Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 15
Stalín við hersýningu á Rauðatorgi 1937 ásamt Krústsjov og Dímítrov (t.v.), Mólotov og Mikójan (t.h.). þúsunda saklausra karla og kvenna. Að vísu höfðu átt sér stað minniháttar of- sóknir á árunum 1935—1936, eftir morðið á Kírov í desember 1934. Kírov hafði ver- ið dyggur skjólstæðingur Stalíns, a. m. k. framtil 1934, og verið sendur til Len- íngrad til að vinna bug á hinum miklu áhrifum Zínovévs í þeirri borg. Ekki er vitað með vissu hvernig morðið bar að höndum, þareð allir samstarfsmenn Kírovs voru síðar drepnir, en Krústsjov og fleiri hafa meir en gefið í skyn að Stalín hafi fyrirskipað morðið þegar hann hélt að jafnvel Kírov væri að snú- ast gegn sér. Stalín var án efa hræddur, því hann vissi um logandi hatur óteljandi óvina; morðingjarnir voru dæmdir með leynd og réttaðir. Fjörutíu af lífvörðum Stalíns voru einnig dregnir fyrir rétt og annaðhvort fangelsaðir eða líflátnir. Og tugir þúsunda kommúnista í Leníngrad voru ýmist drepnir eða fluttir til Síberíu þar sem þeir lifðu við margfalt grimmi- legri kjör en Stalín sjálfur 20 árum áð- ur. Zínovév og Kamenév héldu lífi í bili með því að játa enn fleiri afglöp, en var haldið í fangelsi. Trotski hélt uppi stöð- ugum árásum á Stalín fyrir svik hans við byltinguna úr útlegðinni í Noregi og Mexíkó, og þegar hreinsanirnar héldu áfram mun Túkhatsévskí marskálkur hafa stofnað til samsæris gegn Stalín (einsog þýzku herforingjarnir gegn Hitl- er). En yfirgnæfandi meirihluti fórnar- lambanna 1936—’38 voru dyggir flokks- menn sem ekkert höfðu til saka unnið nema kannski vera kunnugir eða tengd- ir einhverjum sem kynni að hafa samúð með Zínovév eða Kamenév eða Búkhar- in, að ekki sé minnzt á sjálfan erkióvin- inn Trotskí. Fólk hvarf unnvörpum, þegjandi og hljóðalaust, og menn lærðu fljótt að spyrja engra spurninga. Flest „réttarhöldin“ voru leynileg, en hald- in voru þrenn sýndarréttarhöld yfir fræg- ustu mönnunum: í þeim fyrstu voru Zínovév, Kamenév og fjórtán aðrir dæmd- ir (ágúst 1936), í þeim næstu Radek og sextán aðrir (jan. 1937) og í þeim þriðju Búkharin, Rýkov, Jagóda (sem verið hafði aðalvitnið gegn Zínovév og Kam- enév) og átján aðrir (júní 1937). Túkha- tsévskí marskálkur, hin mikla hetja Rauða hersins í borgarastyrjöldinni, og aðrir háttsettir herforingjar voru dæmd- ir með leynd og skotnir 12. júni 1937. Þann dag voru fimm af sex síðum Pravda helgaðar háværum kröfum um líflát og meiri líflát. Við öll réttarhöldin lauk hinn opinberi ákærandi, Visjinskí, máli sínu með orð- unum „Skjótið þessa óðu hunda“. Lýsing- ar hans á sökudólgunum voru mjög í sama dúr. Það merkilega var, að helztu upphafsmenn ógnanna voru alls ekki óhultir. Jagóda og Jezhov, sem báðir voru yfirmenn öryggislögreglunnar á þessum árum, voru líflátnir hvor á eftir öðrum. Um það er lauk voru allir sjö meðlimir framkvæmdaráðsins undir stjórn Len- íns fallnir — nema Stalín; og af 21 með- limi miðstjórnarinnar á dögum Leníns voru aðeins tveir lífs — Stalín og eini kvenmaður miðstjórnarinnar. Af fimm marskálkum Rauða hersins lifðu tveir af hreinsanirnar. Fleiri starfsmenn Kom- interns voru á þessu skeiði handteknir af sovézkum yfirvöldum en af öllum auð- valdsríkjunum