Vikan


Vikan - 21.10.1993, Qupperneq 50

Vikan - 21.10.1993, Qupperneq 50
TÓNLIST TEXTIOG UÓSM.: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON ORRA HARÐARSONAR Nú fyrir komandi plötu- vertíð ber það til tíð- inda að tvítugur náungi ofan at Akranesi kveður sér hljóðs með sinni fyrstu plötu. Hann heitir Orri Harðarson og platan ber heitið Drög að heimkomu. Af þessu tilefni þótti tilvalið að spjalla aðeins við Orra og fyrst skulum við að forvitnast eilítið um bakgrunn og fortíð Orra í spilamennsku. „Ég byrjaði að spila ellefu ára gamall, lærði kassagítar- grip og koma fram á ýmsum samkomum," segir Orri. „Þeg- ar ég var fjórtán ára þróaðist þetta síðan yfir I þátttöku í ný- bylgjusveitum á borð við Bróð- ur Darwins og Óþekkt andlit. - Hvernig var hugarástandið á þessum tíma? „Það var frekar dapurt, mað- ur var bara á hálfgerðum bömmer yfir öllu saman. Málið var að ég hitti úti I Danmörku mann sem vildi að við stofnuð- um þessa sveit saman, Þure Pretend. Og það var eiginlega búið að lofa mér gulli og græn- um skógum þegar ég fór þarna út. Þegar það brást varð ég svekktur. Við sendum spól- ur með efni til útgáfufyrirtækja í Danmörku, fengum mjög já- kvæð viðbrögð en samt pass- aði aldrei neitt af okkar pæling- um inn í þeirra áætlanir. Við fengum meira að segja mjög jákvæð viðbrögð við tómu og Steina. Hún á því ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Valgerður hefur sungið með nokkrum hljómsveitum, meðal annars hljómsveitinni Frímanni sem vakti athygli á Músíktil- raunum árið 1991. Orri og Val- gerður kynntust þegar haldin var hæfileikakeppni á Skagan- um I fyrra og fluttu tuttugu mín- útna tónverk í hljómsveitinni Frávik. Hvernig ætli Valgerði hafi litist á fyrirætlanir Orra? „Mér fannst mjög gott hjá honum að taka af skarið og gera plötu. Það þýðir ekkert að hanga endalaust í einhverjum hljómsveitum þar sem ekkert gerist,“ segir Valgerður. „Ég var búinn að fá nóg af ▲ Viö strand- lengjuna líður þeim best. Orri Haróarson og Valgeröur Jónsdóttir. Þá hætti ég eiginlega að spila einn með kassagítarinn og var í þessari nýbylgju alveg til árs- ins í fyrra." DANMERKURÆVINTÝRI Orri fór til Danmerkur árið 1991, fyrst til þess að vera í lýðháskóla, kom síðan heim á ný en fór aftur út, þá til þess að spila með nýbylgjuhljóm- sveit semn kallaði sig Pure Pretend. Hann segist ekki hafa orðið ríkur á því. „Það var ekk- ert á því að græða og ég hraktist fljótlega heim aftur en á meðan ég var þarna úti samdi ég stærstan hluta plöt- unnar." spólunum sem við sendum út- gáfufyrirtækjunum!“ Orri brenndi sig sem sagt pínu- lítið á frægðardraumunum og ákvað að hætta í tónlist þegar hann kom aftur heim. Einhvern veginn þróuðust hlutirnir þó þannig að hann hætti við að hætta, ákvað að láta slag standa og gefa út plötu með því efni sem hann hafði verið að semja. Kærasta Orra er Val- gerður Jónsdóttir, sautján ára stelpa af Skaganum. Hún er dóttir Jóns Trausta Hervarsson- ar sem var I frægustu Skaga- sveitinni fram til þessa, Dúmbó því að vera í þremur böndum þar sem ekkert gerðist," bæt- ir Orri við. „Þegar maður er í hljómsveit, er að pæla I að gera plötu og svoleiðis, þá eru kannski ekkert allir í bandinu til I það. Það gerðist einfaldlega ekkert.“ Nú hefur draumurinn ræst hjá Orra Harðarsyni og það er fyrir atbeina hans sjálfs og engra annarra. Hann fór til Spors og Skífunnar. Spor hafði ekki bolmagn til að gefa út, Skífan skoðaði málin en hafði ekki vilja til aö gera meira en það. Því ákvað Orri að gefa plötuna út sjálfur og láta Japis dreifa henni. ÚRVALSLIÐ HUÓDFÆRALEIKARA Til liðs við sig I upptökum fékk hann ekki minni menn en Jón Ólafsson, sem sá um útsetn- ingar ásamt Orra, og Sigurð Bjólu sem var upptökumaður. Með Orra spila Birgir Baldurs- son á trommur, Friðrik Sturlu- son á bassa og Stefán Hjör- leifsson á gítar. Til aðstoðar í söngnum eru Valgerður og Anna Halldórsdóttir sem er einnig af Skaganum. - Hvernig kom það til að Sigurður Bjóla tók upp hjá þér? „Hann frétti það uppi I Hljóðrita að ég ætlaði að fara að gera plötu, hafði heyrt að ég hefði hug á því að fá hann til að taka upp. Og áður en ég hafði hringt í Sigga Bjólu var hann búinn að hringja í mig og bjóða mér i kaffi til sín. Sama kvöld og ég var hjá Sigga Bjólu hringdi svo Jón Ólafs- son. Hann var með snældu með lögunum og spurði Bjól- una hvort hann væri til í að aðstoða sig við þetta verkefni - þannig að þetta gerðist bara.“ DÆMI UPP Á MILUÓN Platan var tekin upp á stuttum tíma en þrátt fyrir það er kostnaður við þetta upp á tæpa milljón króna. Móttökurn- ar benda þó til þess að dæmið komi til með að ganga upp því að þegar hafa selst á fimmta hundrað eintaka af plötunni. Drög að heimkomu er einföld í sniðum, tónlistin er ekki of- hlaðin og áhrif frá upphafi tón- listarferils Orra, munnharpa og sterkur kassagítar, skína í gegn. Þá læðast og inn áhrif frá djassi og blústónlist. „Þetta er eiginlega hvorki trúbador- músík né nýbylgja. Ég er að reyna að fara ákveðinn milli- veg í tónlistinni og þótt ég sé ekki ánægður með allt á plöt- unni er ég ánægður með heildarútkomuna." - / einu taganna er texta- brot þar sem þú segist ekki kannast við skaparann. Ertu þarna að afneita Guði? „í rauninni er ég að segja að ég kæri mig kollóttan um hvort það er eitthvað þarna uppi, hvort líf sé eftir dauðann og þess háttar. Ég er að segja að fyrir mér er bara jarðlíf og ekkert annáð,“ sagði Orri Harðarson sem hyggst fylgja plötunni sinni eftir af kappi og reyna að lifa af tónlistinni. Hann er nú þegar byrjaöur að pæla í nýrri plötu en gengi þessarar hefur úrslitaáhrif á hvort af frekari útgáfu verður.a 50 VIKAN 21.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.