Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sturla Friðriksson Línrækt og hörvinnsla FYRRÁ TÍMUM I. mynd. Spunalín (Linum usitatissimumj. Ljósm. Kristján Eysteinsson Lín mun hafa verið ræktað á íslandi á landnámsöld og nokkuð fram eftir fyrstu öld- um byggðar í landinu. Ræktun þess lagðist síðan af þegar auðvelt var að fá líndúka erlendis frá, en á 18. öld var reynt að endurvekja þessa rækt- un. Árið 1752 voru sendir hingað 14 jóskir og norskir ræktunarmenn til að kenna Islendingum kornrækt til viðreisnar íslenskum landbúnaði. Áttu þeir að vera hér í 8-10 ár en flestir dvöldu hér aðeins 2 ár. Auk kornræktar reyndu þeir einnig lín- rækt á nokkrum stöðum. Tókst sú ræktun ágætlega vel, en fáir lands- menn munu hafa leikið hana eftir.1 Á seinni árum hafa áhugasamar vefnaðarkonur einstaka sinnum ræktað hér lín eða spunahör í smá- um stíl og tekist afbragðsvel. Plöntutegundir þær sem hér um ræðir eru af línætt (Linanaceae). Spunalínið (Linum usitatissimum) er með um eins metra háum beinvöxn- um stöngli, fimm bláum krónublöð- um og fimm grænum bikarblöðum (1. mynd). Villilín (L. catharicum) vex villt hér á landi og er víða að finna á Suður- og Suðvesturlandi, við Breiðafjörð, Eyjafjörð og á Aust- urlandi. Það er mun lágvaxnara en spunalín, með gagnstæðum, Náttúrufræðingurinn 75 (1), bls. 7-12, 2007 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.