Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 35
an aldur verið ein aðalundir- staða íslenzks sjávarútvegs. Á fyrstu fimm tugum þessarar aldar nam þorskaflinn 70—90 hundraðshlutum af árlegri heildarveiði okkar. Á síðast- liðnum fimm árum hefur síld- araflinn hins vegar verið mun meiri en þorskaflinn og stafar það fyrst og fremst af stór- aukinni tækni við síldveiðarn- ar. Á 2. mynd er sýnd árleg heildarþorskveiði á íslands- miðum og svo veiði íslendinga sjálfra. Eins og kemur fram á myndinni eru allverulegar sveiflur í stærð stofnsins og sveiflur í sókninni. Fyrstu þrjá tugi aldarinnar jókst afli ís- lendinga hröðum skrefum samfara aukinni sókn og náði hámarki árið 1930, en síðan hrakaði veiðinni mjög allt fram til ársins 1936. Eftir það jókst veiðin jafnt og þétt fram til ársins 1955, en hefur farið minnkandi síðan. Veiði út- lendinga á íslandsmiðum sýn- ir líka þróun. Styrkleiki hinna einstöku árganga, sem borið hafa uppi þorskveiðina á íslandsmiðum síðan 1930, er sýndur á mynd 3. Er afkastageta árganganna sýnd sem sá fjöldi fiska, er fékkst af hinum einstöku ár- göngum á aldrinum 7—9 ára í vertíðarveiði íslendinga. Til samanburðar er sýnd heildar- þorskveiðin átta árum seinna. Sýnir þessi samanburður greinilegt samhengi á milli ár- gangastyrks og skammærra sveiflna í aflamagni. Raunar er samhengið enn betra en myndin sýnir og orsakast það af því að árgangarnir verða nokkuð mis-snemma kyn- 3. mynd. Samhengið milli styrkleika þorskárganganna og sveiflna í aflamagni. þroska og koma því ekki allir inn í gagnið á sama aldurs- skeiði. Sveiflurnar í styrkleika árganganna eru mjög miklar, t. d. fengust rúmlega 36 millj- ónir fiska af árganginum frá 1922 á aldrinum 7—9 ára, en aðeins rúm milljón af árgang- inum frá 1927. Orsakir þess hve klakið heppnast misjafnlega eru ýmsar, en óhætt mun að full- yrða, að á þessu stigi ráðum við ekki við neinar þeirra og munu þær á næstu árum valda jafnmiklum sveiflum og hing- að til. Á 2. mynd er einnig sýnd 900 700 600 300 Z00 100 2. mynd. Þorskveiðin við ísland og sóknin í þorskstofninn á árunum 1924—1964. sóknin í íslenzka þorskstofninn (brotna línan) undanfarna þrjá áratugi. Á árunum fyrir stríð hélzt sókn og heildarafli nokkuð í hendur og sama má segja um árin eftir stríð allt til ársins 1958, en þá verða þáttaskil, því síðan hefur sóknin aukizt óðfluga, en heild- araflinn minnkað. Á tímabil- inu 1954—1964 jókst sóknin um 87%, en heildaraflinn minnkaði um tæp 22%. Ekki er ósennilegt að hin raunverulega sóknarau'kning sé jafnvel enn meiri en fram kemur á 2. mynd. Tilkoma nylonneta, þorsknótar og auk- in notkun fiskrita eru atriði, sem erfitt er að mæla, en hafa hins vegar aukið mjög veiði- hæfni bátanna. Samhliða hinni miklu sókn- araukningu hefur heildardán- artala hins kynþroska hluta stofnsins aukizt jafnt og þétt. Mjög yfirgripsmiklar rann- sóknir okkar á vertíðarfiski undanfarin 35 ár hafa sýnt, að náið samhengi er á milli sókn- ar og dánartölu. Er hér um að ræða athyglisvert samræmi þar sem sjá má greinileg áhrif veiðanna á stofninn. Þegar sóknin er til dæmis 0 er dán- artalan um 17%, þ. e. þetta er það sem deyr af völdum nátt- úrunnar, hinu eigum við sök á. Við sjáum, að á stríðsárunum er dánartalan mjög lág, 30— 40% á ári, en fer svo ört vax- andi eftir það, og á tímabilinu 1960—64 var meðaldánartalan komin upp undir 70% á ári. Það hefur lengi verið skoð- un mín, að ekki væri æskilegt að heildardánartala hins kyn- þroska hluta þorskstofnsins færi mikið yfir 65% á ári, rauða strikið, sem ég hef svo nefnt. Eins og áður er getið, virðast eiga sér stað nokkur þáttaskil árið 1958 að því er snertir viðbrögð stofnsins gagnvart veiðinni, því eftir það verður neikvætt samband milli sóknar og heildarveiði, en árið 1959 kemst heildarsóknin upp í 550 einingar, en heildar- dánartalan er 65% við þessa sókn. Að því er snertir hinn óþroska hluta stofnsins þá sýna enskar rannsóknir, að heildardánartalan er þar kom- in upp í 60% á ári, og er talið að % hlutar þess sé af völd- um veiðanna. Öruggustu heimildir um þorskafla á sóknareiningu á íslandsmiðum eru skýrslur Breta um afla á milljón tonn- tíma (þ. e. fjöldi togtíma marg- faldaður með meðalstærð skip- anna mældri í tonnum). Árið 1949 var afli brezkra togara 2310 tonn á umrædda einingu, en var hins vegar kominn nið- ur í 546 tonn árið 1964. Ágætar skýrslur eru til um aflabrögð íslenzkra togara síðan 1960. Það ár var afli þeirra 1185 tonn af þorski á milljón tonn-tíma, en var kominn niður í 411 tonn árið 1964. Aflaskýrslur þýzkra togara hér við land sýna einn- ig líka þróun. Það sem hér hefur verið 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.