Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 22
andi raunverulega enga hug- mynd um hvort þeim er það heimilt eða ekki. Myndarlegt fyrirtæki í niðursuðu er sett á stofn. Meðan á byggingu þess stendur fer grundvöllurinn fyr- ir rekstri þess veg allrar verald- ar. Steinsteyptur húskassinn stendur auður frá upphafi. Það sem er í dag er horfið á morg- un. Enginn veit raunverulega hvar hann stendur. Þjóðarskút- an hrekst stjórnlaus um úfið haf og óupplýst hvort skipstjór- inn kann á kompásinn. Þegar við bætist minnkandi afli og stórkostlegt verðfall á útflutn- ingsafurðum er fátt um úr- ræði, það er fórnað höndum. VI Verkalýðshreyfingin á ís- landi virðist vera allvoldug. Hún hefur iðulega í hendi sér að beina gerðum ríkisstjórna í ákveðnar áttir og virðist oft og tíðum hafa möguleika til að fella ríkisstj órnir að geðþótta sínum. Æskilegt væri að slíku valdi væri fremur beitt til upp- byggingar en niðurrifs. Verkalýðshreyfingin hefur oft barizt við að viðurkenna ekki staðreyndir. Nú á þessu hausti hefur hún barizt harðri baráttu að viðurkenna ekki þá kjaraskerðingu, sem fyrir löngu er orðin staðreynd og þar með þýðingarlaust að berjast gegn. Hversu margar fundar- samþykktir, sem gerðar kunna að verða, og þó að verkföllum sé hótað og þeim hótunum jafnvel framfylgt, breytir það engu um það, sem þegar er orðið. Hins vegar hefur verkalýðs- hreyfingin algjörlega vanrækt að beina geiri sínum að orsök- um þess vanda, sem nú er við að glíma. Hún hefur aldrei beitt áhrifum sínum til þess að hafa áhrif á að atvinnulíf- ið sé skynsamlega uppbyggt, hún hefur ekki einu sinni var- að við afleiðingunum af þeirri skipulagslausu uppbyggingu, sem átt hefur sér stað á und- anförnum árum. Hún hefur ekki beitt sér gegn verðbólgu, heldur þvert á móti fremur stuðlað að aukinni verðbólgu. í megindráttum hefur verka- lýðshreyfingin ekki barizt á móti orsökum vandamálanna, heldur afleiðingum þeirra, en það er að berjast við vindmyll- ur. Æskilegt væri að verklýðs- hreyfingin hugleiddi meira í framtíðinni hvernig hún getur beitt valdi sínu til góðra hluta. VII Á undanförnum áratugum hefur alltaf öðru hvoru þurft að gera ráðstafanir i efnahags- málum vegna stöðugt vaxandi verðbólgu. Gengi íslenzku krónunnar hefur verið lækkað í einhverri mynd, oftast á tveggja til þriggja ára fresti. Allar hafa þessar ráðstafanir í efnahagsmálum verið nefndar „ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins“. Þessar sífelldu „ráð- stafanir vegna sjávarútvegs- ins“ hafa óhjákvæmilega kom- ið nokkru óorði á sjávarútveg- inn hjá öllum almenningi; margir virðast standa í þeirri meiningu að sjávarútvegurinn sé þungur baggi á þjóðinni, óvitandi um það, að sjávarút- vegurinn er það, sem við lifum fyrst og síðast á. Ef til vill verður þess ekki krafizt af íslenzkum stjórnar- völdum að þau haldi verð- bólgunni í skefjum. Það hafa margir reynt, en öllum mistek- izt, enda þarf að hafa nokkurt bein í nefinu til þess að svo megi verða. Verðbólgan verður sífellt verri og verri viðureign- ar. Fyrir tuttugu árum voru það ekki nema tiltölulega fáir útvaldir, sem kunnu að hagn- ast á verðbólgunni. Nú er það aumur íslendingur, sem ekki kann að færa sér hana í nyt. Fleiri og fleiri fjárhagsskuld- bindingar eru gerðar í trausti á áframhaldandi verðbólgu, fleiri og fleiri þegnar þjóðfé- lagsins verða háðir verðbólg- unni, geta ekki án hennar ver- ið. Hún verkar eins og eitur- lyf. Því fleiri, sem verða háðir verðbólgunni, því erfiðara verð- ur að ráða við hana. Verðbólgan bitnar fyrst og fremst á útflutningsatvinnu- vegunum vegna þess að þeir eru í beinu sambandi við um- heiminn, beinu sambandi við efnahagskerfi annarra þjóða, þjóða sem hafa ekki eins full- komið dýrtíðarkerfi og við, þjóða sem reyna að stjórna efnahagsmálum sínum af nokkru viti. Sjávarútvegurinn getur ekki unað þessu ástandi öllu lengur. Ef ekki er hægt að krefjast þess að verðbólgunni sé haldið í skefjum á eðlilegan hátt, verður að fara aðrar leiðir. Það verður að rjúfa samband sjáv- arútvegsins við efnahagskerfi annarra þjóða, ákveða tekjur hans í íslenzkum krónum, greiða honum dýrtíðaruppbæt- ur í samræmi við