Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 18
Andrea Róberts situr sjaldan með hendur í skauti. Undan- farnar vikur hefur hún hlaupið á eftir kraftmiklum konum og reynt að næla í dálítið af kven- orku þeirra. „Það er svo mikið af frábærum konum hér á Íslandi. Kjarkur þeirra, hæfileikar, þor og dugn- aður er þannig að eftir er tekið um heim allan. Það gustar af kyn- systrum mínum orkan og hana hef ég fangað og tappað á tób- akshorn,“ segir Andrea en hún er með B.A. í félags- og kynjafræði og M.S. í mannauðsstjórnun. „Þessi gjörningur er mitt fram- lag til alþjóðlegrar athafnaviku sem er í þessari viku en morgun- dagurinn er sérstaklega helgaður viðburðum athafnakvenna.“ En hvers vegna urðu tóbaks- horn fyrir valinu? „Mér finnst þau mynda svo skemmtilega andstæðu við kvenorkuna. Karl- ar hafa helst notað tóbakshorn og þau eru vísun í þann karllæga heim sem við lifum og öndum í.“ Andrea segir að leitin að kvenork- unni hafi ekki verið erfið en fyr- irmyndirnar eru margar. „Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, kemur alltaf upp í huga mér þegar rætt er um magnaða konu, eins Björk Guðmundsdótt- ir söngkona, Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Stígamóta og Svava Johansen verslunarkona en ann- ars get ég nefnt margar aðrar.“ Tóbakshornin verða stútfull af einstakri kvenorku og seld í nýrri verslun Eymundsson á Skólavörðustíg 11 á morgun eftir hádegi. Allur ágóðinn rennur í innkaup fyrir iðjuþjálfun heim- ilismanna á Hrafnistu Hafnar- firði, Reykjavík og Grund. „Afi minn heitinn var á Hrafnistu og hannaði og málaði hluti handa mér sem mér þykir afar vænt um. Það er alltaf verið að plokka af þessu fólki sem byggði þetta land og reglulegur nið-urskurð- ur. Í hverri ein- ustu hrukku á þessu fólki leynist sagan. Ég vil leggja mitt af mörk- um til að gera heimilismönn- um glaðan dag. Fólk sem kaupir tóbakshorn á morg- un hjálpar mér við það,“ segir Andr- ea. DÝRALEIKFÖNG má auðveldlega búa til heima. Ungbarna- sokkur er fylltur af filti sem úðað hefur verið með svokallaðri catnip-lykt en það má fá í dýrabúðum. Saumað er fyrir opið og band fest við sokkinn svo úr verður skemmtilegt leikfang. „Síðasta haust þegar þetta „ástand“ brast á fór ég að spá í að við hefðum það kannski ekki jafn skítt og margir töldu. Því langaði mig að gera eitthvað til að peppa fólk upp,“ segir Auður Ögn Árna- dóttir stílisti, sem bjó í framhald- inu til ansi skemmtilega púða. Á þá prentaði hún orð sem minntu á hluti sem kosta lítið eða ekkert en gefa lífinu gildi. „Þetta eru orð eins og vinátta, hláturskast, dag- draumar, norðurljós, kjötsúpa, sakleysi og bros,“ segir hún. Á annarri gerð púða eru fimmtíu orð sem kosin voru fallegustu íslensku orðin fyrir um tveimur árum. Á honum eru orð eins og ljósmóðir, dalalæða, mjöll, kær- leikur, undur og þel. „Þessi púði á að minna okkur á það að sama hversu margir framvirkir gjald- eyrissamningar verða gerðir verður íslenskan aldrei tekin af okkur.“ Enn ein gerð af púðum er með lýsingarorð- um úr verkum Jónas- ar Hallgrímssonar og á enn einum persónur úr bókum Halldórs Lax- ness. Í allt eru púðagerð- irnar fimm en Auður Ögn hefur einnig tekið að sér sérpantanir. Þá getur fólk sjálft valið orðin á púðana og hafa þeir verið vinsælir í gjafir. Auður Ögn heldur úti vefsíð- unni tilefni.is en hefur fært sig í auknum mæli yfir á Facebook. „Púðarnir hafa selst vel í gegn- um Netið,“ segir hún og upp- lýsir að annars fáist pepp- púðarnir í Listasafni Íslands, á Þjóðminjasafninu og í Sirku á Akureyri. solveig@frettabladid.is Prentar pepp á púða Auður Ögn Árnadóttir stílisti hannar púða með