Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 11

Andvari - 01.06.1959, Page 11
ANDVARI BOGI ÓLAFSSON MENNTASKÓLAKENNARI 9 stæðust próf. Er nemendur útskrifuðust úr skóla þótti þeim flestöllum vænt um Boga. Hann hélt sambandi við marga nemendur sína, eftir að þeir voru famir úr skólanum. Mörgum fátækum stúdentum reyndist hann hjálparhella, er þeir lentu í fjárkröggum. Hann lánaði þeim þá oft peninga eða gekk í ábyrgðir fyrir þá. Hjálpfýsi og brjóstgæði þessa manns, sem gat verið svo harðneskjulegur á yfirbragð, áttu sér engin takmörk. En ekkert var honum fjær skapi en að flíka þessari hjálpsemi sinni, liann vildi helzt aldrei á þetta minnast. Bogi var víkingur til vinnu og sjaldan féll honum verk úr hendi. Hann kenndi hin síðari ár oft um eða yfir 40 stundir á viku við Menntaskólann og þurfti auk þess að leiðrétta yfir 300 stíla á viku hverri. Að stílaleiðréttingum vann hann venjulega á meðan aðrir sváfu. Hann var maður mjög árrisull, fór oftast á fætur um fjögurleytið og hélt þá upp í Menntaskóla og tók til við stílaleiðréttingar. Vann hann að þeim, þar til er kennsla hófst um átta- leytið á morgnana. Síðari hluta dags vann hann oft að þýðingum, en ætti hann tóm frá störfum notaði hann nær því hverja stund til að lesa. Hann gekk venjulega snemma til rekkju, oft um níuleytið á kvöldin, eins og ekki var að furða um jafn árrisulan mann. V. Hin umfangsmiklu kennslustörf Boga gætu virzt ærið ævistarf. En starfs- þrek hans var óvenjulegt, hann eirði ekki aðgerðarleysi. Hann lét til sín taka á fjölmörgum öðrum sviðum. Um langt skeið vann hann að skjalaþýðingum á ensku og var á því sviði flestum, ef ekki öllum, íslendingum færari. Svo mikið mun víst, að enginn maður hérlendur stóð honum á sporði i öllu því tæknimáli ensku, er lýtur að skipum og siglingum. Á því sviði voru margir ágætir háskólamennt- aðir enskumenn lítt kunnandi, en Bogi hafði siglt á enskum skipum og þekkti hlutina af eigin raun. Bogi fékkst og mikið við þýðingar fagurfræðilegra hókmennta úr erlend- um málum, aðallega ensku. Má þar nefna þýðingar á smásögum eftir ýmsa höfunda í Sögum frá ýmsum löndum (1932—34), Býflugurnar eftir M. Maeterlinck (1934), Tvær sögur eftir J. Galsworthy (1938), Verið þér sælir, herra Chips eftir J. Hilton (1940), Uppreisnina í eyðimörkinni I—II eftir T. E. Lawrenee (1940—41), Sylvanus Heythorp eftir J. Galsworthy (1947) og Ævintýri Pickwicks eftir Ch. Dickens (1950). Þá þýddi liann og allmörg leikrit úr ensku fyrir Leikfélag Reykjavíkur, en þau eru óprentuð. Bogi samdi kennslubækur í ensku fyrir miðskóla og mcnntaskóla. Eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.