Vikan


Vikan - 21.10.1993, Qupperneq 55

Vikan - 21.10.1993, Qupperneq 55
er af í Dublin. Nafnið Dublin er dregið af írska orðinu Dubhlinn sem þýðir „dökk tjörn". Byggð var risin á landinu þar sem Dublin stendur nú þegar árið 140 eft- ir Krist. Verulegur vöxtur hljóp þó ekki í byggðina fyrr en um 840 þegar norskir sjóræningj- ar komu og reistu sér þar virki - miðstöð fyrir ránsferðir sín- ar. Ýmislegt hefur gengið á í sögu Dublinar frá því þetta var en nú eru íbúar borgarinn- ar rúmlega milljón talsins. Merki um byggð norrænna víkinga má sjá í þeim hluta Dublinarkastala sem byggður var í byrjun þrettándu aldar og stendur enn. Þeir sem áhuga hafa á að kynnast borginni ofurlítið nán- ar ættu að bregða sér í smá- borgarferð. Þær eru sumar skipulagðar á þann hátt að fólk stígur upp í strætisvagn sem ekur á milli áhugaverð- ustu staða í miðborginni. Leyfilegt er að stíga úr vagn- inum á hvaða viðkomustað sem er en fara síðan í hann aftur þegar hann ekur framhjá í næstu ferð. Trinity College, háskóli mótmælenda, sem Elísabet I stofnaði árið 1591, er einn slíkra viðkomustaða. Allt fram til 1956 bannaði kaþólska kirkjan æskufólki sínu að sækja skólann. Gaman er að ganga um garðana inni á milli skólabygginganna og síðan er rétt að bregða sér inn fyrir og fá að sjá hina svokölluðu Book of Kells, handrit sem írskir munkar skráðu á níundu öld. Þetta er myndskreytt út- gáfa nýja testamentisins á lat- ínu. Ýmis önnur merk handrit eru til sýnis í bókasafni Trinity College. Skammt frá háskólanum er Grafton-stræti, göngugata með ótal skemmtilegum versl- unum. Út frá göngugötunni liggur mjótt stræti, Johnson’s Court, og við enda þess er sérkennilegt verslunarhús, Powerscourt House, byggt á árunum 1771-74 fyrir Powerscourt nokkurn greifa. Fyrir nokkrum árum var þess- ari smáhöll breytt í ævintýra- legt verslunarhús. Þar eru ótal litlar verslanir, sýningarsalir, kaffihús og sitthvað fleira sem gaman er að skoða jafnframt því sem auðvelt er að eyða þar töluverðum fjármunum í sérstæðu verslunarumhverfi. Flestir íslendingar munu á- reiðanlega leggja leið sfna í St. Stephen’s Green verslun- arhúsið. Það stendur skammt frá St. Stephen’s Green sem sumir nefna stærsta torg Evr- ópu en er þó í raun stór garð- ur. Hér var opið beitiland fram undir 1663. Upp úr því fóru hús að rísa allt umhverfis garðinn. Sunnan við hann stendur Newman House. Þar var Kaþólski háskólinn til húsa um árabil. Newman House er í raun tvö hús í ge- orgískum stíl og sannarlega heimsóknar virði ef tækifæri gefst. Húsin eru númer 85 og 86 við St. Stephen’s Green. Það fyrrnefnda var reist árið 1738 sem borgarhús þing- manns utan af landi. Húsið er fagurlega skreytt veggmynd- um eftir svissnesku bræðurna Lafranchini. Árið 1865 festi Kaþólski háskólinn kaup á húsinu og þá fóru naktar gyðj- ur veggmyndanna alvarlega fyrir brjóstið á hinum trúuðu skólayfirvöldum svo brugðið var á það ráð að sveipa þær alls kyns slæðum og skinnum, auðvitað úr gifsi! Húsið númer 86 var reist 1765 og er í rókókóstíl. Endurbætur hafa farið fram á báðum húsunum. Meðal annars má skoða Þaó getur varla aö líta skraut- legri útidyra- hurö. ▼ Ur Powers- court House. Hér eru vandaðar sér- verslanir og veitinga- staöir bæöi inni í höllinni sjálfri og undir glerþaki í húsa- garöinum. þama vistarverur Newmans kardínála, fyrsta rektors skól- ans. Margir þekktir írar hafa gengið í Kaþólska háskólann eða kennt þar. Þeirra á meðal eru Gerard Manley Hopkins og James Joyce. Hopkins kenndi klassískar bókmenntir og Joyce tók þarna BA próf árið 1902. Norðan við og út frá St. Stephen’s Green liggur Kid- are-stræti og við það stendur Þjóðminjasafn íra. Þar er hið fræga Keltagull, skartgripir alls konar úr gulli frá bronsöld. Af gripum þessum má sjá að hönnuðir og gullsmiðir fyrri alda hafa verið færir á sínu sviði, ekki síður en starfs- bræður þeirra nú til dags. Heimsókn í safnið er ógleym- anleg öllum sem hafa gaman af að virða fyrir sér dýrgripi fyrri alda. Marion Square er nokkurra minútna gang frá Þjóðminja- safninu. Umhverfis þetta torg eða garð getur að líta mörg falleg hús í georgískum stíl, með hinum dæmigerðu ge- orgísku dyrum sem eru nokk- urs konar einkenni Dublinar og jafnvel notaðar í auglýsing- ar sem draga eiga ferðamenn til borgarinnar. írsku útihurð- irnar eru einhverjar þær litrík- ustu og skrautlegustu sem fyrirfinnast. Við Lower Fitzwilliam stræti númer 29 stendur býsna merkilegt hús, í daglegu tali aðeins kallað númer tuttugu 21. TBL. 1993 VIKAN 55 FERÐALOG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.