Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 66

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 66
fyrst og fremst af siðum þess þjóðfé- lags eða þeirrar stéttar, sem þeir eru hluti af: jafnvel þeir hópar sem gera uppreisn gegn siðum þjóðfélagsins mynda sér sína ákveðnu siði, sem þeir fylgja á sama hátt og aðrir fylgja almennum siðum (og eru auk þess mótaðir af af- stöðu þeirra til almennu siðanna), og markmið Rohmers, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum af frönskum 18. aldar bókmenntum, er að gera dæmisögu um atferli ákveðins hóps ungs fólks í frönsku nútímaþjóðfélagi, þess fólks sem hefur losað sig einna mest undan áhrifavaldi gamalla siða, og rök (eða útskýringar) unga fólksins á þessu atferli. Til að ná þessu fram byggir hann myndina upp á þremur sviðum: sviðum atburðanna sjálfra, sem sýna óljós, breytileg tengsl persónanna hverrar við aðra, sviði sam- ræðna persónanna um atferli sitt og viðskipti, og sviði skýringa Adriens (sem segir söguna) á öllu saman, og milli þess- ara sviða getur bæði verið samhljómur og spenna. — Daniel fellur brátt fyrir Haydée, en þeirra ævintýri varir skamma stund. Adrien á hins vegar í talsverðri baráttu við sjálfan sig. Hann vill gjarn- an liggja konuna, en hann gerir það ekki, því að hann segist ekki vilja verða hluti af „safni“ hennar. En er það öll ástæðan? Adrien er sköpunarverk nú- timamenningarinnar, gáfaður, mennt- aður og flæktur í brotum alls kyns heim- speki og vísinda, svo að hann getur alls ekki komizt út úr sínum eigin heimi og getur því alls ekki nálgazt Haydée. Hann vill ekki sofa hjá henni, því að hann veit að hún verður honum jafn fjarlæg og óþekkjanleg eftir sem áður. En öll Haydée er í rauninni ekki annað en það sem fyrsti formálinn sýndi, ung stúlka sem gengur um í sterku sól- skini á strönd Miðjarðarhafsins eins og Sapfó fyrir 25 öldum, og dularfullt bros hennar „þýðir“ ekkert, heldur er aðeins hluti af henni sjálfri, geislun hennar. Barátta Adriens varir nokkra stund, en þegar hann er í þann veginn að falla fyrir stúlkunni, flýr hann burt. Fin. DEUX OU TROIS CHOSES QUE JE SAIS D’ELLE (Tvennt eða þrennt sem ég veit um hana) eftir Jean-Luc Godard. Jean-Luc Godard er án efa einn hinna þekktustu kvikmyndara Frakklands af yngri kynslóðinni nú, en um leið er hann þeirra umdeildastur. Hann hefur ákafa aðdáendur, sem æpa „guðdómleg snilld“ í hvert skipti sem hann sendir frá sér nýja kvikmynd (en slíkt gerist venjulega tvisvar á ári) og dæma gjarnan myndir annarra eftir því að hve miklu leyti þær líkjast verkum meistarans (gott dæmi um slíka menn er gagnrýnandi vikublaðsins Le nouvel observateur, hinn kjarnyrti Michel Cournot, sem sagði t. d. um nýjustu mynd Antonionis, Blow up: „Snilldarverk — en aðeins fyrir IBM- vélar!“). En Godard á einnig harðvít- uga andstæðinga, sem telja varla þuml- ung af verkum hans neins virði og gagn- rýna myndir hans því harðar, sem þær verða fleiri. Ástæðan fyrir þessu er að sjálfsögðu persónuleiki hans og stíll. Godard hefur löngum farið sínar eigin götur, m. a. stefnt að því að gera hlutverk sögunn- ar í kvikmyndinni sem allra minnst og ná fram áhrifum hins ruglingslega lif- aða lífs. Þegar hann setti saman sina fyrstu kvikmynd, A bout de souffle, klippti hann þegar burtu atriði, sem þó voru nauðsynleg fyrir atburðarás mynd- arinnar, og síðan hefur þessi tilhneiging hans aukizt með hverri kvikmynd. Þetta ásamt ýmsum mjög persónulegum stíl- brögðum Godards hefur mjög farið í taugar margra. í vetur vann Godard samtímis að gerð tveggja kvikmynda „Made in U.S.A.“ og „Deux ou trois choses que je sais d’elle“ og voru þær frumsýndar með stuttu milli- bili. Made in U.S.A. mun fjalla um Ben Barka málið, sem mjög rótaði upp í hug- um Frakka á sínum tima, en hana hef ég því miður ekki séð, svo að ég get ekki neitt um hana sagt. „Tvennt eða þrennt sem ég veit um hana“ („hún“ mun hér vera Parísartorg) er hins vegar innblásin af frásögn vikublaðs um að ýmsar ungar húsmæður, sem flytja inn í hin nýju fjölbýlishús Parísar (byggð fyrir efnalítið fólk til að útrýma heilsu- spillandi húsnæði) séu stundum svo blankar að þær verði jafnvel að gerast vændiskonur í hjáverkum til að tekjur þeirra og gjöld geti mætzt. Aðalpersóna myndarinnar