Vikan


Vikan - 21.10.1993, Side 59

Vikan - 21.10.1993, Side 59
Fram- og bakstykki: Fitjið upp með grunnlit á hringp. nr. 3'h 120-128-140-152 L. Prjón- ið stroff, 1 L slétt, 1 L brugðin í hring, 6 cm. Aukið jafnt út 24-24-28-28 L í síðustu umf. Skiptið yfir á p. nr. 41/? eða 5. Prjónið þar til prjónlesið mælist 37-40-43-47 cm. Hálsúrtaka að framan: Fellið af fyrir miðju framstykki 10- 12-12-12 L. Prjónið fram og til baka. Umf. byrjar við úrtöku. Fellið af hálsmálsmegin í 2. hverri umf., 2x3 L, 1 x2 L og 1-1-2-2x1 L. Prjónið þar til prjónlesið mælist 40-43-46- 50 cm. Hálsúrtaka að aftan: Fellið nú af 22-24-26-26 L fyrir miðju bakstykki. Prjónið hvora hlið fyrir sig og fellið af háls- málsmegin ( 2. hverri umf., 1x2Log1x1 L. Prjónið þar til prjónlesið mælist 42-45-48- 52 cm. Fellið af. Útsaumsmynd: Best er að sauma risaeðlumyndina í áður en gengið er frá hálsmáli og ermar saumaðar í. Látið munstrið byrja í ca 10. umferð í slétta prjónlesinu, ofar ef peysan á að gúlpa yfir buxna- streng. Saumið samkvæmt teikningu með krosssaumi eða lykkjuspori. Ermar: Fitjið upp með grunn- lit á sokkap. nr. 372 32-32- 32-36 L. Prjónið stroff, 1 I slétt, 1 L brugðin í hring, 6 cm. Aukið jafnt út 11-13-13- 15 í síðustu umf. Skiptið yfir á p. nr. 41A eða 5. Aukið út 2 L undir ermi (hafið 2 L á milli) með 2 cm millibili þar til ermin mælist 31-33-35-37. Prjónið nú 1 umf. slétt, 1 umf. brugð- ið og 4 umf. slétt en snúið brugðnu hliðinni út (= líning). Fellið af. Frágangur: Pressið prjónles- ið varlega á röngunni. Mælið ermabreiddina og merkið fyrir jafnlöngum handvegi í hvorri hlið. Saumið í saumavél tvo smáa sauma sitt hvorum megin við miðjulykkjurnar 4 í handvegi. Klippið upp milli 2. og 3. saumfars. Saumið axlir saman frá réttunni, saumið í brugðnu lykkjurnar. Saumið ermar í handveg og líninguna yfir klipptu endana á röng- unni. Hálsmál: Prjónið upp úr háls- máli með grunnlit á hringp. nr. 372 78-80-82-84 L. Prjónið stroff, 1 L slétt, 1 L brugðin í hring, 6 cm. Fellið af á röngu, allar lykkjur sléttar. Brjótið stroffið út um miðju og saumið niður á réttunni. ENNISBAND Fitjið upp með grunnlit fyrir ennisbandið við gulu peysuna en í lit 2507 í ennisbandið við bláu peysuna, á lítinn hring- prjón nr. 4, 76 (4-6 ára), 84 (8-10 ára), 90 (12 ára). Prjón- ið 8 umferðir slétt prjón með rönguna fram. Aukið nú jafnt um 20-20-22, í ennisbandinu við bláu peysuna er skipt yfir í grunnlit. Prjónið 12 umferðir slétt prjón. Setjið fyrstu 28-28- 32 L á þráð, geymið. Prjónið þar til 5-6-6 L eru eftir á prjón- inum, snúið við. Prjónið brugðið þar til 5-6-6 L eru eftir á prjóninum. Endurtakið 4 sinnum í viðbót. Setjið nú allar lykkjurnar aftur upp á prjóninn og prjónið aftur eins og í byrj- un nema við bláu peysuna er skipt yfir í lit 6725. Fellið jafnt af í fyrstu umferð 20-20-22 lykkjur, prjónið 8 umferðir með rönguna fram. Fellið af. Saumið kantana niður á röng- unni. SLAUFA Fitjið upp 14 lykkjur á sokka- prjón nr. 4. Prjónið 8 umferðir slétt prjón. Fellið af. Bindið saman í miðju. Saumið í enn- isbandið með perlu ÁRVAL HE SÍMI: 687950 STÆRÐIR 4 6 8 10 ára GARN: Grunnlitur: Blátt 5437/gult 2427 350 400 450 500 g Mynsturlitur 1: Vínrautt 4227/4227 50 50 50 50 g Mynsturlitur 2: Lilla 5236/5236 50 50 50 50 g Mynsturlitur 3: Túrkis 6725/6725 50 50 50 50 g Mynsturlitur 4: Gult 2507/Grænt 8027 50 50 50 50 g Mynsturlitur 5: Appelsínugult 3309/Bleikt 4417 50 50 50 50 g Mynsturlitur 6: Svart 0090/0090 50 50 50 50 g MÁL: Yfirvídd: 80 87 93 100 cm Sídd: 42 45 48 52 cm Ermalengd: 31 33 35 37 cm PRJÓNAR: Hringp. og sokkap. nr. 3'h og 41A eða 5. Lítill hringprj. nr. 4. PRJÓNFESTA: 18 L og 22 umf. mynstur = 10 cm. Gætið þess að prjón- festan sé rétt. Ef prjónað er laust notið þá fínni prjóna en grófari ef prjónað er fast. i v 21.TBL. 1993 VIKAN 59 HANNYRÐIR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.