Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 23
49 togarar, að stærð frá ca. smátt og smátt á næstu árum, og munu það hafa verið alls 500 til 1000 lestir, sem byggðir voru til og með árinu 1960, auk 4 togara sem keyptir voru not- aðir frá útlöndum. Hin fyrstu ár eftir styrjöldina voru nokkr- ir af gömlu togurunum gerðir út, en smám saman týndu þeir tölunni og eru nú allir horfn- ir af sjónarsviðinu fyrir all- mörgum árum. Hinn nýi togarafloti reynd- ist vel og bjó við allgóðan afla og afkomu framan af. Stund- aði hann ýmist þorskveiðar í salt eða ísaði aflann, annað hvort til sölu á erlendum markaði eða upplags og úr- vinnslu heima fyrir. Á þessum góðu árum voru alllengi gild- andi verðákvæði, sem sögðu svo fyrir um, að fiskur af tog- urum skyldi greiðast á veru- lega lægra verði en bátafisk- ur var greiddur innanlands, og .fyrir hvert sterlingspund, sem fékkst fyrir togarafisk, var greitt mun lægra verð en hitt, sem fékkst fyrir fisk veiddan af bátum. Þetta var á svoköll- uðu bátagjaldeyristímabili og ástæða fyrir þessu fyrirkomu- Jagi var sú trú, að rekstur tog- ara væri svo hagstæður, að hann þyrfti ekki að fá sama fiskverð og bátar. íslenzki togaraflotinn var aðeins lítill hluti þess skipa- fjölda, sem veiðar stundaði við ísland á þessum góðu árum, allt inn að 3 mílna beltinu. Mikill fjöldi útlendinga stund- aði hér veiðar, og var því engin furða þótt ekki liði á löngu þar til aflatregðu færi að gæta á heimamiðum. Þegar svo var komið varð það helzt til ráða að leita nýrra og fjar- lægari miða, og var það eink- um við Grænland og Ný- fundnaland sem veiðar voru stundaðar, oft við mjög erfið- ar aðstæður, en einnig oft með góðum árangri. Árið 1958 fundust mjög auðug karfa- mið við Nýfundnaland, og má segja að það ár og jafnvel næsta ár á eftir séu síðustu góðu aflaár togaranna. En þarmeð voru þau mið uppur- in og síðan hefur aflamagnið næstum stöðugt farið minnk- andi, þótt nokkur áraskipti hafi verið að því. Jafnframt minnkandi afla hefur dýrtíð aukizt svo að segja látlaust og kaupgjald hækkað, og þarf ekki að lýsa því hvílíka öfug- þróun þetta hvorttveggja hef- ur haft í för með sér. Þá er og að geta þess, sem ekki sízt hefur valdið örðugleikum tog- aranna, en það er útfærsla landhelginnar í 12 mílur, sem kom til framkvæmda árið 1958, og svipti þá þarmeð veru- legum hluta af þeim veiðisvæð- um, sem þeir höfðu áður haft aðgang að. Vissulega var það von manna, að þessi ráðstöf- un mundi skila þjóðinni miklu meiri arði en næmi því tjóni, sem togararnir biðu um stund- arsakir hennar vegna, en nú líður senn að 10 ára afmæli 12 mílna landhelginnar og því miður er ekki enn komin í Ijós sú aukna fiskgengd, sem vænzt var af verndun svo víðra fiski- miða fyrir botnvörpu. Togara- menn létu sér detta í hug að landhelgin kynni að verða opnuð íslenzku togurunum að einhverju leyti þegar tímar liðu og útlendingarnir væru búnir að sætta sig við út- færsluna, en svo virðist sem það sé eins og að nefna snöru i hengds manns húsi að minn- ast á slíkt. Það mun þó mála sannast, að rányrkju fiskimið- anna má framkvæma á miklu stórfelldari og róttækari hátt með því að varna fiskinum að- gangs að gotstöðvum um hrygningartíma og ausa hon- um upp áður en hann nær að hrygna en þótt nokkrir tog- aragarmar fengju til þess heimild að fara á vissum tím- um og vissum svæðum nær landinu en nú er leyft. Ég hef hér stiklað á stóru um forsögu og ástæður fyrir hví, hversu bágur hagur tog- aranna er nú: Mismunur á verði fisks toaara og báta, sem að vísu er nú úr gildi num- inn fyrir allmörgum árum, en tölvísir menn hafa áætlað að numið hafi um 25 milljónum króna á hvern togara, miðað við verðmæti krónunnar fyrir nýafstaðna gengislækkun; bar- næst stórminnkandi aflamagn, síaukinn reksturskostnaður og víkkun landhelginnar. Nú munu vera í gangi 22 togarar, þaraf einn við síld- veiðar; hinir hafa ýmist ver- ið seldir úr landi eða liggia ónotaðir og ryðga niður. Sú staðreynd að enn skuli vera starfandi nokkrir togarar er bví að þakka, að útgerðir þeirra hafa á síðustu árum notið nokkurs fjárframlags úr ríkissjóði auk stuðnings frá aflatryggingarsjóði. Þá ber bess einnig að geta, að vá- tryggingariðgjöld skiDanna eru að mestu endurgreidd togara- eigendum, sem og eigendum annarra íslenzkra fiskiskipa, en það fé er þó að mestu hluti útflutningsgjalds af sjávaraf- urðum, sem