Vikan


Vikan - 21.10.1993, Qupperneq 39

Vikan - 21.10.1993, Qupperneq 39
- Hvað er eiginleg um að vera? spurði hún hálfhvumsa. Ætlar þú kannski aö flytja ( burtu? Andlit Arnars Ijómaði þegar hann benti henni á að líta inn í flutningabílinn. - Hver fjandinn er nú þetta eiginlega? Bára gretti sig. - Ætlar þú virkilega að koma með þetta inn? Það er ekki einu sinni pláss fyrir þennan hlunk. - Hlunk! át Arnar upp eftir henni. Þetta borð átti nú ekki ómerkari maður en hann Sig- mundur rithöfundur og svo kallar þú það bara hlunk. Það skal sko inn, hvað sem það kostar, jafnvel þótt... Hann hugsaði sig andartak um. - Jafnvel þótt við þurfum að henda hjónarúminu til að rýma fyrir því. Bára sá að betra var að láta í minni pokann og halda friðinn. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem drasl líkt þessu hafði viðkomu heima hjá þeim á leið sinni á haugana. Þar myndi þetta blessaða borð ef- laust enda líka. Arnar kom skrifborðinu hag- lega fyrir í forstofunni. Hann vann langt fram á nótt við að pússa það og snurfusa uns hann gat ánægður staðið á- lengdar og dáðst að þessum dýrgrip sínum. Daginn eftir gerði hann sér ferð í bókabúð og keypti alla þá hluti sem gott skrifborð þurfti að skarta i skúffum sínum. Annað var ekki hægt, ef eitthvert flónið færi nú að hnýsast í skúffurnar hans og skoða þessa forláta smíð. Hann varð í það minnsta að láta í það skína að hann væri borðsins veröur. Arnar gekk haglega frá öllu í skúffurnar og settist við borð- ið. Um hann hríslaðist dásam- leg unaðskennd, einhver dulúðlegur kraftur. Hann tók sér penna í hönd og lagði pappírsörk snyrtilega á borðið. Innan fárra mínútna hafði hann skrifað skattstjóranum fagmannlegt og rökfast bréf sem hann vissi að embættis- maðurinn gæti ekki hafnað. Hann kallaði á Báru og rétti henni bréfið stoltur á svip. - Hvað sagði ég þér? Skrif- borð var allt sem þurfti. Bára las yfir bréfið. Hún tyllti sér á stól alveg forviða. - Ég á bara ekki til eitt ein- asta orð. Ég hélt svo sannar- lega að þig skorti eitthvað annaö en skrifborö til að ná slíkum glæsistíl. En það sé ég nú svart á hvítu að þar óð ég í villu. Arnar tolldi vart á stólnum vegna innri ánægju. Hann tók bréfið, setti það snyrtilega í umslag og rétti Báru. - Þú gætir kannski komið þessu í póst fyrir mig, Ijúfan? sagði hann upp með sér. Það gæti nefnilega farið svo að ég páraði nokkrar línur í dag í ró- legheitunum. Bára brosti og tók við um- slaginu. Arnar horfði dreym- andi á hana fara út og loka á eftir sér. Hann tók strax til ó- spilltra málanna og lagði drög að sinni fyrstu sögu. Á fáum mánuðum varð Arn- ar einn afkastamesti rithöfund- ur landsins. Varla var til sá út- gefandi sem ekki sóttist eftir skrifum hans. Loks var gæfan orðin honum hliðholl. Hann vann hörðum höndum við að skrifa. Fram af penna hans hrutu orð og orðafar sem hann hefði aldrei trúað að hann byggi yfir. Til hans var vitnað og frægir höfundar gerðu ýmis nýyrði hans að sínum. Ráöamenn og útgefendur sáu fram á að þeir yrðu að færa honum viðurkenningu í einhverju formi, þó að ekki væri til annars en að verða á undan öðrum að sýna þessum snillingi hversu mjög landinn mat hann. Nógu oft hafði þjóð- in þurft aö hysja upp um sig og bera kinnroða og skömm fyrir að hafa ekki veitt slíkum ofurmennum athygli. Það var því ákveðið að veita honum hina miklu og eftirsóttu æðstu orðu, „höfundur höfundanna". Arnari barst bréf þessa efn- is viku fyrir athöfnina. Á heimili hans ríkti mikil gleði. Allir vildu veita honum einhvers