Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 52
Atriði úr „Mann ist Mann“. Galy Gay ásamt hermönnunum sem breyttu honum. „Mann ist Mann“. Galy Gay (Hilmar Thate) og kona hans (Christine Gloger). pakkhúsmann, Galy Gay, til að leika fjórða manninn. Með hót- unum og fjárkúgun þvinga þeir hann til að taka sér nýtt gervi, verða annar maður, en týndi hermaðurinn er kynntur sem kraftaverkastytta í musterinu og liðþjálfinn birtist borgara- lega klæddur og reynist vera meinlaus drykkjurútur. Galy Gay verður vitni að aftöku og jarðarför sjálfs sín og flytur sjálfur líkræðuna. í tveimur síðustu atriðunum tekur hann þátt í bardögum og vinnur virki einn síns liðs: hann er orðinn fullkominn hermaður. Týndi hermaðurinn snýr aftur, en enginn vill við hann kann- ast. Þetta erfiða viðfangsefni tekur Brecht ákaflega fimleg- um tökum, og má segja að sjaldan hafi hann teflt á tæp- ara vað. Hugmynd hans var sú, að mannlegt eðli væri tiltölu- lega meðfærilegt, þannig að því yrði hæglega breytt til hins betra (eða verra) með réttum aðferðum, og er sú hugmynd mjög í anda þess „nýja mann- kyns“ sem kommúnisminn á að skapa. Mann ist Mann er eitt af glansnúmerum epíska leikhússins, og var sýningin öll firnagóð, ekki hvað sízt leikur Hilmars Thates. Der Brotladen var samið á árunum 1929—’30 og er merk- ast þeirra verka sem Brecht lauk aldrei við, en vantar að mínum smekk þann herzlu- mun sem sköpum skiptir. Leik- stjórarnir Manfred Karge og Matthias Langhoff lögðu sig greinilega fram um að gera þessa hungurmynd kreppuár- anna hugtæka og raungilda, og leikararnir létu ekki heldur sitt eftir liggja, en sýningin vakti mér samt fyrst og fremst leiða; hún flutti sjálfsagðan boðskap með næstum vélræn- um hætti, án hugljómunar, án vekjandi skírskotunar. Þriðja verkið sem ég sá í Berliner Ensemble var Purple Dust (1940) eftir Sean O’Casey í þýðingu Helmuts Baierls og undir leikstjórn Hans-Georgs Simmgens. Þetta safaríka verk, í senn fjarstætt og fullkomlega natúralískt, fjallar um sam- skipti írskra handverksmanna við rómantíska enska auðkýf- inga sem kaupa sér kastala útá landsbyggð írlands. Leik- ritið glitrar af glensi og kátínu, en er jafnframt einkar aug- ljós táknræn ádeila sem nær tilgangi. í þessari sýningu komu sviðsmeistarar Berlínar mér enn á óvart með tækni- brögðum sínum, en leikmynd- ina gerði Andreas Reinhardt. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.