Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 11
við allar aðstæður gekk þetta greiðlega. — Til marks um það, hvað klakinn getur verið mikill, hélt Marteinn Jónasson skipstjóri áfram, var stagurinn á pokabóm- unni, sem venjulega er eins og fingur manns að gildleika, orð- inn eins og tunnubotn, enda var hann ekki barinn. Þá var spilið orðið að einni klakahellu, sem náði upp undir brúarglugga, og ef skipið lá lengi niðri, myndað- ist klakabelti af lunningunni og niður á gang. Við gátum haldið klakanum niðri á vöntunum, hval- baknum og á brúnni, og þegar við gátum náð klakanum af spil- inu munaði það mjög miklu. — Sannleikurinn er sá, að maður finnur það ekki af hreyfingum skipsins, þegar það byrjar að ísa. Þegar ísingin er orðin svo mik- il, að þyngdarpunkturinn er far- inn að færast til, þá munar um hvert kíló af ís, sem á skipið hleðst. Svo svart var útlitið um eitt skeið, að það kom til tals milli mín, fyrsta vélstjóra og fyrsta stýrimanns, að skera afturmastr- ið úr, ef ástandið versnaði. Þess má geta, að botnfrosið var í öllum vatnskössum nema einum og því lítið um vatn. Sjórinn er nærri frostmarki á þessum slóð- um og segja má, að hver sletta, sem fer á skipið, festist við það og verði að ís. Þá gat Marteinn Jónasson þess, að hann hefði sagt loft- VÍKINGUR skeytamanninum að rétt væri að láta nálæg skip vita, að Þorkell máni væri í nauðum staddur. — Júní frá Hafnarfirði svaraði okk- ur fyrst, síðan Bjarni riddari og Marz og kváðust þeir mundu freista þess að sigla nær okkur, en það var miklum erfiðleikum bundið, þar sem ekki var hægt að miða vegna klaka á loftnetum og illmögulegt að ákveða afstöðu og fjarlægð milli skipanna, þar sem bylur var á. Svo var haldið hvíld- arlaust áfram klakabarningi og skipinu slóað upp í. Á mánudags- morgun sáum við ljós og reyndist það vera á togaranum Marz, sem lónaði með okkur þann dag allan og þangað til lagt var af stað heimleiðis um nóttina. Þá hafði veðrið gengið mikið niður og all- ar aðstæður batnað. Skipstjórinn tók fram, að ekki sé hægt að lýsa hve öryggistilfinning skipverja á Þorkeli mána jókst við samflot- ið við Marz, en skipin höfðu sam- flot heim. Fékk skipshöfnin auk- inn styrk við að sjá togarann ekki langt frá, en menn voru orðnir talsvert lerkaðir eftir þrotlausan ísbarning í 2sólarhring. Þá sagði Marteinn Jónasson að lokum, að lítil hætta hefði verið á ferðum í slíku veðri í hlýrri sjó eins og hér við land. Hann bætti því einnig við, að hann hefði ver- ið þeirrar skoðunar, að versti ill- viðratíminn væri nú liðinn hjá á Nýfundnalandsmiðum, en því miður hefur sú spá ekki rætzt, sagði hann. 1 næstu túrum á und- an hefur skipið lítið sem ekkert ísað og í næstsíðasta túr var veðr- ið svo gott alla leiðina, að engu var líkara en við værum á síld fyrir Norðurlandi. Þarna er mok- fiskirí og aldrei eins mikið og síð- ustu túrana. Um borð í Þorkeli mána voru 32 menn, sá yngsti 18 ára. Einn skipverja, Sigurður Kolbeinsson, 2. stýrimaður, slasaðist á baki, þegar hann var að berja klaka á sunnudagsmorgun. Hann var uppi á hvalbaknum við fimmta mann. Þá reið sjór á skipið, svo Sigurður stýrimaður féll og slas- aðist. Aðstoð b.v. Marz Sigurgeir Pétursson, 1. stýri- maður á b/v Marz, var skipstjóri á skipinu þessa veiðiferð til Ný- fundnalandsmiða. Marz kom á miðin á laugardag, var búið að hafa eitt hol, er veðrið skall á, en veiðum var hætt klukkan 17,30 og byrjað að slóva. Á sunnudagsmorguninn um ellefuleytið hafði loftskeytamað- urinn samband við togarann Júní, er skýrði frá því, að Þor- kell máni ætti í miklum erfiðleik- um vegna ísingar, hann lægi á hliðinni, búinn að höggva af sér báða lífbátana, og óskaði eftir að nærverandi skip vildu koma til sín. Bjarni riddari var einnig á sömu slóðum og Marz, en þeir voru í allmikilli fjarlægð frá Þor- keli mána. Hjá þeim var NV-rok, mikill sjór og 10 gr. frost. Þeir reyndu þó strax að miða sig á stefnu til Þorkels mána, en skil- yrði voru slæm. Skipstjórinn á Marz lét strax kalla báðar vaktir út til þess að berja klaka. Klukkan 14,30 hélt Marz af stað með %-ferð í áttina til Þor- kels mána, og um svipað leyti einnig Bjarni riddari, en síðar varð hann að hætta við að gera tilraun til áframhalds vegna veð- urs. Um þetta leyti hafði ástand- ið enn versnað hjá Þorkeli mána, skipverjar stóðu í stanzlausum 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.