er ein slík húsmóðir. En það er þó rangt að segja að myndin fjalli um þetta þjóðfélagsvandamál, eða segi frá þessari konu. Hvort tveggja er í rauninni ekki nema átylla kvikmynd- arinnar, því að hér er Godard kominn svo langt á sinni braut, að hann er búinn að kasta fyrir borð öllum leifum af hefð- bundinni frásögn og líta verður á verk- ið eins og n. k. sýn. Það er mynd God- ards af því sem er að gerast í kringum hann, í frönsku þjóðfélagi, í franskri menningu, í heiminum, hans eigin „nú“ (Godard hefur mjög stefnt að því að ná hinu raunverulega, algera núi og hef- ur því mjög tamið sér sams konar vinnu- brögð og við heimildarmyndir), og öðl- ast einingu sína af því að sýn Godards er ein. Ef Godard þyrfti að beygja sig undir kröfur frásagnar er augljóst að sýnin myndi breyta um eðli og kvik- myndin þá verða skipulagning augna- bliksins nú eða skipulögð umhugsun um augnablikið nú (sem væri þá auðvitað ekki nú lengur, heldur e. k. „historískur presens") í stað þess einfaldlega að bregða því upp í sýn. Godard verður því að byggja upp mynd sína á brotum, eins og ljóskastara væri beint hér og þar á víðáttumikið landslag, en í staðinn vinn- ur hann það að hvert augnablik öðlast algert gildi. Og sem sýn hefur kvikmynd Godards mikla kosti, hún bregður upp sterkri mynd af þeim heimi, sem við lifum í og sífellt er að breytast: þar getur að lita heil hverfi mjög nýtízkulegra fjöl- býlishúsa í byggingu um leið og ærandi vélaskrölt myndar hljóðrænan kontra- punkt, og rödd Jean-Luc Godards sjálfs hvíslar fram skýringum á því, sem birtist á tjaldinu (því miður er röddin oft á mörkum hins heyranlega). Stundum les hann hugleiðingar um þessar byggingar og þjóðfélagið sem skapar þær, teknar orðréttar upp úr blöðum eða bókum, og þylur þá upp flest þau slagorð og glós- ur, sem yfirborðslestur vasabóka og tíma- rita hefur breitt út meðal manna. Stund- um talar hann hins vegar um atriði sem hann er að sýna, og spyr þá jafnvel sjálfan sig að því hvort ekki hefði verið réttara að hafa það öðru vísi. Atriði myndarinnar eru mjög fjölbreytt (m. a. tekur Godard einu sinni mjög hvers- dagslega alþýðustúlku, stillir henni upp fyrir framan myndavélina og lætur hana segja frá sínu daglega lífi á þann hátt sem henni er eðlilegastur, öðru sinni sýn- ir hann nærmyndir af yfirborði kaffi- bolla, sem verið er að hræra i, svo að úr því verður mjög skemmtileg myndræn fantasía), og á milli þeirra á Godard það til að bregða upp myndum af ýmsum þeim vasabókum, sem nýlega hafa verið gefnar út í Frakklandi o. þ. h. Godard raðar þannig oft saman óskyldum hlut- um á mjög fyndinn hátt (sem menn munu, að ég held, skilja því betur sem þeir eru kunnugri frönsku þjóðlífi). Markmið hans virðist vera að sýna, hve erfitt það getur verið að lifa í stórborg- armenningu nútímans, þrátt fyrir örar framfarir (eða kannske vegna þeirra) og honum tekst mætavel að lýsa hinum ruglingslega heimi nútímamannsins. Þótt stíll Godards fari harla oft í taugar manna og hugmyndir hans virðist stund- um furðu grunnar, held ég að það sé nauðsynlegt fyrir hvern áhugamann um kvikmyndalist að fylgjast vel með verk- um hans. Þessar þrjár kvikmyndir munu senni- lega teljast með framúrstefnumyndum, einkum tvær hinar síðarnefndu — en Jessua er hefðbundnastur þessara höf- unda þrátt fyrir persónulegan og ný- stárlegan stíl — og gefa þær allgóða hugmynd um sitthvað sem nú er að ger- ast í franskri kvikmyndagerð. Harla fjöl- skrúðug er hún að vísu, og mætti t. d. ekki siður tala um Robert Bresson, hinn stranga meinlætamann kvikmyndalist- arinnar, en um Jean-Luc Godard — eða þá yngstu framúrstefnumennina, sem gera kvikmyndir sínar stundum á mörk- um venjulegs framleiðslu- og dreifingar- kerfis, safna peningunum sjálfir og fá vini sína og kunningja til að leika í myndinni. Allir hafa þessir menn sínar eigin hugmyndir og skoðanir á kvik- myndagerð. En þessar þrjár kvikmynd- ir, sem ég hef reynt að gefa mönnum nokkra hugmynd um, meðan beðið er eftir tækifæri til að sjá þær hér, sýna vissar tilhneigingar, sem víða hefur bor- ið á og í ýmsum formum: tilhneigingar til að nema burtu alla bókmenntalega uppistöðu kvikmyndanna og byggja á myndunum sjálfum og sérleik þeirra. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.