Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 80

Andvari - 01.06.1959, Side 80
78 IIANNES PÉTURSSON ANDVAllI kvæðin sjálf en útgáfu þeirra næsta sprettinn. Til vitnis tek ég eitt stytzta kvæði bókarinnar, þar sem hann reisir sér ekki hurðarás um öxl. Ljóðið heitir Mynd: Bringuhvítir fuglar, sem fljúga út með sjónum, og framundan er nótt. Blómin eru að fölna og barnsins gleði að dvína, og blærinn andar hljótt. Lítill sjómannskofi með hvíta múrsteinsveggi, sem kalkið hrynur af. Gamall fiskimaður, sem gömlum háti rennir á grátt og úfið haf. Dagur Sigurðarson: Hlutabréf í sólar- laginu (Helgafell). Þetta er fyrsta bók Dags, sem mun vera tæplega tvítugur að aldri. Bókin sker sig nokkuð úr öðrum ljóðabókum ársins vegna djarflegra orðfæris en menn eiga að venjast í prentuðum ljóðabókum, þótt margt hafi nú verið ort berorðara á ást- kæra, ylhýra málinu. Hægt er að segja bæði kost og löst á þessari frumsmíð Dags, eins og öllum öðrum ljóðabókum, gömlum og nýjum. Galla hennar tel ég einkum þann, að of lítið liggur falið milli ljóðlínanna víð- ast bvar. Stafar þetta af því, að skáldið lætur allt flakka, sem í hugann kemur, en það er andstætt góðri Ijóðlist. Við þetta verða ljóðin bressilegt tal, bera vott um óstýrilæti, scm að vísu er skemmtilegt í aðra röndina. Frumleiki ljóðanna er því sjaldan fólginn í skáldlegri skynjun yrkisefna (þó t. d.: Tilvera; Ilöfuð- skepnurnar), heldur þeirri dirfsku að taka munninn fullan. Það sem bókin tapar við þetta að dýpt, vinnur hún að nokkru leyti upp á þeim frískleika, sem yfir henni hvílir, hinni æskudjörfu bíræfni. Dagur virðist hafa fulla einurð á að segja það, sem honum býr í brjósti og takizt honum að beizla þennan eiginleika sinn í ljóð- um, sem eru innviðameiri en þessi og hafa minni yfirbyggingu, þá skal ég verða fyrstur manna til að þakka fyrir mig. Sýnishorn úr bók Dags: Ást mín: Ást mín er eilíf. Ég elska okkur öll, ckki einúngis ylckur cða þig, ekki einúngis mig. Ást mín er hégómleg. Hún slítur upp blóm, stjúpmæður og morgunfrúr, stíngur þeim í hnappagöt, nýtur ilms þeirra er þau visna. Ást mín cr grimm. Erlend nútímaljóð. Einar Bragi og Jón Óskar völdu ljóðin (Heimskringla). Formáli er fyrir þessari bók eftir þá, sem völdu kvæðin. Idefst hann með svo- felldum orðum: „í safni þessu eru átta- tíu ljóð eftir fjörutíu og þrjú skáld af sautján þjóðernum". Ég er nú svo aldeilis hlessa. 1 bókinni eru nefnilega sjötíu og níu Ijóð eftir fjörutíu og fjögur skáld af átján þjóðernum. Næsta setning hljóðar svo: „Tólf skáldanna eru fædd fyrir alda- mót.“ Þetta er rangt. Þrettán eru fædd fyrir aldamót. Þar næsta setning for- málans er á þessa leið: „Hin elztu standa á sjötugu." Þetta cr rangt. Elzta skáldið cr á níræðisaldri, og aðeins eitt skáld stendur á sjötugu, en ekki „hin elztu“. I bókarlok fylgir höfundatal, samið af Einari Braga, og segir hann í greinar- gcrð: „hef ég stuðzt við bækur og tírna- rit, erlend og innlend." Ekki licfði skáld- inu veitt af einni bók til viðbótar, því þess er að engu getið, bvenær átta af höf- undunum eru fæddir, og er það kynlegt, þar sem þeirra á meðal eru norðurlanda- skáld, en einnig heimsfrægir menn eins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.