Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 112

Andvari - 01.06.1959, Page 112
110 GiiORG BRÖNDSTED ANDVARI Oftast nær eru áaheiti ævaforn kelt- nesk nöfn, en þau hafa sem sé orðið að víkja í þessum fjórum tilvikum. Keltnesk byggðaheiti eru ekki algeng, en bæjarnafnið Walton, sem kemur fyrir ósjaldan víðs vegar um England, bendir til keltneskrar byggðar. Orðið merkir annarra tún, og þar höfðust við hinar dreifðu leifar sigruðu þjóðarinnar. N. R. skiptist í 13. Wapentakes. 1 DB er getið um, að í Bulmer (ba:ma), frjó- sömu héraði með York dalinn, rétt fyrir norðan Jórvík, séu 45 óðalssetur (manors), sem heita enskum nöfnum, á móti 30 norrænum, og af þessum 45 eru 28 nöfn, sem enda á -tun; í Derwentdalnum getur DB um fleiri anglísk nöfn en norræn (mörg enda á -ing), í Whitby Strand eru mjög fá (anglísk): 1 á móti hverjum 2 norrænum, og eitthvað svipuð eru hlut- föllin í héruðunum meðfram norður- ströndinni, Langbargh East og West. í Yorkdalnum eru hlutföllin því sem næst jöfn. 1 N. R. eru rúmlega 150 nöfn með endingunni -by og meira en 100 manna- nöfn með dönsku svipmóti. Ensk-dönsk mállýzka hefur þróazt þarna, og gætir áhrifa frá báðum málum í nafngiftum: t. d. Rawcliffe, þar sem rauðr hefur komið í stað fe. read: rauður; norskir krossar á grafreitum í Skelton og Thorna- by við ána Tees sýna hin venjulegu írsku áhrif. Danby við ána Ure í austurhluta Hang West Wapcntakc og Danby Wiske í suðurhluta Gillmg East Wapentakc mynda vesturtakmörk dansks landnáms og samsvara Normanby í austurhlutan- um. Norðmannabýr bendir ekki endilega til þess, að Norðmenn hafi byggt héraðið. í Richmondshire gætti mjög norskra áhrifa. Idalikeld Wapentake eru austur- takmörk norska landnámsins. Danir sett- ust aðallega að í frjósömum daladrögum (þar sem Englar bjuggu fyrir): meðfram Derwent, Rye og Ouse, við Urefljót neðanvert og í Birdforth Wapentake. Arið 1922 benti prófessor Mawer, hinn þekkti örnefnafræðingur og útgefandi bókarinnar English Place-Names, mér á það, að Pickering Lythe og borgin Picfee- ring væru tilvaldar bækistöðvar fyrir mállýzkurannsóknir. Fyrir norðan og norðaustan þessa litlu borg eru víðáttu- miklar heiðar, vaxnar hnéháu lyngi, og ná þær yfir mikil hæðadrög, þar sem smávaxið, krímótt fjallafé hefur troðið langa, mjóa götuslóða. Skútarnir í hinum ferhyrndu steinhleðslum, þar sem féð leitar stundum skjóls, heita smootholes (á dönsku smuthul). í þessum afskekktu héruðum mátti réttilega vænta þess að finna margar menjar í málinu um löngu liðna en afdrifaríka víkingatíma. „My forelders came out of Durham", sagði gamall Yorkshirebóndi við mig. Ég mætti honum á þjóðveginum milli Pickering og Whitby, einmitt þegar ég kom ofan af heiðum eftir margra klukku- tíma göngu. „Forfeður mínir eru ættaðir frá Durham“. Fn. foreldri hafði þessa merkingu, sem nú hefur takmarkazt við næstu kynslóð á undan. Annar stendur með orfið sitt við vegarbrúnina, þetta er önnur gerð en sú, sem tíðkast í Dan- mörku, og orfið nær honum upp fyrir höfuð. Sjáið þér, hérna eru hælarnir, þá köllum við lee nibs — á dönsku lenæb. Einkennilegt er það, að annars staðar á Englandi heitir Ijár scythe og hælarnir handlc — og forfeður ancestors. Þriðji maðurinn, afgamall, baðar öllum öngum og patar út í bláinn með stafnum sín- um. Skýið fyrir ofan er eins og skip að lögun, og með hliðsjón af því spáir hann um veðurhorfur. Allt í einu fer hann að segja frá höggormum, en bit þeirra á að lækna með blue milk — hann notar orðið viper af tillitssemi við aðkomumanninn, sem hann telur Lund-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.