konar viðurkenningu, börnin á sinn hátt en Bára kona hans á al- veg sérstakan hátt. Hún lagði á ráðin um hvernig best mætti koma honum á ó- vart og veita honum vegleg verðlaun fjölskyldunnar að lok- inni orðuveitingunni. Arnar og frú mættu prúðbú- in til athafnarinnar í einum orðlagðasta veislusal borgar- innar. Alls staðar var frægt fólk og fyrirmenn sem reyndu hvað þeir gátu að komast í snertingu við goðið. Þegar öll- um hégómanum lauk hélt hinn nýkjörni „höfundur höf- undanna" stoltur heim ásamt konu sinni. Gullslegin orðan í barmi hans og glampandi heiðursskjöldurinn slógu ýkt- um bjarma á spenn- uglampann í augum Báru. Hún gat vart beðið þess að koma heim og veita manni sínum það veglegasta sem henni hafði til hugar komið. Krakkarnir voru óþreyjufullir heima þegar foreldrar þeirra gengu inn um dyrnar. Bára bar hönd upp að munni sér og líkti eftir lúðrablæstri. Arnar fann að eitthvað óvenjulegt var á seyði þegar Bára dró hann inn i forstofuna. Gamla skrifboröið var horfið en þess í stað var komið annað alveg nýtt og stórglæsilegt. Til hliðar á enn einu borði stóð nýtísku tölva og prentari. Allir draumar Arnars voru þarna saman komnir eins og klipptir út úr hugskoti hans. Hann faðmaði Báru innilega að sér fyrir þessa stórkostlegu uppákomu sem hún hafði staðið fyrir. Ekkert hafði glatt hann eins mikið í lífinu. Gamla borðið hafði heldur ekki verið neitt augnayndi, þó svo að hann hefði sagt það. Engin á- stæða var fyrir hann, „höfund höfundanna", að nota eitthvert drasl sem milliklassahöfundur eins og Sigmundur var löngu búinn að grýta frá sér. Það var víst ábyggilega kominn tími til að slá einhverjum Ijóma yfir komandi meistaraverk hins mikla höfundar. - Það var gott, ástin mín, að þú hentir þessu borðskrifli á haugana og þótt fyrr hefði verið, sagði Arnar og kyssti Báru enn einu sinni. Á morgun geng ég margefldur til verks og verð betri en ég hef nokkurn tíma verið. Næsta dag borðuðu þau hjónin síðbúinn morgunverð og gerðu að gamni sínu um fortíðina. - Að hugsa sér hvað líf okk- ar hefur tekið miklum stakka- skiptum á ekki lengri tíma, sagði Bára og horfði dreym- andi á Arnar. Hann leit stoltur á hana. - Tíminn er dýrmætur og best að koma sér að vinnu. Meist- araverk verða ekki sköpuð með því einu að hugsa um þau, sagði hann hátíðlega. Arnar settist við nýja skrif- borðið og tók sér penna í hönd. Hann lagði pappírsörk á gljáandi borðplötuna. Augu hans hvörfluðu um tölvuna og prentarann en stöðvuðust síð- an á viðurkenningunum fyrir ofan skrifborðið. Besti greina- höfundurinn, besti smásagna- höfundurinn, metsöluhöfund- urinn og síðast en ekki síst á gullbrydduðum skildi „höfund- ur höfundanna11. Arnar grúfði sig brosandi fram á borðið, þess albúinn að skrifa nú enn eitt snilldarverkið. En það var sama hversu ákveðið hann reyndi og hversu mikið hann hugsaði, orðin vildu ekki koma. Þegar líða tók á daginn og ekkert gerðist æddi Arnar fram og aftur um íbúðina og hafði allt á hornum sér. Bára gerði sitt besta til að róa hann en varð ekkert ágengt. Þess í stað fékk hún óþvegna skvett- una frá honum. - Það er þetta bannsetta borð, sem þú keyptir, sem fer svona ógeðslega í mig. Það er bæði vont að sitja við það og svo glampar það svo ó- þægilega að ég get ekki hald- ið heilli hugsun til enda. Bára sneri sér frá honum, sár og reið. - Árinni kennir illur ræðari, sagði hún í hálfum hljóðum. Arnar strunsaði út og skellti á eftir sér. □ 21.TBL. 1993 VIKAN 39 SMÁSAGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.