útgerðin greiðir sjálf, en er þannig skilað aft- ur. Ráðamenn þjóðarinnar hafa sýnt skilning á því, að bæta þyrfti að nokkru þær búsifjar, sem bátagjaldeyris- kerfi og víkkun landhelginnar hafa valdið, og jafnframt við- urkennt, að togaraútgerðar sé enn þörf á íslandi. En ávallt hefur verið skammtað naumt og skorið við nögl sem framast mátti, en það er þó trú mín, að þar hafi fremur ráðið fjár- þröng en viljaleysi. Auk þessa stuðnings hafa bæjarfélög staðið að nokkru undir töpum sumra togaranna, þ. e. a. s. þeirra sem að öllu eða ein- hverju leyti eru reknir á þeirra vegum. Byggist sá stuðningur á því, að viðkomandi byggðar- lagi hefur verið talin þörf þeirrar atvinnu, sem togararn- ir og vinnsla aflans hefur í för með sér. En slíks stuðn- ings hafa einstaklingar, sem gera út togara, ekki notið svo mér sé vitanlegt, og gegnir það furðu, að þeir skuli enn geta haldið skipum sínum til veiða. Láta mun nærri, að fastur kostnaður togara með 31 manns áhöfn hafi verið fyrir gengisbreytingu rúmlega 46 þúsund krónur á úthaldsdag, og er þá aðeins reiknað með 455 þúsund króna fyrningu á ári. Af þessum dagkostnaði mun láta nærri að framlög rík- issjóðs og aflatryggingarsjóðs svo og endurgreiðsla vátrygg- ingariðgjalda nemi um 9500 krcnum ef miðað er við s.l. ár. Auk þessa kostnaðar kemur svo breytilegur kostnaður eft- ir afla hverju sinni, svo sem mannahlutir, ís, losun á afla o. fl. Miðað við þau aflabrögð, sem verið hafa að undan- förnu, og það fiskverð, sem gilt hefur og enn er í gildi, nægja ofangreind framlög eng- an veginn til þess að rekstur- inn geti borið sig þegar um heimalandanir er að ræða. Til þess að reksturinn gæti talizt hallalaus tel ég að mánaðar- afli þyrfti að vera 400 til 450 smálestir á mánuði, en það er miklu hærra en núverandi afli. Á Akureyrartogurunum fjórum hefur meðalafli á skip á mán- uði, frá því að siglingum var hætt á s.l. vori og farið í þess stað að leggja fiskinn á land heima, numið um 293 smálest- um. Togaraútgerðin hefur nú um sinn beðið þess í ofvæni, að hún fengi aukið framlag úr ríkissjóði, og í þeirri von stöð- ugt aukið á lausaskuldir og vanskil á föstum lánum án þess að leggja upp laupana. Lánardrottnum er haldið í skefjum með loforðum um ein- hverja greiðslu þegar hjálpin terist, en verði það ekki mjög fljótt fæ ég ekki séð að unnt verði að halda áfram miklu lengur nema til komi veruleg og skyndileg afla-aukning. Þegar þessar línur eru rit- aðar hefur gengislækkun ný- lega farið fram. Telja má lík- legt að hún bæti eitthvað af- komumöguleika togaranna, a. m. k. í bili. Hitt er óljóst, hve varanlegur ávinningur verði að henni, og er reynslan af fyrri gengislækkunum ekki slík að ástæða sé til þess að vera mjög bjartsýnn. Augljóst er þó, að ísfisksölur erlendis eiga að öðru jöfnu að gefa fleiri krón- ur en áður, einkum í Þýzka- landi. Hinsvegar hefur verð á ísfiski erlendis verið fremur lágt í haust og það sem af er vetri, svo að ótryggt er að reikna með betri afkomu með þeirri afsetningu aflans en áður var. Enn hefur ekki verið ákveðin verðhækkun á fiski, sem landað er innanlands, en verðhækkun á olíu er þegar komin til framkvæmda. Er því, að svo komnu, aðeins um kostnaðaraukningu að ræða af völdum gengisbreytingar- innar. Ég minnist þess að þegar ég var á barnsaldri og varð það á að biðja um að mér væri gefið eitthvað það, sem hugurinn girntist, þá fékk ég oft þetta svar; „Hvimleiður sá öllum er, sem alltaf segir gefðu mér.“ Þetta eða annað líkrar merk- ingar fáum við oft að heyra, sem höfum fengið það hlut- skipti að vinna við togaraút- gerð. Það mun vera nokkuð stór hluti þjóðarinnar, sem telur það hreinustu firru að halda áfram togararekstri; þó held ég að það fólk sé ekki nægilega kunnugt þessum mál- um til þess að geta fellt slíka dóma. Mér virðist að ekki þurfi mikla hagspeki til þess að skilja, að meðan þjóðin þarfn- ast erlends gjaldeyris til þess að kaupa sér lífsnauðsynjar og öflun þess gjaldeyris verð- ur ekki framkvæmd á annan cdýrari hátt en með því að afla fisks úr sjó, þá verði að greiða fyrir gjaldeyrinn a. m. k. þá lágmarksupphæð, sem kostar að afla hans með góðri og hagsýnni stjórn. Ég fæ ekki séð að það sé eðlilegt eða sann- gjarnt, að togaraútgerð eða hver önnur útgerð, sem e. t. v. þarf að greiða t. d. 180 krón- ur fyrir það að afla eins sterl- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.