Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Side 9
'geta komið dýptarmælinum í gangfært lag. Ákvað skipstjórinn þá, í sam- ráði við áhöfnina alla, að halda áfram á miðin. Vann nú skips- höfnin að því að þétta brúar- gluggana, og síðan var haldið áfram. Loftskeytamaðurinn, Björn Ólafsson, reyndist vanda sínum vaxinn og kom öllum tækjum skipsins í lag, þannig að þau dugðu svo til alla leiðina heim. Telur skipstjórinn það mjög vel að verið af loftskeytamanninum við þau skilyrði, sem eru um borð. Veðrið skall d eins og hendi væri veifað. Aðfaranótt miðvikudagsins 4. þ. m. kom Gerpir á hin svo- nefndu „syðstu karfamið“, á 50,27 brgr. Hafði hann fengið 7-—10 vindstiga veður á móti alla leið. — Á meðan verið var að veiðum á miðunum var veður mjög sæmilegt og gott nema fyrsta daginn. Afli var mikill af góðum karfa, og þurfti yfirleitt ekki að toga nema fáeinar mínút- ur. Sprengdu þeir oft netið, ef togað var örlítið of lengi. Tvisvar kom það fyrir, að allur belgurinn rifnaði frá, en skipinu var lagt að honum í bæði skiptin. Feng- ust 5 pokar í annað skiptið, en 3 í hitt. Um kl. 18 á laugardaginn 7. febrúar var trollið tekið inn. Var þó í ráði að taka eitt tog enn, því að lestarnar voru ekki alveg full- ar. En þá skall skyndilega á þá óveðrið — eins og hendi væri veifað. Var það ofsarok af norð- norðvestri með 10—12 gráða frosti og byl — og sjávarhitinn fór 11/2 gráðu undir frostmark. Rokið stóð beint af Nýfundna- landi, og fréttu skipverjar af margvíslegu tjóni þar í landi af völdum þess. Haldið heim — og stefnt til Slcotlands. Jafnskjótt og veðrið skall á var farið að „gera sjóklárt“, og kl. 23,15 var lagt af stað heimleiðis. VÍKINGUR Var fyrst siglt beint undan veðr- inu, sem nú hafði snúizt til norð- vesturs, en það svarar til, að tek- in hafi verið stefna frá miðunum á Pentlandsfjörð, sundið milli Skotlands og Orkneyja. Var siglt í þessa stefnu á hægri ferð — stundum með stöðvaða vél — um 130 sjómílna leið, en þá var tekin stefna á Vestmannaeyjar. Gerpir var þá fyrir löngu kominn í hlýj- an sjó og frostlaust veður, en hins vegar hélzt veðurofsinn 10—15 vindstig í tvo sólarhringa. Þá fór veðrið einn sólarhring niður í 7 vindstig, en fór svo versnandi á nýjan leik, er nálgaðist Island. Þrátt fyrir veðrið og hina löngu leið, sem Gerpir fór, var skipið aðeins 5 sólarhringa og 19 klst. frá miðunum til Neskaup- staðar, en það er ekki miklu meira en meðalsiglingatími þessa leið. Með allra verstu veðrum. Herbert Benjamínsson báts- maður var viðstaddur, er frétta- ritarinn talaði við skipstjórann. Rómuðu þeir báðir afburða sjó- hæfni Gerpis í þessu stórviðri, ekki sízt á undanhaldi. Þeir töldu að straumband frá Hvarfi hafi valdið því, að skipið fékk á sig hnútinn á vesturleið. Elzti skipverjinn á Gerpi er Sigurður Jónsson, en hann er á 75. aldursári og hefur stundað sjó yfir hálfa öld, lengst af verið skipstjóri, og oft fengið hörð veð- ur. Telur Sigurjón þetta með allra verstu veðrum, sem hann hefur lent í á sinni sjómannstíð. Ekkert taldi hann sig samt hafa á móti því að fara aftur á sömu slóðir, ef skipið héldi þangað nú. Það verður þó ekki að þessu sinni, því að Gerpir mun fara á veiðar á heimamiðum, þegar löndun og viðgerð er lokið. Stúlkan var hvergi smeyk. Annar matsveinn á Gerpi er tvítug stúlka, Jóhanna Jóhanns- dóttir. Ekki kvaðst hún hafa ver- ið vitund hrædd í þessari volk- sömu sjóferð, en hún hefur áður verið um tíma. á skipinu og eina vertíð kokkur á síldarbát. — „En strákarnir sögðu bara, að ég væri svo vitlaus, að ég vissi ekki, hvað um væri að vera“, segir Jó- hanna. Henni líkar starfið vel — og skipverjum við frammistöðu hennar. Mun hún verða áfram á skipinu. „Og nú verð ég að fara að hugsa um kostinn í næsta túr“, segir hún 0g kveður fréttaritar- ann. Norðfirðingar fagna skipi og skipverjum, heimkomnum úr erf- iðri för, og þykir skipstjóri og áhöfn hafa unnið afrek, sem krefst mikils þreks, og skipið reynzt vel við slæm skilyrði. Axel. <g>------------------------------vy BJARGAÐ AF REKÍS d Klukkan hálfsex á föstudaginn 29. janúar sl. heyrðu systkinin Hugrún og Gautur Eggertsbörn að Kópavogsbletti 188 neyðaróp frá sjónum. Systkinin litu þá út um gluggann 0g sáu dreng, sem stóð á jaka og barst með straum og vindi út voginn. Systkinin snöruðust út og tóku lítinn bát, sem stóð uppi í fjör- unni, og hrundu honum á flot. Jakinn var kominn nokkuð frá landi, en systkinin reru út að hon- um, gripu drenginn og komust með hann í land á örfáum mín- útum. Krakkar og fullorðnir stóðu í fjörunni, þegar systkinin lögðu út, en allt var það fólk ráðalaust og vissi ekki hvað það átti að taka sér fyrir hendur drengnum til bjargar. Báturinn, sem um var að ræða, var sá eini, sem til var að taka á staðnum. Þegar systkinin komu að landi var lögreglan einn- ig komin ofan í fjöruna. Krakkarnir höfðu verið að spranga á ísnum, en stukku í land þegar hann losnaði, öll nema drengurinn, er sóttur var. 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.