Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 20
lag hráefnisöflunarinnar, verð- ur af þeirri vinnslu að þekja stóran hluta árlegs fastakostn- aðar. Sambærilegt frystihús, sem nýtir afkastagetu sína til fulls mestan hluta ársins, hefði þá stóran hluta framlegðar sinnar til fastakostnaðar af- gangs til ráðstöfunar, t. d. til hráefnisöflunar, miðað við að aðrar aðstæður séu þær sömu hjá báðum húsum. 2. í tímariti Fiskifélagsins, Ægi, er árlega birt yfirlit yfir skiptingu þorskfiskaflans eft- ir mánuðum, bæði bátaafla og togaraafla. Þessu hefir verið stillt upp í línurit og sýnir að togaraaflinn er tiltölulega jafn frá mánuði til mánaðar, en bátaaflinn sýnir háan topp í marz/apríl ár hvert. Þetta á við þau árin, sem tregfiski hef- ir verið hjá togurunum. Á góðu árunum komu fram toppar á vissum árstímum hjá togurun- um, en ekkert í líkingu við það sem er hjá bátaflotanum. Þetta sýnir það að togararnir eru miklu líklegri til þess að skila þeirri dreifingu aflans yfir árið sem er forsenda hag- stæðrar vinnslu í landi. Nú vaknar sú spurning, hvort ekki kæmi fram toppur hjá togurunum einnig, ef þeim yrði hleypt inn í landhelgi og meginþungi öflunarinnar færð- ist yfir á þá, og er það líkleg- ast. Hinsvegar er einnig sú spurning hvenær eigi að tak- marka aflamagnið ef til þess kemur að takmarka verði heild- arveiði. Þá er líklegast að tak- marka verði þegar toppur er, sníða hluta af honum, en það yrði væntanlega á hrygningar- tímanum í marz/apríl. 3. Togararnir hafa verið reknir með tapi undanfarin ár. Hér að framan hefir verið bent á að frystihús sem fær jafna vinnslu allt árið og full- nýtir afkastagetu sína allan tímann fær afgang miðað við hitt sem einungis fullnýtir af- kastagetu sína stuttan tíma. Togarar, sem tryggja jafna vinnslu í landi, hafa raunar unnið til þessa afgangs, og mundi það vinna upp hluta af tapi þeirra. En betur má ef duga skal. Bent hefir verið á mann- fjöldann um borð í togurunum. Það er fyrst þjónustuliðið og þá fyrst og fremst vélaliðið. Nýjustu vélagerðir eru bún- ar það mikilli sjálfvirkni að þessi mannfjöldi í vél er óþarf- ur. Þegar þessi mannfjöldi var ákveðinn á sínum tíma var gert ráð fyrir að þeir önnuðust svo og svo mikið viðhald, en það hefir einnig breytzt. Breyta þarf samningum og löggjöf, sem þetta snertir, á þann veg að tillit sé tekið til þessarar þróunar. Hásetarnir á hvorri vakt koma allir til starfs þegar varpan er tekin inn eða henni kastað. í tregfiski er allt að 75% vaktarinnar snöp. Skuttogararnir gefa mögu- leika á að minnka manna- þörfina við að innbyrða eða kasta vörpunni. Það verður síðan reikningsdæmi hvað manna á fyrir stóran topp, þ. e. hvað veiði pr. klst. eða tog geti orðið mikil án þess að skipið þurfi að leggjast í að- gerð. Hér verður engum tölum slegið föstum, en yfirgnæfandi líkur benda til að stórlega megi fækka mönnum, jafnvel án þess að skerða lögboðinn hvíldartíma, með því að nýta vinnutímann betur. 4. Allar líkur benda til að skuttogarar af hæfilegri stærð gefi möguleika til að ná aftur jafnvægi við síldveiðarnar. Við ákvörðun á gerð slíkra skipa þarf að rannsaka nákvæmlega vinnufyrirkomulag um borð, togtæknina, aðgerðina, flutn- ing fisksins til geymslu í lest, geymsluaðferðina, og löndun- arvinnuna. Alla þessa þætti þarf að samræma til þess að þeir gefi sem beztan heildar- árangur. Höfuðeinkenni þessarar breytingar yrðu meira bundið fjármagn, færri vinnandi hendur og verðmeiri afli. 5. Einingin togaraútgerð — hraðfrystihús, eins og að fram- an er lýst, er líkleg til þess að verða lífvænleg eining. Einingin þarf að vera það stór að góð jöfnun náist í að- streymi hráefnis. Eftir því sem skipin eru fleiri eru einnig meiri mögu- leikar að ná hagstæðari samn- ingum um ýmsa þjónustu svo sem viðhald, veiðarfæragerð o. s. frv. með því að það gæti orðið samfelldara starf fyrir þá sem tækju slíkt að sér. Skakkaföll í útgerð einstakra skipa væri og auðveldara að jafna út. Líta ber á útgerðina sem eitt af framleiðslutækjunum í framleiðslurásinni, sem skilar fullunninni vöru á erlendan markað, og það verður arð- semi heildarinnar, sem