Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 8

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 8
6 ÓLAFUR HANSSON ANDVARI í Sumarliðabæ, en fór siðan aftur til Stokkseyrar og reri þar tvo vetur. Síðan fór hann til Reykjavíkur og gerðist sjómaður á skútu. Var hann í fyrstu háseti, en síðar var hann stundum stýrimaður, því að liann lærði fljótlega flest það, er að skipsstjórn laut. Geir Zoega útgerðarmaður bauðst til að kosta hann á Stýrimannaskólann, en Bogi hafnaði því, sagðist ekki vilja vera upp á annarra hjálp kominn. A meðan Bogi var á skútu lenti hann í ýmsum svaðil- förum og var stundum hætt kominn. Sagði hann mér svo sjálfur, að aldrei hefði hann fundið til ótta á hættunnar stundum, sér hefði þótt þetta allt eins og leiksýning, sem kærni sér ekkert við. Hins vegar hefði stöku sinnum gripið sig óhugur eftir á, þegar hættan var um liðin. Bogi þótti hinn ágætasti sjó- maður, víkingur til verka, ótrauður og snarráður, ef á þurfti að halda. Á þessum árum réðst liann eitt sinn á skip, er sigla átti til Bretlands, gamlan fúakláf. Komst skipið til hafnar í Skotlandi eftir langa útivist, en á því skipi þótti honum ævi sín einna verst, á meðan hann stundaði sjó. Er til Bretlands kom réðst hann í skiprúm þar, fyrst á lítið skip, sem var í strandferðum við England, en síðar á allstórt flutningaskip, sem var í förurn milli Bretlands og Svíþjóðar. Á þessum tima lærði hann ensku ágætlega, jafnt talmál sem ritmál. Enskt sjónrannamál lærði hann til hlítar, en einnig las Iiann allt, sem hann gat liönd á fest. Hefur hann eflaust kunnað meira í ensku en flestallir stúdentar, áður en hann settist á skólabekk. Um eitt skeið hafði Bogi í hyggju að gera sjómennsku að ævistarfi sínu. Að ýmsu leyti féll honum lífið á sjónum vel, og hann eignaðist marga ágæta vini í sjómannastétt. Hið hrjúfa og hispurslausa fas sjómannsins átti að mörgu leyti vel við hann. Ekki er að efa, að hann hefði orðið mikill skipstjóri, ef hann hefði valið sér sjómennskuna að ævistarfi. Þó fór það svo, að Bogi hætti sjómennsku og hvarf á aðrar brautir. Á sjónum gat hann ekki svalað menntaþrá sinni. Allt frá bernskuárunum var bókhneigð hans mikil og fróðleiksfýsnin ódrepandi. Og á sjónum voru tóm- stundimar til slíks alltof fáar. Um fermingaraldur hafði hann þráð mjög að ganga menntaveginn, en þess var þá enginn kostur fyrir bláfátækan bóndason. Hin næstu ár lét hann sig sjaldan dreyma um slíkt. En um tvítugsaldur jókst mjög löngun hans til að afla sér frekari menntunar. I Taustið 1900 settist hann í Möðruvallaskóla. III. Á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamót vom Möðruvellir í Hörgárdal merkilegt menntasetur. Þangað leituðu margir gáfaðir bændasynir, sem settust á skólabekk af ósvikinni mcnntaþrá, hugtakið námsleiði var þá ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.