Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 14
14 16. nóvember 2009 MÁNUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Á mörkum háls og bringu, rétt ofan við bringubeinið, er lítil dæld sem nefnist hóst. Þar undir er hóstarkirtill, sem gegnir stóru hlutverki í ónæmiskerfi líkam- ans í barnæsku og á unglingsár- um. Samkvæmt Vísindavefnum er hóstarkirtillinn reyndar ekki kirt- ill, heldur „bleikgráleitt, tvíblaða líffæri úr eitil- og þekjuvef“, svo því sé nú haldið til haga. Meðal alvöru kirtla eru hins vegar innkirtlar, svo sem heila- dingull, skjaldkirtill og kyn- kirtlarnir, eistu og eggjastokk- ar, auk útkirtla á borð við bris og lifur. Læknavísindin eru nú svo háþró- uð að hægt er að fjarlægja kirtla úr lifandi eða dauðum mönnum, að hluta eða heild, og jafnvel græða í aðra ef því er að skipta. Jóhannes Sakaríason skírari og spámaður mælti árið 29 e. Kr.: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á … “ en þar sem kyrtlarnir sem Jóhannes nefndi voru með ypsíloni átti hann líklega við sanngjarna dreifingu á stuttum kjóllaga karlmannsflíkum en ekki líffærum. - mt Tungutak Kirtlar og kyrtlar Stjórnandi og einleikari er Sigurður Flosason Flutt verður tónlist Sigurðar Flosasonar í útsetningum Daniels Nolgård. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útkomu geisladisksins Dark Thoughs, en hann kom út fyrir skemmstu bæði í Svíþjóð og hér á landi. Á disknum flytja Sigurður og Daniel Nolgård sömu efnisskrá með sænsku Norrbotten stórsveitinni. Í upphafi tónleikanna mun Stórsveit Tónlistarskóla FÍH flytja eitt af lögum Sigurðar undir stjórn Samúels J. Samúelssonar. FÍH salurinn Rauðagerði 27 Mánudag 16. nóv. kl. 20:00 Aðgangur ókeypis STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR spilar tónlist Sigurðar Flosasonar MBL „Jú, auðvitað er þetta hálfgert brjálæði, en ég hef nú svo sem verið þekktur fyrir að vera brjál- aður hingað til,“ segir Herleif- ur Haraldsson. Hann opnaði nýjan stað, ásamt eiginkonu sinni Nönnu Snorradóttur, á Hverfisgöt- unni. Þangað geta menningar- og ölþyrstir gestir leitað. Staðurinn hefur hlotið nafnið 46 - bar gallerí og stendur við Hverf- isgötu, númer 46 eins og nafnið gefur til kynna. Þar var áður til húsa billjarðstofa og hafa balls- kákarþyrstir miðbæjarbúar þurft að leita út fyrir miðbæinn síðan sá staður lokaði; nokkuð sem alvöru miðbæjarrottum þykir goðgá. En Herleifur og Nanna hafa nú bætt úr því. „Við erum með pool-borð á staðnum og bjóðum upp á aðstöðu fyrir skák og bridds. Við þjónum því flestum menningarleikjunum, eins og við köllum það. Við höfum staðið í miklum framkvæmdum og vildum gera staðinn hugguleg- an og þægilegan. Það er ekki létt verk þar sem hann er svo stór, en ég held að okkur hafi tekist nokk- uð vel upp,“ segir Herleifur. Staðurinn var opnaður með pompi og prakt laugardaginn 31. október. Um leið opnaði myndlist- armaðurinn Ómar Stefánsson mál- verkasýningu og hangir hún enn uppi. Herleifur segir framhald verða á því, ætlunin sé að önnur taki við og þannig koll af kolli. Alltaf hangi sýning uppi við. „Þegar ég sest niður á stað vil ég geta notið þess að vera þar inni. Hér geta menn sest niður með drykk og virt fyrir sér fallegar myndir á veggjunum. Það er mjög góður andi hérna inni, allt nýtt en huggulegt og notalegt um leið.“ Svið er á staðnum og hægt að halda þar fjölmenna tónleika. Nú þegar hafa Andrea Gylfadóttir og Eddi Lár stigið á svið við góðar undirtektir. Með staðnum bæt- ist því við tónleikastaðina í borg- inni. Sé ballskák, bridds, skák, mynd- list og tónlist ekki nóg; þá geta þeir allra menningarþyrstustu sest niður og notið þess að horfa á fótbolta af stórum skjá. Svo er líka alltaf hægt að fá sér bara einn drykk og láta menninguna eiga sig. kolbeinn@frettabladid.is Menning í öllum sínum myndum Menningunni er sinnt af ákefð á nýjum stað í miðborg Reykjavíkur en þar má finna málverk og músík í bland við ballskák, bridds og hefðbunda skák. Þá er boltinn á skjánum og kaldur í krananum í nýju og huggulegu umhverfi. STOLTUR EIGANDI Herleifur og Nanna gerbreyttu húsnæðinu við Hverfisgötu 46 og hafa nú opnað glæsilegan stað