Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Síða 19
r ANTON DOHRN, eitt af gæzluskipum þýzka togaraflotans. V-Þýzka stjórnin býður aðstoð gæzluskipa Reykjavík, 12. febrúar 1959. Ráðuneytinu hefur borizt bréf utanríkisráðuneytisins, dags. 6. þ. m., ásamt bréfi Jóhanns Þ. Jósefssonar, dags. 30. f. m., þar sem skýrt er frá því, að skipherra þýzka gæzluskipsins „Meerkatze" hafi boðizt til að láta íslenzkum skipum endurgjaldslaust í té hvers konar aðstoð, ef þörf ger- ist, á sama hátt og skip þetta að- stoðar þýzka fiskimenn. Vill ráðuneytið hér með til- kynna Farmanna- og fiskimanna- sambandi Islands þetta höfðing- lega boð. F. h. r. Gunril. E. Briem. Til Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. Reykjavík, 30. jan. 1959. Á hinum síðari árum hafa hér stundum haft viðkomur hjálpar- skip, sem vestur-þýzka ríkis- stjórnin heldur úti til þess að að- stoða fiskiskip sín á fjarlægum miðum og einnig annarra þjóða skip, ef þörf krefur. Eru það aðallega F.S.B. „Meerkatze", VÍKINGUR „Poseidon“ og „Anton Dohrn“, sem hér hafa komið af og til. Þessi skip hafa það hlutverk að vera fiskiskipunum til aðstoðar í hvívetna, og hafa margháttað- an útbúnað og fagmenn til við- gerða á skipum eða siglingatækj- um, þar á meðal kafara. Auk þess hafa skipin lækna meðferðis og mjög fullkominn útbúnað til að hjúkra sjúklingum eða gera við meiðsli á slösuðum mönnum, ef þess gerist þörf. Ég hef um nokkurn tíma að- stoðað við afgreiðslu þessara skipa, er þau haf a leitað hér hafn- ar, og einnig haft talsverð kynni af því þarfa starfi, sem þar er af hendi innt. Fyrir fáum dögum, frá 26. til 27. þ. m., hafði F.S.B. Fischerei Schutsboot „Meerkat- ze“ viðdvöl hér í höfn. Skipherr- ann, Hiemer, tjáði mér þá m. a., að sams konar aðstoð, sem þeir að jafnaði veittu hinum þýzku fiskimönnum, stæðu hinum ís- lenzku jafnframt til boða. Þyrftu íslenzku skipin ekki annað að gera, ef þörf gerðist, en hafa radiosamband við þýzku hjálpar- skipin á bylgjulengd 2182 (Not- welle 2182 kilocycles) og myndi þá aðstoð látin í té eftir atvikum. Skipherrann lét þess getið, að hvers konar aðstoð, sem til kæmi, yrði endurgjaldslaust af hendi leyst, að því einu undanteknu, ef t. d. um mjög langan drátt á skipi til hafnar væri að ræða. Lofaði ég skipherranum að koma þessum góðu boðum á fram- færi við rétta íslenzka aðila. Þetta virðist vera mjög hagkvæmt ís- lendingum, einkum með tilliti til togaraveiðanna á Nýfundna- landsmiðunum, og ef til vill víð- ar, þar sem tök eru á því að ná til þýzku hjálparskipanna. í framhaldi af samtali, er ég nýskeð átti við ráðuneytisstjóra H. Björnsson, vil ég ekki láta hjá líða að koma þessu erindi hins þýzka skipherra á F.S.B. „Meer- katze“ í hendur hins háa ráðu- neytis til frekari fyrirgreiðslu þess til íslenzkra sjómanna þeirra, er kynnu að hafa þörf fyrir aðstoð þá, er hér um ræðir. Með sérstakri virðingu. Jóhann Þ. Jósefsson. 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.