Vikan


Vikan - 21.10.1993, Síða 28

Vikan - 21.10.1993, Síða 28
rtOUKD glæsileg stúlka, verðugur full- trúi íslands í keppninni. Það hefur ekki borið mikið á Unni í fegurðarsamkeppnum hér heima svo mér lék forvitni á að vita hvernig það kom til að hún tók þátt í þessari alheims- fegurðarsamkeppni. „Ég hef starfað hjá Módel- samtökunum í fjögur ár og í gegnum sýningarstörfin kynntist ég meðal annars Henný Hermannsdóttur sem er umboðsmaður keppninar á íslandi. Síðastliðið vor bauð hún mér að taka þátt í þessari keppni og ég þáði það. Þar sem ég fór út á eigin vegum en ekki sem fulltrúi frá einhverjum samtökum sá ég alveg sjálf um að undirbúa ug því Henný Hermannsdóttir sigraði í þessari keppni hér um árið og í fyrra var Heiðrún Anna Björnsdóttir krýnd Miss World University eða ungfrú heimur háskólanna. Að þessu sinni beindist at- hyglin að Unni Gunnarsdóttur. Hún er hávaxin, Ijóshærð og Ungfrú Evrópa. Ekki slæmur titill það. Þann 15. september hlaut ung, íslensk stúlka þann titil í keppninni Miss World Uni- versity sem haldin var í Kóreu. Þessi keppni, sem haldin er í Asíu ár hvert, er íslendingum reyndar ekki með öllu ókunn- mig fyrir keppnina. Ég fékk mjög lítinn fyrirvara og því var öll fjölskyldan sett af stað til að fá lánaðan fatnað, skart- gripi og annað sem til þurfti. Það tókst að lokum að útvega þetta allt saman í tæka tíð, þar á meðal íslenskan skaut- búning sem ég fékk frá langömmu minni. Þar sem tíminn var svo naumur fór ég hvorki í líkamsrækt né Ijós fyrir keppnina. Það gafst hreinlega ekki tími til þess.“ Unnur var nýkomin úr þriggja vikna fríi á Korfu með kærastanum sínum, Hilmari Jónssyni, þegar Ijóst var að hún tæki þátt í keppninni. „Korfuferðin kostaði auðvit- að sitt og því var ég mjög heppin að Ingólfur Guð- brandsson fékkst til að styrkja mig til fararinnar með því að borga flugfarseðilinn til Kóreu. Farseðillinn var það eina sem keppendur þurftu að útvega sér sjálfir en allt annað, svo sem gisting á fyrsta flokks hóteli, fæði og skoðunarferðir, var þeim að kostnaðarlausu." Keppnin Miss World Uni- versity var að þessu sinni haldin í borginni Taejon og var í raun hluti af heimssýn- ingunni EXPO ‘93 sem stend- ur þar yfir. Vegna heimssýn- ingarinnar var enn meira gert úr keppninni en áður og var henni til að mynda sjónvarpað víða um heim. Þátttakendur voru kynntir rækilega fyrir keppnina og fóru í ýmis viðtöl við fjölmiðla, auk þess sem móttökur ýmiss konar voru fastur liður í dagskránni. „Ég kom til Kóreu viku fyrir keppnina og þá tóku við mjög strangar æfingar fyrir loka- kvöldið. Á milli æfinga fórum við í ýmsar veislur og skoðun- arferðir. Við hittum meðal annars borgarstjórann í Taejon og borðuðum kvöld- verð með lektorum úr háskól- anum. Eitt kvöldið var okkur boðið á mjög fínan kínverskan veitingastað sem er eftirminni- legur fyrir þær sakir að þjón- arnir héldu áfram að hlaða mat á diskana okkar löngu eftir að við vorum orðnar saddar. Við kunnum ekki við annað en að borða matinn sem fyrir okkur var settur. Það endaði með því að helmingur- inn af stelpunum hafði borðað yfir sig og þær urðu veikar.“ Unnur fór ein út til Kóreu og játar að það hafi stundum verið dálítið erfitt. „Ég varð mjög fegin þegar Heiðrún Anna, sem sigraði í keppninni í fyrra, kom út nokkrum dögum á eftir mér til

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.