Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 42
Þáttaskil hafa orðið í því félagslega umróti í Kína sem frumkvöðlar breytinganna hafa skírt hina miklu menn- ingarbyltingu öreiganna. Rauðu varðliðarnir, sem frá því síðsumars 1966 hafa farið um landið í fylkingum milljón- um saman, skipzt á byltingar- reynslu og látið skothríðina dynja á margvíslegum aðal- stöðvum svarta endurskoðun- arsinnabófaflokksins, svo not- að sé þeirra eigið orðalag, eru flestir setztir á skólabekk á ný. Maó formaður, hinn mikli kennari, mikli leiðtogi, mikli yfirhershöfðingi og mikli stýri- maður, fór í haust í eftirlits- ferð um nokkur héruð í Norð- ur-, Austur- og Mið-Kína. Eft- ir heimkomu hans til Peking voru gefin þar út ný fyrirmæli til menningarbyltingarmanna. Byltingarsamtök skulu sam- kvæmt þeim hér eftir byggjast á vinnustöðum, stofnunum, starfsgreinum og skólabekkj- um, en ekki vera eins laus í reipunum og hingað til hefur tíðkazt. Samtök af þessu tagi mega síðan mynda byltingar- bandalög í stærri sniðum. Markmiðið með þessari skipu- lagsbreytingu er að „berjast gegn einkahagsmunum og gagnrýna flokkadrætti og hafna þeim,“ segir Maó. Breyt- ingin er gerð eftir að til þess hafði komið á ýmsum stöðum að mismunandi hópum Rauðra varðliða og svonefndra bylt- ingarsinnaðra uppreisnar- manna hafði lent saman. Að því er bezt verður séð hefur breytingin náð tilgangi sínum, því upp á síðkastið hafa engar fregnir borizt af átökum á borð við þau sem urðu í Kanton og víðar í haust. Við þessi þáttaskil er ekki úr vegi að leitast við að átta sig eftir föngum á atburðun- um í Kína undanfarin þrjú misseri. Yfir fjölmennustu þjóð heims hafa gengið umbrot sem eiga engan sinn líka síðan kommúnistar unnu fullnaðar- sigur í borgarastyrjöldinni 1949, og væri þó synd að segja að kyrrð hafi ríkt í Kína á því tímabili. Hver sem reynir að fylgjast með alþjóðamálum hlýtur að veita slíkum tiðind- um athygli eftir því sem kostur er. En sá hængur er á, að ljós- ar fregnir af gangi mála í Kína eru af skornum skammti, flest sem þaðan berst er meira og minna litað af mismunandi áróðurssjónarmiðum. Gildrur eru því við hvert fótmál þess sem úr fjarlægð hyggst greina þar rétt frá röngu, en við því verður ekki gert. Hér verður reynt að tjalda því sem til er. Menningarbyltingin hófst fyrir alvöru vorið 1966, en gerði boð á undan sér misseri áður. Á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins sem þá var haldinn, hinum fyrsta á þriggja ára tímabili sem skýrt var frá opinberlega, setti Maó Tsetúng fram allhvassa gagn- rýni á ástandið í menningar- málum og kvað þörf aðgerða til að kveða niður borgaraleg viðhorf sem þar gætti. Slíkt sætti engum stórtíðindum í sjálfu sér. Róttækir, kínversk- ir menntamenn lögðu komm- únistaflokknum snemma lið, en flokksforustan hefur alltaf öðru hvoru átt í brösum við þá. Síðustu mánuði ársins 1965 hófst svo atlaga í blöðum gegn rithöfundi að nafni Vú Han, sem samið hafði leikrit um frægan embættismann frá keisaratímunum, Hæ nokkurn Júí, sem vikið var úr embætti fyrir þá sök að hann var mað- ur réttlátur og tók málstað bænda gagnvart yfirgangssöm- um höfðingjum. í ársbyrjun 1966 harðnaði hríðin og beind- ist nú gegn hóp menntamanna í Peking, sem skrifað höfðu í sameiningu rabbgreinar í blöð sem gefin eru út á vegum flokksdeildarinnar í höfuðborg Kína. Jókst nú orð af orði, þangað til í júníbyrjun að Peng Sén, borgarstjóra Peking, framkvæmdastjóra kommún- istaflokksins í borginni og fulltrúa í æðstu stjórn flokks- ins, stjórnmálanefnd mið- stjórnarinnar, var vikið frá. Um svipað leyti og Peng Sén var sviptur embættum hófust svo í Peking þær aðgerðir sem hlutu nafnið menningarbylt- ing, og var