Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 16. nóvember 2009 Jólaosturinn 2009 Havartiættaður með lauk og papriku. Höfðingi Bragðmildur hvítmygluostur sem hefur slegið í gegn. Jóla-Brie Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. Jóla-Yrja Bragðmild og góð eins og hún kemur fyrir eða í matargerð. Camembert Einn og sér, á osta- bakkann og í matargerð. Stóri-Dímon Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. Gullostur Bragðmikill hvítmygluostur, glæsilegur á veisluborðið. Jólaostakaka með skógarberjafyllingu Kætir bragðlaukana svo um munar. Gráðaostur Tilvalinn til matargerðar. Góður einn og sér. Engin jól án þeirra! Þegar íslensku ostarnir eru bornir fram, einir sér, á ostabakka eða til að kóróna matargerðina Dala-Yrja Sígildur veisluostur sem fer vel á ostabakka. Blár kastali Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. Hátíðarostur Mjúkur og bragðgóður brauðostur. Rjómaostur Á kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA ms.is www.facebook.com/graenaljosid FRUMSÝND 6. NÓVEMBER FÓTBOLTI Frakkar standa best að vígi af þeim átta þjóðum í Evr- ópu sem berjast um síðustu fjóra farseðlana á HM í Suður-Afríku á næsta ári. Frakkar unnu gríðarlega mikil- vægan útisigur á Írum, 0-1. Það var Nicolas Anelka sem skoraði eina mark leiksins, skot hans fyrir utan teig fór af varnarmanni og í netið. Talsverð lukka en lukkan yfirgaf Írana algjörlega en þeim var fyrirmunað að skora. Fengu þeir þó dauðafærin til þess en klaufaskapur við mark Frakkana varð þess valdandi að þeir þurfa að klífa ansi háa brekku í Frakklandi á miðvikudag. „Við erum frekar vonsviknir því mér fannst að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða úr þessum leik,“ sagði hinn ítalski þjálfari Íra, Giovanni Trapattoni. „Við vissum vel hversu sterkt franska liðið er en við höfum okkar styrkleika, okkar aga og okkar hugarfar sem við sýndum vel í fyrri hálfleik. Það var leiðin- legt að fá svona ódýrt mark á sig og eftir það misstum við trúna á sjálfa okkur. Við rönkuðum þó við okkur í lokin og hefðum getað skorað rétt fyrir leikslok,“ sagði Trapattoni sem hefur ekki gefist upp. „Það er bara búinn fyrri hálf- leikur í þessu einvígi. Síðari hálf- leikurinn er eftir í París. Kannski snýst dæmið við þar og við skorum heppnismark. Hver veit?“. Þó svo Frakkar hafi unnið sneri umræðan um Frakka enn eina ferðina að einhverju neikvæðu. Franskir fjölmiðlar héldu því fram að Thierry Henry hefði lent í hávaðarifrildi við Raymond Dom- enech þjálfara þar sem Henry var ósáttur við að hann skildi ekki velja Patrick Vieira í landsliðið. „Ég tala við Henry fyrir hvern leik enda er hann fyrirliði liðs- ins. Að þessu sinni kom eitthvað jákvætt út úr viðræðum okkar,“ sagði Domenech dulur en margir telja það óskiljanlegt að hann skuli enn stýra franska landsliðinu. Portúgal á erfitt verkefni fyrir höndum eftir að hafa aðeins lagt Bosníu að velli, 1-0, á heimavelli. Portúgalar voru í raun stálheppnir að vinna leikinn því Bosníumenn- irnir skutu í þrígang í markstangir heimamanna. „Miðað við hversu nálægt þeir voru að skora má segja að við höfum verið heppnir,“ sagði Queir- os, þjálfari Portúgals. - hbg Enn spenna í HM-umspilinu eftir fyrri leikina sem fram fóru um helgina: Frakkar í bílstjórasætinu gegn Írum þökk sé Nicolas Anelka STERKUR Nicolas Anelka reynir hér skot að marki en Damien Duff er til varnar. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.