næstu 20 ár þar á undan. Enginn gömlu bolsévíkanna fékk að halda lífi — Trotskí var erfiðastur við- fangs, en sumarið 1940 náði launmorð- ingi einnig til hans og banaði honum með íshaka þar sem hann sat við að semja ævisögu Stalíns. Hreinsanir Stalíns höfðu furðulítil áhrif á efnahagsþróun Sovétríkjanna. Nýir embættismenn og tæknifræðingar, flestir ungir og fáfróðir um heiminn utan ættlandsins, tóku við rekstri ríkisins. En Rauði herinn varð fyrir alvarlegu áfalli, einsog síðar kom átakanlega í ljós. Utanríkisstefna Stalíns hafði alla tíð einkennzt af mikilli varfærni og tor- tryggni, byggzt á „jafnvægi óttans." Framtil 1933 var hann heldur vinveittari Þjóðverjum, erfðafjendum Rússa, en Bretum og Frökkum sem áttu Pólverja og Tékka að bandamönnum. En eftir valdatöku Hitlers, sem opinskátt boðaði stríð á hendur bolsévíkum og þýzkt veldi í Úkraínu og Síberíu, snerist hann í orði kveðnu á sveif með Bretum og Frökkum, gekk í Þjóðabandalagið, gerði vináttu- sáttmála við Frakka og bauð jafnvel Anthony Eden til Moskvu. En hann treysti hvorki nazistum né kapítalistum, og Múnchen-sáttmálinn 1938 sannfærði hann um að Bretar og Frakkar mundu ekki berjast við Þjóðverja meðan þeir beindu sjónum sínum austurábóginn. Þegar Bretar fóru þess á leit eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Prag í marz 1939, að Rússar tækju ábyrgð á landa- mærum Póllands og Rúmeníu, hafnaði Stalín því nema til kæmi fullkomið hern- aðarbandalag. Chamberlain forsætisráð- herra Breta neitaði að ræða þann mögu- leika; Pólverjar og Rúmenar þverneit- uðu að hleypa rússneskum herafla eða flugvélum innfyrir landamæri sín; yfir- leitt var farið með Stalín einsog skálk, sem gæti orðið að liði í viðureigninni við þýzka vitfirringinn, en yrði aldrei dubbaður uppí heiðvirðan laganna vörð. Þegar loks ensk-frönsk samninganefnd var send til Moskvu á elleftu stundu (ágúst 1939), voru í henni tiltölulega valdalitlir herforingjar; þeir frestuðu brottför sinni í ellefu daga og lögðu þá uppí fimm daga siglingu í stað þess að fljúga! Kannski hefur Stalín dottið í hug, að Bretum og Frökkum væri ekki full alvara með tali sínu um bandalag gegn Hitler. Einsog hans var vandi hafði hann far- ið að öllu með slægð. Meðan hann þótt- ist vera að semja við Breta og Frakka, hafði hann gert Hitler leynileg boð um samkomulag: ekkert stríð milli Rússa og Þjóðverja um Pólland, heldur bróðurleg helmingaskipti. Þannig sá hinn frægi sáttmáli Stalíns og Hitlers dagsins ljós og kom öllum mjög á óvart. í Sovétríkjun- um olli hann miklum ruglingi meðan ver- ið var að setja áróðursvélarnar í öfug- an gír. Meðal kommúnista utan Rúss- lands skóp hann óvænta nauðsyn þess að standa á höfði, sem þeir gerðu í heil tvö ár og virtust una því bærilega. Stal- ín tók hér mikla áhættu og taldi sig vafalaust hafa valið skárri kostinn af tveimur illum, en honum skjátlaðist þar. Hann ávann sér illvilja og aðhlátur hugs- andi manna; hann fékk ekki hindrað styrjöld, og þegar ráðizt var á Rússa voru hugsanlegir bandamenn ýmist ger- sigraðir eða einangraðir frá meginlandi Evrópu (Bretar). Á árunum 1939—’40 reyndi Stalín að efla varnirnar að vestan ánþess að 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.