sker úr um lífvænleik einingarinnar. Helgi G. Þórðarson. ÁRNI BENEDIKTSSON: STJÓRNLAUS ÞJÓÐARSKÚTA: i Fyrir hart nær sjö árum rit- aði ég blaðagrein um sjávar- útvegsmál, grein sem ég hugði að væri nokkurs virði. í þessari grein lagði ég til að niður yrði lögð sú rányrkja á hafinu, sem við íslendingar höfum stundað nú um sinn, ásamt fleiri þjóðum að vísu. Tekin yrði upp fiskirækt og varið til hennar 50 milljónum króna árlega, en það var nokk- ur fjárhæð í þá daga. Ég taldi að þeim krónum yrði vissulega ekki kastað á glæ, fiskiræktin gæti aukið tekjur okkar af sjávarútvegi um 4.000 milljón- ir króna árlega. Þá tekjuaukn- ingu rökstuddi ég ekki þá og ég rökstyð hana ekki nú, vegna þess að árangur fiskiræktar verður aldrei metinn i sannan- legum tölum. En enn þann dag í dag legg ég til að heilum firði verði lokað til fiskiræktar í mjög stórum stíl. Ef einhver skyldi efast um að fiskirækt í sjó sé framkvæmanleg, leyfi ég mér að benda á að mannfélag, sem getur leyft sér að lenda mjúkri lendingu á Venusi, er' fært um ýmislegt, sem vanda- minna er. Þar að auki hefur skaparinn aldrei sett okkur ís- lendingum það skilyrði að við mættum aldrei eiga frum- kvæði að nokkrum sköpuðum hlut. Það er ekki alltaf nægi- legt að hagnýta sér það, sem aðrir hafa reynt og afrekað, við eigum það mikið undir sjávar- útvegi að við hljótum að verða að taka frumkvæðið í mörgum greinum. í greininni lagði ég til að aflögð yrði sú stefna í útgerð að ná alltaf mesta mögulegu aflamagni með einhverjum ráðum. Þess í stað skyldi stefnt að því að ná alltaf sem jöfn- ustum meðalafla, sem að sjálf- sögðu mundi aukast með til- komu fiskiræktar. Ég hélt því fram þá og ég held því fram enn að á þann hátt verði unnt að ná hagstæðari árangri fyr- ir útgerðina, sjómennina, fisk- verkunina og verkafólkið í landi. Hagstæðari árangri fyr- ir þjóðarbúið í heild. í þessari grein þóttist ég sýna fram á þá möguleika, sem fólgnir eru í fullnýtingu fjár- magns í framleiðslukerfi sjáv- arútvegsins. Ég þóttist benda á möguleika til þess að sjómenn og verkamenn gætu lifað sóma- samlegu lifi með hóflegum vinnutíma, en undirstaða menningarlífs í landinu er að sjálfsögðu að menn hafi tíma til að líta upp úr brauðstritinu til þess að sinna menningar- legum hugðarefnum. í þessari grein lagði ég til að æðri menntun hæfi innreið sína i fyrirtæki sjávarútvegs- ins. Ég taldi þá og ég tel enn að hverju einasta framleiðslu- fyrirtæki sé nauðsynlegt til eðlilegrar framvindu að við- hafa stöðugar rannsóknir á vinnuaðstöðu, vinnutilhögun, vinnubrögðum, hráefnisgæð- um, hráefnisnýtingu, fram- leiðslugæðum og mörgum öðr- um þáttum starfseminnar. Fyrir sjö árum var ég svo barnalegur, þrítugur maðurinn, að halda að tillögur um betra mannlíf á þessu landi yrðu a. m. k. teknar til umræðu, jafn- vel til framkvæmda. Svo reyndist þó ekki. Hins vegar ætti öllum að vera orðið það kunnugt nú að mjólkurhyrnur úr pappa þola ekki illa með- ferð og að lögun þeirra er það sem máli skiptir í þessu lífi. Um það hefur verið gefið út lesmál, sem slagar hátt upp í brezku alfræðibókina. Fyrir sjö árum taldi ég að það tæki 10 ár að koma á nauð- synlegum og skynsamlegum endurbótum í sjávarútvegin- um. Núna hefur hallað svo undan fæti að til þess þarf 20 ár. Enda er nú svo komið að ríkisstjórn, sem annars hneig- ist að stjórnleysi, telur endur- skipulagningu frystiiðnaðarins óhjákvæmilega. Og ekki er ástandið betra á öðrum sviðum þjóðfélagsins. II Nú skilji enginn orð mín svo að ekkert hafi gerzt jákvætt í íslenzkum sjávarútvegi síðustu árin. Það hefur margt gott ver- ið gert. Það markverðasta sem gerzt hefur er að almennur ár- angur hefur náðst í notkun kraftblakkar á síldveiðum eins og öllum er kunnugt og að hafið hefur verið brauðryðj- andi starf í hagræðingu í fisk- iðnaðinum. Áhugi fyrir fram- förum hefur verið mikill í sjáv- arútveginum. Sá áhugi er nú því miður að deyja út aftur. Það sem drepur þennan áhuga er fyrst og fremst að allur hugsanlegur ávinningur af framförum hefur jafnóðum verið hirtur af sjávarútvegin- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.