það, sem aðr- ir aðilar þjóðfélagsins fá, og breyta síðan gengisskráning- unni stöðugt í samræmi við þetta. Á þennan hátt er hægt að komast hjá stöðugum „ráðstöf- unum vegna sjávarútvegsins“. Sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrir aðilar þjóð- félagsins. Á þennan hátt hefð- um við eignazt alfullkomið dýrtíðarkerfi, og yrðu íslenzkir efnahagsmálasérfræðingar eft- irsóttir erlendis til fyrirlestra- halds um þetta einstæða fyrir- brigði. Efnahagsráðstafanir framtíðarinnar yrðu einungis þær að strika eitt núll aftan af krónunni á tveggja eða þriggja ára fresti. Ég veit ekki hvort þessi til- laga er sett fram í gamni eða alvöru, en eitt er víst, íslenzkur sjávarútvegur getur ekki leng- ur unað þeirri þróun í efna- hagsmálum sem viðgengizt hefur á undanförnum árum, hann hlýtur að krefjast réttar síns, sem undirstöðuatvinnu- vegur þessarar þjóðar. VIII Að lokum þetta: Þjóðin þarf að endurskoða skipulagningu byggðar í landinu með tilliti til þess að hægt sé að byggja upp utan Reykjavíkursvæðisins traustan atvinnulegan grund- völl, menningarlegan grund- völl og félagslegan. Menning- arlegur og félagslegur grund- völlur strjálbýlisins er að bresta. Grundvöllur atvinnu- rekstrar í fjölmörgum þorpum landsins er endanlega úr sög- unni um leið og atvinnurekst- ur þéttbýlisins hagnýtir mögu- leika sína með skipulagningu nútíma þjóðfélags. Það verður að tryggja at- vinnuvegunum eðlilega fjár- munamyndun, gjörbreyta fjár- hagsuppbyggingu þeirra og tryggja þeim starfsfrið fyrir utanaðkomandi eyðileggingar- öflum. Það verður að byggja fyrirtækin upp í þeirri stærð að fjármagnsnýtingin verði sú mesta mögulega á hverjum tíma og að fyrirtækin hafi möguleika á að bæta við sig allri nýrri tækni, sem að gagni má koma til framleiðniaukn- ingar. Það verður að byggja fyrirtækin upp í þeirri stærð að þau hafi sjálf möguleika á vísindalegri tilraunastarfsemi til framleiðniaukningar og aukinna vörugæða. Leggja verður höfuðáherzlu á að auka geymslumöguleika hráefnis fiskiðnaðarins. Ég nefni aðeins þá þjóðfélagslegu þýðingu, sem það hefði, ef unnt reyndist að salta síld t. d. á þriðja eða fjórða degi eftir að hún berst að landi. Hráefn- isöflunina verður að jafna og dreifa henni meira á allt árið til þess að nýta framleiðslu- tækin sem bezt. Það hefur komið vel í ljós að okkur skort- ir ekki menn, sem hæfir eru til að vinna að tæknilegum fram- förum í sjávarútvegi. Hins veg- ar skortir okkur að mestu fé til þess að koma þeim málum áleiðis. Við þurfum í framtíð- inni að verja verulegum fjár- hæðum í tilraunir með tækni- legar nýjungar bæði til sjós og lands. Við þurfum að auka framleiðsluna og draga úr ýmsum óarðbærum þjónustu- greinum, sem eru verulegur baggi á framleiðslunni. Það þarf að skapa það viðhorf alls almennings til atvinnumála, sem gerir ítrustu tæknilegar framfarir nútíma þjóðfélags mögulegar. Árni Benediktsson. GÍSLI KONRÁÐSSON: NOKKUR ORÐ UM TOGARAÚTGERÐ Það mun sennilega óhætt að fullyrða, að engin atvinnugrein hafi stuðlað að efnahagslegum framförum á íslandi jafn stór- fellt og snögglega eins og tog- araútgerðin meðan hún var í blóma. Sjósókn mun vera nokk- urn veginn jafn gömul byggð landsins, en fram um síðustu aldamót var hún jafnan fá- breytt og landsbúar ekki opn- ir fyrir miklum breytingum eða fljótir til að tileinka sér nýjungar, sem útlendingum voru kunnar. Munu og ýmsir framfarasinnar og hugsjóna- menn um og fyrir síðustu alda- mót hafa fundið til þessa fálætis landa sinna og þótt illt að horfa upp á útlendinga ausa úr gullkistu þjóðarinnar, til þess benda eggjunarorð um „hvað Frakkinn fékk til hlut- ar“ meðan heimamenn létu sér nægja „að dorga upp við sand“. En í byrjun þessarar aldar hefjast togveiðar íslendinga og vex togaraflotinn þá ár frá ári allt fram til 1930, en þá munu togararnir hafa verið 42. Upp úr því hefst kreppu- ástand og samdráttur í útgerC- inni, sem veldur því að tog- urum fer að fækka, og helzt sú hnignun allt fram yfir síð- ari heimsstyrjöldina. Árið 1947 hefst svo endurnýjun togara- flotans með svonefndum ný- sköpunartogurum, sem fjölgaði 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.