Vikan


Vikan - 21.10.1993, Síða 68

Vikan - 21.10.1993, Síða 68
MATUR UUFFENGUJ^ SPAGHETTI- TTUR H Iér kemur uppskrift að spaghettfrétti sem hef- ur það til að bera að það er auðvelt að matreiða hann, auk þess sem hann er fremur ódýr. Þessi réttur er mjög bragðgóður og það er vel þess virði að prófa hann. í réttinn þarf eftirfarandi: 1 laukur 2 hvítlauksrlf 1/2 stöngull sellerí 1 gulrót 300 g kjöthakk 200 g tómatar 1 dós tómatþykkni 1 teningur af kjötkrafti 1/2 tsk. basilikum 1/4 tsk. timiam salt svartur pipar AÐFERÐ Saxið laukinn, hvítlaukinn, selleríið og gulrótina og steik- ið í matarolíu við vægan hita þar til grænmetið er farið að linast. Setjið í skál. Því næst er hitinn aukinn og kjöthakkið brúnað vel. Tómatarnir eru settir í heit vatn og síðan af- hýddir. Þeim er síðan bætt við kjötið ásamt grænmetinu og tómatþykkninu. Kryddinu bætt saman við, þar á meðal salti og nýmöluð- um pipar eftir smekk. Látið malla undir loki við vægan hita í 20-25 mínútur. Það ger- ir réttinn bragðmeiri að strá yfir hann parmesanosti áður en hann er borinn fram. Þegar spaghettíið er soðið er gott að láta eina matskeið af matarolíu út í vatnið. Það kemur í veg fyrir að spaghettf- lengjurnar klessist saman í suðunni. Með þessum rétti er gott að bera fram ferskt grænmetis- salat og mjúkt brauð. 68 VIKAN 21.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.