Vikan


Vikan - 21.10.1993, Side 71

Vikan - 21.10.1993, Side 71
I I Ungfrú Afríka, ungfrú Evrópa og ungfrú Eyjaálfa höföu vissulega ástæöu til aö gleöjast. UNNUR GUNNARSDÓTTIR ER UNGFRÚ EVROPA ' '*V«r *ri ' ^ gfc, Frh. af bls. 30 Ég er að reyna að gera upp við mig núna hvort ég á að taka þátt í þessari keppni eða ekki. Keppnin er haldin núna ( október og þar sem ég er ný- komin frá Kóreu gæti verið erfitt fyrir mig að fá frí úr vinn- unni. Það er samt leiðinlegt að láta þetta tækifæri framhjá sér fara svo að þetta er mikil togstreita." Unnur var áður í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti en hefur nú tekið sér frí frá námi og starfar hjá bókaútgáfufyrirtæki sem heitir Framtíðarsýn. Ég furða mig á því að ekki skuli vera skilyrði að þátttakendur í keppninni um titilinn Miss World University séu í námi eins og nafnið á keppninni gefur til kynna. Unnur segir að reyndar hafi keppendur flestir verið í háskólanámi en það sé ekkert skilyrði fyrir þátttöku, þó svo að það teljist æskilegt. Unnur hefur, eins og áður sagði, starfað með Módel- samtökunum í fjögur ár og kynnst þar ýmsum fyrirsætu- störfum. „Eftir að ég lauk grunnskólaprófi fór ég í mála- skóla til Englands í fjóra mán- uði. Ég var með myndamöpp- I una mína með mér og fór með hana inn á fyrirsætuskrif- stofu og sótti um starf. Stuttu ' eftir það fékk ég tilboð um að auglýsa kampavínið Sam- brusco sem þá var nýtt á markaði. Ég þáði það og þessar auglýsingar birtust síð- an í mörgum blöðum ( Englandi. Þegar ég kom heim tók ég þátt í Elite fyrirsætu- keppninni en komst ekkert áfram. Aftur á móti bauðst mér að fara til New York og reyna fyrir mér þar sem fyrir- sæta en þar sem mikil óvissa var í kringum það allt saman ákvað ég að fara ekki. Mér fannst það vera of mikið stökk út í óvissuna." Unni var boðið að taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú ís- land í fyrra en hún afþakkaði. „Ég var bara sautján ára þá og mér fannst ég vera of ung. Það þarf einfaldlega ákveðinn þroska til að taka þátt í keppn- um sem þessum. Það getur hins vegar vel verið að ég taki þátt í einhverjum fegurðar- samkeppnum hér heima ef mér býðst það núna.“ Unnur er ákveðin í að halda áfram hjá Módelsamtökunum svo að ekki er ólíklegt að við eigum eftir að sjá meira til hennar í auglýsingum, á tískusýningum og hugsanlega f fegurðarsamkeppni. „Ég hef fengið mörg spenn- andi verkefni á undanförnum árum. Fyrir utan kampavíns- auglýsinguna í Bretlandi og keppnina í Kóreu hef ég með- al annars tekið þátt í sýningu fyrir íslenskar ullarvörur sem haldin var í Amsterdam. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessi tækifæri." d Einmitt mjólkin sem vantaöi Fjörmjólk er nýjung sem er í fullu samræmi við nýjan lífsstíl. Fjörmjólkin* er næringarrík, létt og frískandi og því kjördrykkur þeirra sem r hugsa vel um heilsu sína og útlit. ^JJ/ Fjörmjólk líkist léttmjólk *lva® varðar ♦ lit og bragð og hún er fitulítil eins og undanrenna. Fjörmjólk er ríkari af próteini og kalki en önnur ^^^mjólk og í hana er sett*^-vítamín sem hjálpar'^g)- líkamanum að vinna kalkið úr fæðunni. Fjörmjólk verður án efa drykkur dagsins hjá fjölmörgum - bæði vegna bragösins og innihaldsins. Fjörmjólk - drykkur dagsins nmr 21.TBL. 1993 VIKAN 71 FEGURÐ

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.