riðið á vaðið í há- skólum borgarinnar og öðrum menntastofnunum. Hópar stú- denta og kennara sem kölluðu sig byltingarsinna réðust á rektora, forstöðumenn háskóla- deilda og rannsóknarstofnana í veggblöðum, stefndu þeim fyrir fjöldafundi og sökuðu þá um ýmsar ávirðingar. í synda- registrinu þá og síðan bar jafn- an hæst borgaraleg viðhorf, sem birtust í lítilsvirðingu á alþýðu manna, óhlýðni við stefnu flokksins og vanmati á hugsun Maó Tsetúngs. Uppreisnarhreyfing þessi gegn háembættismönnum flokks og ríkis breiddist út um landið með örskotshraða. í ágústbyrjun kom miðstjórnin saman á fund og samþykkti ýtarleg fyrirmæli um fram- kvæmd menningarbyltingar- innar. Um sömu mundir mun hafa verið tekin lokaákvörðun um stofnun hreyfingar Rauðra varðliða, en áður hafði verið tilkynnt að öllum skólum yrði lokað í eitt misseri meðan verið væri að semja nýja námsskrá. Loks var á þessum mið- stjórnarfundi gerð meirihátt- ar breyting á flokksforustunni. Ljú Sjásí, forseti ríkisins, sem verið hafði staðgengill og næst- ráðandi Maó Tsetúngs á þriðja áratug, vék úr þeim sessi fyrir Lin Píaó marskálki og land- varnaráðherra. Nú hófst blómaskeið Rauðra varðliða. Haldinn var í Peking hver fjöldafundurinn af öðr- um, þar sem æskan hyllti Maó Tsetúng. Á síðasta fundinum af ellefu var kunngert að alls hefðu 11 milljónir varðliða gengið fyrir Maó á þessum samkomum. En hópfundirnir voru ekki annað en hátíðabrigði í dag- legu starfi, sem felast átti í því að útrýma borgaralegum viðhorfum og venjum og leifum lénsskipulagsins úr kínversku þjóðfélagi. í því gat falizt allt mögulegt, frá því að hrifsa völdin yfir fyrirtækjum og stofnunum og setja stjórnend- ur þeirra af til þess að líma miða með háðglósum á minn- ismerki frá keisaratímunum. Framan af fóru varðliðarnir með töluverðum óspektum, hröktu fólk og börðu ef þeim fannst það ganga borgaralega til fara, eyðilögðu húsgögn, skrautmuni og bækur á heimil- um og munaðarvörur í verzl- unum. í nóvember ákvað rík- isstjórnin að taka í taumana og hótaði hörðum refsingum þeim sem misþyrmdu fólki, héldu því föngnu eða leiddu fyrir skyndidómstóla. Gerðust nú margir hlutir í senn. Taó Sjú, sem sóttur hafði verið um vorið til Kanton úr svæðisstjórn í Suður-Kína til að taka við yfirstjórn út- breiðslu- og áróðursmála, var vikið frá störfum og skipað í svarta bófaflokkinn í áróðurs- greinum. Dreifiblöð Rauðra varðliða tóku að krefjast þess að Ljú Sjásí forseta og Teng Hsiaóping, aðalframkvæmda- stjóra kommúnistaflokksins, yrði vikið úr embættum. Átök hófust víða um landið milli menningarbyltingarmanna og þeirra sem yfirvöld á hverjum stað gátu fengið til liðsinnis við sig. í ársbyrjun 1967 kunn- gerðu menningarbyltingar- menn fyrsta stórsigur sinn, valdatöku í milljónaborginni Sjanghæ. Næstu mánuði voru tilkynntir samskonar sigrar byltingarafla í fimm af 26 fylkjum Kína, en síðan ekki söguna meir. Það kom á daginn að yfirvöld á ýmsum stöðum voru ekki á því að víkja bar- áttulaust, stofnuðu sínar eigin varðliðasveitir og buðu byrg- in þeim sem yfirstjórn menn- ingarbyltingarinnar í Peking sendi á vettvang. Þótt víða kæmi til átaka stappaði aldrei nærri borgara- styröld, enda var hernum fljótt skipað að grípa í taumana, þeg- ar sýnt var að hverju fór. Var hernum falið að styrkja menn- ingarbyltingarmenn til að gegna hlutverki sínu, en tvenn- um sögum fer af hve trúlega þeim fyrirmælum hefur verið framfylgt. í afskekktum landa- mærahéruðum, þar sem her- foringjarnir eru jafnframt leiðtogar flokksdeildanna, virð- ist lítil breyting hafa orðið. Alvarlegustu átökin munu hafa orðið í Kanton, þar sem barizt var dögum saman í 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.