Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 66

Andvari - 01.06.1959, Side 66
64 DAVÍÐ ÓLAFSSON ANDVAKI að segja alveg upp í landsteina. Nærtækust er mér stutt lýsing eftir þann mann, sem af núlifandi mönnum mun vera einna kunnugastur þessum þætti fiskveiðasögu okkar, en það er Matthías Þórðarson, fyrrverandi ritstjóri. Á s.l. sumri er ég var staddur í Danmörku, á norrænni fiskimálaráðstefnu, barst mér þessi lýsing í bréti frá Matthíasi, en hann hafði þá haft fregnir af því, að ég átti á þessan ráðstefnu að flytja fyrirlestur urn ráðstefnuna í Genf og fisk- veiðarnar. 1 umræðum, sem urðu að fyrirlestrinum loknum, leyfði ég mér að lesa þessa lýsingu Matthíasar og það fór ekki framhjá mér, að einmitt þessi lýsing hatði mikil áhrif á þá, sem á hlýddu. Þeim varð í einu vetfangi ljóst, af hinni stuttu en glöggu lýsingu mannsins, sem sjálfur hafði lifað atburði þessa fjarlæga tímabils, hvílíkt vandamál var hér á ferðinni. Lýsing Matthíasar er á bessa leið: „Ég minnist þess þegar ég fyrir 60 árum starfaði sem leiðsögumaður og túlkur á danska eftirlitsskipinu, sem þá var, beitiskipinu Heklu. Dag eftir dag og viku eftir viku var ég vitni að því hvernig stórir flotar erlendra togara, aðallega brezkra, stunduðu veiðar inni í Faxaflóa, bæði norðantil og sunnantil, um þrjár sjómílur frá Akranesi og Keflavík og um hálfrar klukkustundar sigl- ingu frá Reykjavík. Aflinn var feikilegur, aðallega skarkoli, en áður hafði aldrei verið stunduð veiði fyrir skarkola á þessurn slóðum. Aðeins það bezta af skarkolanum var hirt, en þeirn stærsta og þeim smæsta var varpað fyrir borð aftur og svo var einnig urn allar aðrar verðminni fisktegundir. Um allan sjó flaut dauður fiskur, sem varpað hafði verið fyrir borð. Þannig gekk það til í nokkur ár. En þá fóru togararnir að hirða allan aflann og á um það bil einurn áratug tókst hinum erlendu togurum því sem næst að tæma Faxaflóa af skarkola. Frá þessu tímabili minnist ég einnig gæzlunnar við Reykjanes og undan suðurströndinni. einkum á vetrar- og vorvertíðunum. Ekki geklc á öðru en stöðugum kvörtunum um, að erlendir togarar stunduðu veiðar upp í land- steina og eyðilögðu veiðarfæri heimamanna, sem voru lína og net. Oft kom það fyrir, að íslenzkir fiskimenn misstu þannig allt vertíðarúthald sitt og stæðu slippir eftir“. Þannig var lýsing Matthíasar á ástandinu þá. Enda þótt iullveldi væri fengið árið 1918 var enn í gildi landhelgis- samningurinn við Breta. Nokkru síðar var gcrð tilraun til þess að finna lausn á landhelgismálunum almennt, á alþjóðlegum grundvelli, með ráðstefnu Þjóðabandalagsins, sem haldin var í Haag árið 1930. Fulltrúi Islands á þeirri ráðstefnu var Sveinn Björnsson, síðar forseti Islands. Mildar tilraunir voru þar gerðar af hálfu þeirra þjóða, sem voru fylgjandi þriggja mílna reglunni, til þess að fá almennt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.