sem sinnir öllum kimum menningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er bara mín leið til að leggja hönd á plóg í þessu ástandi og reyna að láta gott af mér leiða,“ segir Jóhann Smári Karlsson ljósmyndari, sem stendur fyrir ljósmyndasýningu til styrktar Mæðra- styrksnefnd í Tjarnarsal Ráðhússins 21. nóvember til 6. desember. Jóhann fékk til liðs við sig fjörutíu ljósmyndara og hver og einn gefur eina mynd á sýninguna. Fólki gefst færi á að bjóða í myndirnar og verður lægsta boð tíu þúsund krónur. Jóhann Smári segist reikna með að meðalverð á myndum verði á bilinu 20 til 60 þúsund krónur. „Ég er að minnsta kosti bjartsýnn á að okkur eigi eftir að ganga vel. Ég finn þegar fyrir miklum áhuga hjá fólki og vona að okkur takist að safna smá aur fyrir skjólstæðinga Mæðrastyrks- nefndar. Ekki veitir af fyrir jólin.“ Ljósmyndararnir á sýningunni tengjast allir í gegnum Flickr-ljósmyndavefinn. Að sögn Jóhanns voru allir boðnir og búnir til að taka þátt þegar hann bar hugmyndina undir þá. „Hver og einn fékk frjálsar hendur í efnistökum og útkoman er frábær. Ég held ég geti lofað ákaflega fjölbreyttri sýningu.“ Sýningin verður auglýst nánar þegar nær dregur, meðal annars á Facebook-samskiptavefnum. Sýn- ingin opnar sem fyrr segir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, næstkomandi laugardag klukkan 14. -bs Fjörutíu ljósmyndarar gefa myndir á ljósmyndasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur: Ágóðinn til Mæðrastyrksnefndar ■ Elsta dæmið um skattheimtu sem vitað er um er frá Egypta- landi til forna, um 3.000 til 2.800 fyrir Krist. Annað hvert ár fóru fulltrúar Faraós um ríkið og innheimtu skattinn. Biblían segir einnig frá skattheimtu, til að mynda því að Faraó hafi tekið fimmtung af kornuppskeru. Í Evr- ópu var skattheimta undirstaða veldis konunga og fursta á mið- öldum, gegn vernd þegnanna. Á Íslandi voru sett lög um tíund árið 1096 eða 1097. Þau lög voru samþykkt samhljóða hér, en höfðu valdið deilum í öðrum löndum. Síðan hafa Íslendingar greitt skatta í ein- hverju formi. SKATTAR ÆVAGÖMUL GJÖLD JÓHANN SMÁRI Ljósmyndararnir sem taka þátt í sýningunni fengu frjálsar hendur og segir Jóhann útkomuna vera afar fjölbreytta og skemmtilega. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eitt bros getur dimmu … „Hvernig væri að brosa þegar góðar fréttir koma?“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA VILL AÐ FÓLK GLEÐJIST MEIRA Í ÞINGSALNUM. Á Alþingi, 13. nóvember. Hvaða mann þá? „Þetta er lítið skref fyrir einn mann en stórt fyrir alla Íslendinga.“ ALÞINGISMAÐURINN ÞÓR SAARI ER ÁNÆGÐUR MEÐ ÁKVÖRÐUN SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA AÐ SELJA VIÐBÓTARKVÓTA Á SKÖTUSEL. Á Alþingi, 13. nóvember. „Ég vinn sem leiðbeinandi í Fjölsmiðjunni í Kópavogi sem er verkþjálfunar- og fram- leiðslusetur fyrir ungt fólk, á aldrinum sextán til 24 ára. Þar hef ég leiðbeint krökkunum í vinnu, meðal annars á tré- smíðaverkstæðinu en líka við önnur störf þar en við erum meðal annars með hand- verksdeild, rafmagnsdeild, hönnun og eldhús á staðnum,“ segir Guðmund- ur Hrafnkelsson, fyrrverandi lands- liðmarkvörður Íslands í handbolta, sem enn er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins en hann lék 406 landsleiki á ferlinum. „Ég er svo sem ekki alveg búinn að segja skilið við handboltann, Ég er aðstoðarþjálfari meistaraflokks Víkings og sé einnig um mar- kvarðaþjálfun eldri og yngri leikmanna í Víkingi,“ bætir Guðmundur við en þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar innan vébanda Víkings. „Ég var upphaflega í Fylki, þá í Breiðablik, en lengst var ég í Val. En það er ágætt að prófa eitthvað nýtt,“ segir Guðmundur sem lætur vel af vistinni í Fossvoginum. Guðmundur fæst við fleira en kennslu og þjálfun. „Ég hef verið í kvöldnámi í húsasmíði í Iðnskólan- um og stefni á að taka sveinsprófið í desember. Þannig að það má segja að það sé nóg að gera og unnið flest kvöld.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐMUNDUR HRAFNKELSSON FV. LANDSLIÐSMARKVÖRÐUR Stefnir á sveinspróf í smíði í desember

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.