Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 70

Andvari - 01.06.1959, Page 70
68 DAVÍÐ ÓLAFSSON ANDVARX styrjöldinni og nú voru það aðallega hinar fyrri nýlendur Evrópuþjóðanna, sem sjálfstæði lilutu. Á ráðstefnu Þjóðabandalagsins í Haag árið 1930 áttu 40 ríki íulltrúa. Voru þetta öll þau ríki innan Þjóðabandalagsins, sem hags- muna áttu að gæta í sambandi við ákvörðun landhelgi, annaðhvort vegna siglinga eða fiskveiða, eða hvorutveggja. Þær þjóðir sem ekki áttu land að sjó létu sér þetta mál þá litlu skipta. Tuttugu og átta árum síðar, þegar Sameinuðu þjóðirnar kölluðu saman ráðstefnu í Genf til að fjalla um hin sömu vandamál, eru þátttökuríkin orðin 86 að tölu. Af þessum 86 ríkjum voru hvorki meira né rninna en 27 ný ríki eða með öðrum orðum ríki, sem öðlazt höfðu sjálfstæði á þessu tímabili og nær öll urn eða upp úr styrjöldinni síðustu. Og með hverju árinu sem líður verða til ný sjálfstæð ríki, sem láta til sín heyra á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða. Þessi þróun hefir leitt til nýrra viðhorfa í alþjóðamálum og þá ekki hvað sízt í landhelgismálunum. Þegar þessi nýju ríki, sem langflest eiga hagsmuna að gæta i sambandi við fiskveiðar, koma fram á sjónarsviðið verður fyrir þeim heimur, senr virðist í flestu því, er varðar samskipti þjóðanna, vera fullskapaður. Meðal annars cr þeim sagt, að alþjóðalög kveði svo á, að landhelgi skuli vera 3 mílur og að engar breytingar megi þar á gera nerna með samningum milli ríkja, sem þýðir raunverulega hið sanra og engar breytingar verði gerðar. Það má telja nær óhugsandi, að slíkir samningar, sem tækju tillit til hagsmuna strand- ríkisins, gætu tekizt við alla þá, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, vegna siglinga og fiskveiða, einkum vegna þess, að því er ávallt haldið fram af þeim, sem vilja viðhalda þessu fyrirkomulagi, að slíkir samningar um útfærzlu landhelgi á einum stað, hversu fjarlægur og þýðingarlítill, sem sá staður annars er, muni leiða til þess, að í kjölfarið komi kröfur um breytingar á öðrum stöðum, ef til vill miklu þýðingarmeiri. Þetta kerfi átti að tryggja það, að engar breytingar til stækkunar landhelginnar yrðu gerðar. Það hefir komið sífellt greinilegar í ljós á undanförnum árum, að fjölmörg hinna nýju ríkja hafa talið þetta fyrirkomulag algerlega óviðunandi, þar sem það gengi hrein- lega i berhögg við lílshagsmuni þeirra. Raddirnar hafa orðið sífellt háværari, senr hafa haldið því fram, að víðátta landhelginnar skyldi ákveðin fyrst og fremst með hagsmuni strandríkisins fyrir augum, en ekki með tilliti til ein- hverra, oft ímyndaðra hagsmuna fjarlægra ríkja. Þessi aðstaða hinna fjöl- mörgu nýju ríkja hefir og leitt til þess, að þau hafa oltast haft samstöðu á alþjóðaráðstefnum um þessi mál. Er almennt álitið, að afstaða íslands hafi ráðið miklu um þá þróun, sem átt hefir sér stað í þessu efni. En það eru fleiri þjóðir, sem ekki hafa viljað una gömlum kreddu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.