Vikan


Vikan - 21.10.1993, Side 38

Vikan - 21.10.1993, Side 38
SMÁSAGA STAKKASKIPTI EFTIR ODD SIGURÐSSON H; > Ivernlg í ósköpunum á ég að fara að því að í- huga nokkurn hlut á þessu heimili? hrópaði Arnar upp yfir sig argur. - Litlu krakkarnir grenjandi í einu herbergi, þeir stærri með græjurnar á hæsta í öðru og þú, hann sneri sér að Báru, konu sinni, með sjónvarpið í botni til að yfirgnæfa þetta allt saman. Bára stóð upp og gekk að borðinu til hans. Hann hafði setið þar sveittur á annan klukkutíma við að böggla saman bréfi til skattstjórans. - Af hverju í ósköpunum lætur þú þetta ekki eiga sig. Þú veist það, Arnar minn, að það er ekki á þínu færi að reyna Svona nokkuð er fyrir endur- skoðendur og lögfræðinga, þeir kunna að vinna svona nokkuð. Þú verður að viður- kenna að þú- hefur hvorki menntun né málfar til að rita embættismönnum bréf. Þetta hafnar bara í ruslafötunni hjá þeim eins og endranær. Arnar vissi að konan hans haföi á réttu að standa. Á hverju ári hafði hann tekið fram skriffæri og ritað skatt- stjóranum í von um að fá lækkun á álagningunni, en aldrei fengið nokkra bót í þeim efnum. Það fór samt í taug- arnar á honum að heyra gjammið í Báru. Það var eins og hún gæti ekki hætt að stagl- ast ef hún á annað borð byrj- aði. Hann ýtti borðinu ólund- arlega frá sér. Borð- fæturnir gáfu frá sér ískur og marr líkt og það væri þeim um megn að halda uppi þunnri plötunni. - Hvernig komið. Annars ættir þú að annast þetta. Þú hefur í það minnsta munninn fyrir neðan nefið. - Árinni kennir illur ræðari, muldraði Bára. Arnari var nóg boðið. Þetta var máltæki sem hún notaði oft og fyllti mælinn hjá honum þegar verst gekk. Hann setti á sig skóna og strunsaði út án þess að kveðja. Arnar fór heim til systur sinnar sem bjó ekki ýkja langt frá. Þangað þótti honum gott að koma ef spennan heima fyrir var honum um megn. Hjá henni var öðruvísi hávaði og allt önnur spenna. Kannski var það bara vegna þess að hon- um kom ekkert við það sem á bjátaði þar á bæ. Konurnar í næstu húsum komu gjarnan í heimsókn þangað og létu móöan mása um börn og sjúkdóma. Arnari fannst sem hann þekkti allar þessar konur mjög vel og reyndar mennina þeirra líka þar sem þeim var svo tamt að tala um þá. Þarna var kona endurskoðandans og leigubílstjórans og síðast en ekki síst kona rithöfundarins. Hún talaði mikið um andleg efni eins og endurholdgun, árur og kraftmögnun hluta. Henni var þetta mjög hugleikið þar sem maður hennar hafði það að atvinnu að skrifa um slík efni. Arnari fannst gaman að tala við hana. Hún skaut eiginlega þeirri dulmögnuðu von í brjóst hans að ef til vill kæmi sá dag- ur að hlutirnir færu að snúast honum í hag. - Ég hugsa jafnvel að ég gæti skrifað eitthvað um and- leg efni ef ég bara hefði næði og gott skrifborð til að vinna við, skaut Arnar svona til gam- ans fram og nuddaði hökuna gáfulegur á svip. - Ég gæti gefið þér gamla skrifborðið hans Sigmundar, svaraði kona rithöfundarins að bragði. - Það er hvort sem er bara uppi á háalofti og engum gagns síðan Sigmundur fékk nýja borðið. Það dugði honum mjög vel og við það borð skrifaði hann margar af sínum bestu greinum um kraftmögnun hluta. Það lifnaði yfir Arnari. - Er það virkilega mögu- legt? Gæti ég kannski fengið það núna? Kyndugur svipur kom á konu rithöfundarins, líkt og hún væri að losna við drasl sem búið væri að flækjast fyrir henni lengi. - Þú getur fengið það strax ef þú vilt. Komdu bara með mér og líttu á það fyrst. Arnar var ekki í rónni fyrr en á háaloftinu hjá konu rithöfundarins. - Dásamlegt, alveg hreint dásamlegt. Ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir. Rödd Arnars var full eftirvænting- ar við að sjá gripinn. Borðið var þunglama- legt og gamalt, úr ekta rauðviði og með sex stórum skúffum. Allt var það hið traustlegasta að sjá. Hvað var svo sem hægt að hugsa sér betra en skrifborð sem þekktur rithöf- undur hafði gert sér að góðu á erfiðri göngu sinni til frægðar. Bára varð hissa þegar hún opnaði útidyrnar og sá Arnar á tröppunum með tvo stóra og stæðilega flutningabílstjóra sér til fulltingis.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.