, ef þau eru þannig útbúin, að skip- brotsmenn geti notað sér þau við þeirra kringumstæður, en undir engum tilfellum má treysta á, að þeir geti látið til sín heyra með þeim. Það getur svo margt kom- ið til greina, sem truflar mögu- leika til þess. Með þessum nýju björgunar- tækjum, gúmmíbátunum, hafa skapazt möguleikar til að miklu fleiri geti bjargazt, þegar sjóslys verða. En við verðum að reyna að vinna á móti þeirri staðreynd, að bátar þessir geta auðveldlega týnzt, ef slysið skeður í illviðri, og þeir ekki finnast fljótlega. Þeir eiga ekki að geta týnzt, eða hættan á því á að stórminnka, ef höfð er aðferð sú, er ég nú hef bent á, við leit að þeim, þó vitan- lega sé alltaf nauðsynlegt að hjálparskip komi sem fyrst á slysstaðinn. Allt, sem hér er bent á, á eins við, ef flugvél ferst og hefur nauðlent á sjó. Gúmmíbátarnir sjást ekki miklu betur en venjulegur línu- belgur. Við, sem stunduðum línu- fiskveiðar, vitum vel hvað erfitt gat verið í stormum og dimmviðr- um- að finna línubelg á sjó, áður en reyrstangirnar komu í notk- un. Við gátum slagað oft um stað- inn án þess að sjá hann, þar til við af einhverri tilviljun rákum augun í hann. Þessi staðreynd ásamt ýmsum hugleiðingum um „Hans Hedtoft“ slysið kemur mér til að skrifa þessar línur, ef þær mættu verða til einhvers góðs, einhverjum, sem við björg- un úr sjávarháska fást, til leið- beiningar, þá er tilgangi mínum náð. Hjartkærar kveðjur til allra þeirra, sem misst hafa ástvini sína í sjóinn á þessu ári. Sveinbjöm Einarsson. <$>-----------------------—<s> Aðsend Ijóð Þar sem andinn finnur friö festist tryggöabandið. Fast það band mig bindur við blessaö vesturlandið. H. B. Ei skal kvíöa i ótíma en meö huga skýrum, æörulausir útrýma öllum sníkjudýrum. Lífsins stríö þó lami þrótt líka þrengist hagur; rennur eftir næðingsnótt nýr og bjartur dagur. H. B. Vögguvísa 1959 Eigi víkja, íslendingur, að þó kreppi á miðum her. Móðir blíð við barnið syngur: Bretinn hefur langa fingur, en Sámur ei það sér. Eigi víkja, íslendingur, okkar björg þó ræni her. Byrstum rómi barnið syngur: Bretinn er að missa fingur, og happ úr hendi sér. VÍKINGUE 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.