Vikan


Vikan - 21.10.1993, Page 32

Vikan - 21.10.1993, Page 32
STOÐ2 HALLA SVERRISDOTTIR TOK SAAAAN AUKAHUITVERKUM MMt mMMi ire§: ÍÉ M$Má Ifrumskógi frægðarinnar innan kvikmyndaheimsins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Og það eru OFTAST þeir útvöldu sem við lesum um í slúðurdálkum blaðanna, þeir útvöldu sem fá milljónir á milljónir ofan fyrir hlutverk, þeir útvöldu sem geta hagað sér eins og þeim sýnist og snúið öllum í kringum sig. Það vill hins vegar oft gleymast að þessir fáu útvöldu eru aðeins hluti kvikmyndaiðnaðar- ins. Á bak við tjöldin, eða út við sviðsbrúnina, standa kvik- myndatökumenn, Ijósamenn, hljóðmenn - og aukaleikarar. Sumir eru aukaleikarar allt sitt líf og una vel við sitt án þess að missa svefn um nætur vegna ófullnægðra frægðar- vona. Þetta er fólk sem sinnir sínu starfi eins og hverri annarri vinnu, oft vel, stund- um illa, stundum frábærlega. Þekktur kvikmyndafræðingur hefur líkt verulega góðum aukaleikara við „rúsínurnar í hrísgrjónagrautnum" - og vissulega verður grauturinn heldur bragðlaus án rúsín- anna. Ein þeirra „rúsína" sem hvað helst hefur bragðbætt hrísgrjónagraut bandarískrar kvikmyndaframleiðslu heitir Dean Stockwell. íslendingar ættu að kannast vel við kauða því að upp á síðkastið hefur Stockwell skemmt sjónvarpsá- horfendum sem Al, hinn hólógrafíski aðstoðarmaður Sam í þættinum Quantum Leap eða Tímaferðalag. „Ég kvarta sko ekki,“ segir Stockwell, elskulegur, mjúk- máll maður á fimmtugsaldri. „Ég hef fasta vinnu, ég þarf ekki að vera langdvölum frá konu minni og börnum og ég er að vinna við góðan þátt.“ Eftir áratuga starf í kvikmynd- um og sjónvarpi gerir Stockwell sér engar grillur um frægðarljóma og stjörnusess. „Eg er stoltur af starfsferli mín- um,“ segir hann, „og ég er hæstánægður með að fá vinnu með góðu fólki við góða hluti. Hver þarf svo sem að sjá nafn- ið sitt í blöðunum daglega?" UNDRABARNí TILVISTAR- KREPPU Ferill Stockwell er sannarlega athyglisverður. Hann fæddist inn í fjölskyldu skemmtikrafta og hefur aldrei alveg yfirgefið þann heim. Faglegt uppeldi sitt fékk hann þó fremur hjá MGM-kvik- myndaver- inu en sem heimilið leystist upp þeg- ar Stockwell var aðeins sex ára gamall. Stockwell þótti snemma efnilegur leikari og varð vinsæl táningastjarna hjá MGM á fimmta áratugn- um. Þegar hann var 15 ára hafði hann þegar leikið í 22 bíó- myndum. En hon- um féll ekki þjakandi and- rúmsloftið í uppeldisstöð MGM og þegar hann hafði lokið gagnfræða- skólanámi undir hand- leiðslu versins stakk hann af og lagð- Dean Stockwell feröast um tímann f hverri viku f sjónvarps- þáttunum Quantum Leap. heima við, þar Stockwell segist njóta þess aó vinna meó Scott Bakula sem leikur Sam. „Hann verður ekki látinn birtast í líki hunds, alla vega ekki strax!“ segir hann. 32 VIKAN 21.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.