Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Síða 6
Sjómaima ■■■ innsí á Alþingi Er fundur hafði verið settur í sameinuðu Alþingi 18. febr. sl. ávarpaði forseti sameinaðs þings, Jón Pálmason, þingheim og mælti á þessa leið: í dag komum við alþingismenn saman af óvenjulega hörmulegu tilefni, því að nú er talið víst, eftir víðtæka leit úr lofti og á sjó í 8 daga, að botnvörpuskipið Júlí frá Hafnarfirði hafi farizt með allri áhöfn á Nýfundnalandsmið- um í ofveðrinu þann 8. þ. m. Hafa þar horfið í hafsins djúp 30 hraustir menn úr liði okkar sjó- mannastéttar. Togarinn Júlí var talinn eitt á meðal ágætustu skipa í þeim flokki okkar fiskiskipaflota, sem ber nafnið nýsköpunartogarar. Hann var fullgerður á árinu 1947 og var 657 brúttó smálestir að stærð, útbúinn fullkomnustu ör- yggistækjum. íslenzka þjóðin vill hafa frið við aðra menn. Hún er friðsöm þjóð. Þó á hún í árlegu stríði vegna hinna örðugu atvinnuvega. Það stríð er háð við hamfarir náttúrunnar á sjó og landi: Ofsa- storma, stórhríðar, þokur og dimmviðri, hafís, vatnsföll og annan háska. í þeirri baráttu hafa margir Islendingar látið líf- ið fyrr og síðar í hættulegum ferðalögum í okkar illviðrasama landi og á síðari árum ekki sízt í viðskiptunum við okkar þýð- ingarmestu samgöngutæki á landi, sjó og í lofti og einnig okk- ar nýjustu vinnuvélar. En í fremstu víglínu okkar lands stendur sjómannastéttin, sem sækir bjargræði þjóðarinn- ar í djúp hafsins við strendur landsins og á fjarlægum fiski- miðum. Hún getur á öllum tím- um árs búizt við örðugu stríði við ólgandi hafrót, enda þótt okk- ar veiðiskip hafi á síðari árum orðið miklu stærri og fullkomn- ari að öllum öryggisútbúnaði en áður hefur þekkzt. Það er líka svo, að nálega ár- lega eru stærstu skörðin höggvin í það víglið íslendinga, sem á sjónum heyir baráttuna. Undanfarna daga hef ég og fleiri hugsað aftur í tímann til þess atburðar, er gerðist 8. febr. 1925, þegar einhver ægilegasta stórhríð, sem komið hefur á þess- ari öld, skall á, fyrri hluta dags, yfir allt Norður- og Vesturland. í þeim ósköpum fórust tveir full- komnustu togarar, sem þjóðin átti þá, vestur á Halamiðum. Fór- ust með þeim 68 manns. Víðsveg- ar á landinu varð þá manntjón og miklir fjárskaðar. Ég nefni þetta nú vegna þeirra einkennilegu örlaga, að sama mánaðardaginn, þann 8. febrúar 34 árum síðar, varð það hörmu- lega manntjón, sem veldur okkur sorg í dag. Síðasta skeytið, sem frá Júlí barst, heyrðist að kvöldi þann 8. þ. m.. og allt bendir til, að það sama kvöld hafi skipið farizt. Þá var ofviðrið mest og mörg önnur íslenzku skipin komust í mikinn háska og voru sum tæpt komin. Alltaf síðan hefur skinsins ver- ið leitað af skipum og flugvélum og það með mikilli fórnfýsi og dugnaði. Ástvinir skipsmanna og þjóðin öll hefur eigi viljað gefa upp síðasta vonarneistann þar til allt um þraut. En nú virðist öll von úti um það, að nokkur hafi bjargazt. Leit flugvélanna og skipanna hefur náð yfir 70 þús- und fersjómílna svæði. Á skipinu var 30 manna skips- höfn, flest ungir menn og hraust- ir. Hinn yngsti þeirra var 16 ára, en sá elzti 48 ára, flestir 20—30 ára. Af þessum mönnum voru 19 frá Reykjavík, 5 frá Hafnarfirði og 6 frá öðrum stöðum á landinu. Tólf heimilisfeður voru í þess- um hóp og sem láta eftir sig konu og börn. 39 börn samtals innan 15 ára aldurs eru föðurlaus eftir þetta sorglega slys. Margir áttu foreldra á lífi — og er sumt af því fólki einmana eftir. Þann hörmulega atburð, sem hér hefur orðið, harmar þjóðin öll. Missir 30 hraustra manna er mikið áfall. Við, sem hér erum saman komin, kveðjum hinar föllnu hetjur í nafni þjóðarinnar með virðingu og þakklæti fyrir mikið og gott ævistarf. Minning- arnar um þá og þann atburð, að þeir féllu á vígvellinum, eru merkilegar. í slíku stórslysi felst mikil aðvörun fyrir þá, sem eftir lifa, um alla þá fyrirhyggju, sem framvegis er unnt að viðhafa. Við þökkum öllum þeim mörgu innlendu og erlendu mönnum, sem af fórnfýsi, hugrekki og at- orku tóku þátt í hinni víðtæku leit. sem að skipinu var gerð. Við sendum útgerðarstjórn og eigendum skipsins í Hafnarf iarð- arbæ einlæga samúðarkveðju. _ En fvrst og fremst. einkum og sérstaklega viljum við í okkar veikleika votta syrgjandi ástvin- um hinna látnu manna einlæga snmúð og dýpstu hluttekningu í beirra sáru sorg. Foreldrar og börn, eiginkonur, unnustur, syst- kini. frændur og annað venzla- fólk á þar hlut að máli. Við viljum biðja Guð vors lands. Drottin allsheriar. sem við tilbiðium og trúum á. að senda öllu hinu syrgjandi fólki sinn stvrk og veita því sína vernd, svo að bað geti tekið hinum þungu örlögum, sem að höndum hafa borið. með sálarró og huerekki. Og að öllu bessu harmandi fólki verði fært að hugga sig við minn- ingarnar um hinar horfnu hetiur og vonirnar um það að fá síðar að hitta þessa sína ástvini á landi lifenda. 38 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.