Vikan


Vikan - 21.10.1993, Side 40

Vikan - 21.10.1993, Side 40
SKOP AÐHLÁTURSEFNI Eitt sinn var séra Páll Pálsson á gangi í Austurstræti meö nokkrum kunningjum sínum. Allt í einu kom stúlka fyrir horn og rakst á Pál. Hún sagði þá afsakandi: „Ó, Jesús minn!“ Pá sagöi séra Páll viö vini sína: „Ekki er hún mannglögg, þessi!“ Maöur nokkur kom í dýragarð, sá þar gíraffa og sagöi furöu lostinn: „Nei, þetta er lygi. Svona dýr er ekki til.“ Paö var gamli stúdentinn sem heimsótti æskustöövarnar. Hann fór til hússins þar sem hann haföi átt heima, baröi að dyrum og baö um aö fá aö líta inn. - Hugsa sér, sagöi hann við unga stúdentinn sem bjó þar, - sömu gömlu húsgögnin eins og þegar ég bjó hér, sama gamla veggfóðrið, sami gamli húsgaflinn hér á móti og sami gamli klæðaskápurinn. Þar inni stóö ung, falleg stúlka sem roðnaði áberandi. - Þetta er systir mín, sagði ungi stúdentinn í flýti. - Já, sama gamla sagan, sagöi gamii stúdentinn. Kaupmaöur í Reykjavík var að greiöa starfsmanni sínum mán- aðarlaunin og voru sumir seöl- anna allvelktir. „Ég vona, að þú sért ekki hræddur viö fáeinar bakteríur?" sagði kaupmaðurinn í spaugi. „Nei, alls ekki," svaraöi af- greiðslumaðurinn. „Þaö lifa engar „bakteríur" lengi á laununum mínurn." Nokkru fyrir stríö lágu dönsku varðskipin, Hvidbjörnen og Fylla, eitt sinn samtímis við bryggju á Akureyri. Skipsmenn reyndu eftir föngum að gera sér glaðan dag í landi og bók- staflega lögöu undir sig bæ- inn. Einn morguninn haföi frétta- miði verið límdur á símastaur við aðalgötu bæjarins og stóð þar skrifað: „Útlit er fyrir mjög góða upp- skeru af hálfbaunum í ár.“ - Af hverju viltu ekki giftast Árna, barnið mitt? - Mamma, hann hefur svo einkennilegar skoöanir - hann trúir ekki einu sinni aö helvíti sé til og... - Kæröu þig kollótta um þaö, væna mín, ég skal sannarlega fá hann til að trúa því. Nafnkunnur borgari í Reykja- vík, sem sagður er helst til vín- hneigöur, kom dag einn heim meö fullan kassa af viskíi. Hann rogaðist með hann inn í svefnherbergið, lagði hann í hjónarúmið og breiddi sæng- ina vandlega yfir. Furðu lostin spurði frúin hvort hann væri orðinn band- vitlaus. „Nei, ekki aldeilis,“ svaraöi maðurinn. „Þú sagði í gær- kvöldi að ég skyldi bara velja á milli þín og Bakkusar!“ Úr einni af fjörugri veislum borg- arinnar: Gestgjafinn: - Þú verður aö fyrirgefa, vinur, aö ég skyldi kveikja Ijósiö í svefnherberginu áöan. Ég vissi ekki að þú varst þar meö konuna þína. Gestur: - Allt í lagi, vinur. Ég vissi ekki heldur að það var hún fyrr en þú kveiktir. Iðnrekandi í Reykjavík taldi að breytinga væri þörf til aö endurbæta ákveðna vöruteg- und og lækka jafnframt framleiðslukostnaðinn. Menn reyndu hvað þeir gátu til að fullvissa hann um að notuð væri besta aöferöin. „Ég álít samt,“ sagði for- stjórinn, „að til séu betri að- ferðir við að framleiða alla hluti - nema börn.“ Séra Stefán Stephensen sterki á Mosfelli var á gamals aldri aö segja frá störfum sínum sem sáttanefndarmaöur en sá starfi fylgdi prestsembættinu eins og kunnugt er. „Ég sætti alla,“ sagði séra Stefán, „en hnefana varö ég aö nota viö þá suma.“ Betlarinn var ótrúlega ræfils- legur, einna líkastur skop- myndum af þeirri manntegund - og hann hringdi dyrabjöllu í fallegu einbýlishúsi. Frúin kom til dyra. „Gefið örsnauðum manni 40 VIKAN 21.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.