Vikan


Vikan - 12.09.2000, Qupperneq 4

Vikan - 12.09.2000, Qupperneq 4
Kæri lesandi ~Jú hafa skólar lands- /% / ins hafið starfsemi / %/ íi'na a ný og börnin X t okkar eru sest aftur á skólabekk. Mörg þeirra eru að stíga fyrstu skrefm innan menntaketfisins og eru ögn roggin fyrir vikið. Mér er enn ífersku minni þeg- ar égfylgdi syni mínum í skól- ann ífyrsta sinn. Við vorum búin að gramsa og grúska í bókabúðum, kaupa skólatösku, tréliti, pennaveski og annað sem tilheyrir skólagöngunni. Sonurinn var fullur tilhlökkun- ar en móðirin var svolítið döp- ur. Eg held að flestar mœður þekki þessa tilfmningu þvíþað hefst alveg nýr kafli í lífit fjöl- skyldunnar þegar börnin byrja í skólanum. Litlu krílin eru í leik og starfi ekki lengur vernduð innan veggja leikskólans því nú er kominn tími til að sleppa af þeim höndinni og gefa þeim svigrúm til þess að standa á eigin fótum. Nú upphefst tími nýrra vinasambanda, lœrdóms og ákveðins hegðunar- mynsturs sem œtlast er til að börnin tileinki sér. Það var því sambland afstolti og angurværum trega sem bœrðist um í brjósti mér þegar ég hoifði á son minn sitja feimnislegan innan um verð- andi bekkjaifélaga sína þenn- an merka dag. Fljótlega verður þó skólinn hluti afdaglegu lífi og ekkert er börnunum eðlilegra en að hverfa aftur í skólann eftir að sumarfríinu lýkur. Það kemst meiri regla á lífið, það erfarið munfyrr í rúmið á kvöldin og helgarnar verða skemmtilegri þvíþá erfjölskyldan saman í fríi. Nám barnanna okkar er nefnilega vinna ekki síður en dagleg stöif hinna fullorðnu. Við þurfum því að gœta vel að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra og því að þeim líði vel í skólanum. Hollt og bragðgott nesti er mjög mikilvœgt elds- neytifyrir skólabörn. Hvaða móðir þekkir ekki kvartanir yfir einhœfum samlokum? Það er um að gera að nota hug- myndafiugið til þess að útbúa spennandi nesti og jafnvel hafa börnin með í ráðum. I dag eru t.d. fjölbreyttir mjólk- urdrykkir á boðstólum eins og keila eða orkumjólk sem krakkar eru mjög hrifnir af. Reynið eftir fremsta megni að koma einhverju grœnmeti fyrir í nestisboxinu, t.d. er sniðugt að skera niður gulrœtur. Avextir eru einnig bráðhollir og nokkur jarðarber eða vín- ber geta slegið í gegn. Gjarn- an má líka skipta reglulega um brauðtegundir til þess að börninfái síður leið á samlok- unum sínum. Sumir skólar bjóða upp á heitan mat í há- deginu og það er sjálfsagt að nýta sér þá þjónustu efhún er fyrir hendi. Það er mikilvœgt að foreldrar sýni heimalœrdómi barnanna sinna áhuga þvíþað er ein mesta hvatning sem þau geta fengið tilfrekari dáða. Það þarfalls ekki að vera leiðinleg kvöð heldur getur sá tími verið ánœgjuleg samverustund með barninu. Þá gefst líka tœkifœri til þess að rœða umfélagslegu hliðina í skólanum og finna hvernig barninu líður í leik og starfi innan veggja skólans. En eftir að vinnudegi lýkur er mjög notalegt að hreiðra um sig með nýjustu Vikuna og njóta fjölbreytts lesefnis. Að þessu sinni heimsœkjum við Völu Matt og Fjalar ogfáum að kynnast skemmtilegum sjónvarpsþœtti þeirra á Skjá einum. Við heilsum líka upp á staifsfólk og sjúklinga á Reykjalundi, erum með nýja smásögu og fjöllum um daður á léttu nótunum. Tíska, róman- tísk svefnherbergi ogfrœg pör á hvíta tjaldinu œttu að höfða til allra sannra Vikukvenna! Njóttu Vikunnar, Hrund Hauksdóttir, ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðviksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, simi: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.