orðalistum sem eiga að minna Íslendinga á hið jákvæða í lífinu. Þar koma fram orð eins og norðurljós, sakleysi, bros, dalalæða, kærleikur, undur og mjöll. Pepp-púðar Auðar Agnar. Tappar kvenorku á tóbakshorn Auður Ögn vildi hressa anda Íslendinga og minna þá á það góða í lífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kökuform finnast víðar en í eldhús- inu. Sweet Cake er risavax- ið múffuform sem finna má á vefsíðunni www. design3000.de. Það má nota bæði inni og úti, sem bala, sandkassa, blómapott eða jafnvel sem bæli fyrir gælu- dýr. Möguleikarnir eru enda- lausir og hvaða hlutverki sem formið mun gegna er ljóst að það mun vekja athygli og gleði. Fjölnota kökuform RISAVAXNA KÖKUFORMIÐ FRÁ VEFVERSLUNINNI DESIGN3000 MÁ NOTA Á FJÖLMARGA VEGU. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 16. nóvember Miðvikudagur 18. nóvember Fimmtudagur 19. nóvember Lærðu að halda ódýrari hátíðarveislu - Kennarar frá Hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi verða með alhliða sýningu og kennslu um veisluhald sem ekki tæmir budduna. Komdu og smakkaðu á ljúffengnum réttum. Tími: 13.30-17.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri! Tími: 13.00 -14.00. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 13.30 -17.00. Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -16.30. Uppeldi sem virkar - Fastar venjur og reglur - Annar hluti af fjórum sjálfstæðum fyrirlestrum. Tmi: 12.30-13.30. Hvað felst í því að vera Íslendingur? - Opnar um- ræður. Tími: 14.00-15.00. Föndur, skrapp-myndaalbúm og jólakort - Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12.00-14.00. Saumasmiðjan - Gerðu nýjar flíkur á barnið úr gömlu fötunum þínum. Komdu með saumavél ef þú getur. Tími: 13.00-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Endurlífgun - Verklegt námskeið. Tími: 12.30-14.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri! Tími: 12.30 -13.30. Bingó – Veglegir vinningar. Tími: 13.30-15.00. Íslenskuspilið – Viltu læra meiri íslensku? Komdu og spilaðu með! Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 20. nóvember Er menntasmiðja eitthvað fyrir þig? - Kynning á menntasmiðju sem kost fyrir fólk sem stendur á kross- götum í lífinu. Tími: 12.00-15.00. Markþjálfun fyrir atvinnuleitendur - Einkatímar hjá Vildísi Guðmundsdóttir markþjálfa. Skráning nauð- synleg. Tími: 12.00-14.00. Facebook fyrir byrjendur - Tími: 12.00-14.00. Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00. Origami. Japanskt handverk á blaðsneið - Sýnt verður hvernig Origami er búið til og gestum leiðbeint við að njóta þessa framandi listaverks. Kennt á ensku. Tími: 15.00-17.00. Skákklúbbur - Komdu og tefldu! Tími: 15.30-17.00. Allir velkomnir! Áhugasviðsgreining - Taktu áhugasviðskönnun og fáðu einkaráðgjöf í framhaldinu. Tími: 13.00-15.00. Skokkhópur - Nýtt! Tími: 13.30-15.30. Tölvuaðstoð - Fyrir alla. Tími: 13.30-15.30. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Dóttir beina- græðarans eftir Amy Tan. Tími: 14.00-15.00. Að takast á við frestunaráráttu - Ætlar þú að gera þetta seinna? Fresta hlutunum? Hættu því með aðstoð Ingrid frá Þekkingarmiðlun! Tími: 14.00-15.00. Hættu fyrir lífið - Er erfitt að hætta að reykja? Fáðu að- stoð við að undirbúa áramótaheitið. Tími: 15.30-16.30. Markúsarguðspjall - Hefur þig alltaf langað til að lesa Biblíuna en aldrei byrjað? Tími: 15.30-16.30. Þriðjudagur 17. nóvember Rauðakrosshúsið Markþjálfun fyrir atvinnuleitendur - Einkatímar. Skráning nauðsynleg. Tími: 12.00-14.00. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Tími: 15.00-16.30. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.