Vikan


Vikan - 12.09.2000, Page 15

Vikan - 12.09.2000, Page 15
þá sem farnir eru en þeir eru í enn annarri vídd. Mann- eskjan hefur allar þessar vídd- ir í sér og hæfileikann til að skynja þær. Ég kenni á nám- skeiðum hvernig opna megi þessar víddir hugans. Annars er kannski betra að tala al- farið um skynjun en ekki sjón. Ég get til að mynda séð fólk í mörg hundruð rnetra fjarlægð frá mér þótt ég þurfi að nota gleraugu til að greina það sem er næst mér.“ Námskeiðin sem Erla vís- ar til eru á vegurn Lífssýnar sem eru samtök stofnuð til að efla sjálfsþekkingu. Einkunn- arorð samtakanna eru úr heimspekiriti Paramahansa Yogananda og eru á þessa leið: „Öll erurn vér bárur á bylgjum hafsins," sagði meist- arinn. „Hafið getur haft til- veru, þótt það hafi engar öld- ur, en öldur geta ekki verið til án hafsins. Á sama hátt get- ur andinn verið til án manns- ins, en maðurinn getur ekki verið til án andans.“ Lífssýn spyr sígildra spurninga eins og: Hvaðan kemur þú? Hvert ferðu? Hversu gömul er sál þín? Og hvar er upphafið? Leitast er við að svara þessum spurningum með því að leita inn á við og rækta anda sinn þar til hann verður fær um að svara þessum mikilvægu spurningum. Víddirnar sem Erla talar urn eru geðheimur, hugheim- ur og innsæisheimur. Nám- skeið sem kynna hvern og einn heim eru í Lífssýnarskól- anum og ætluð til að opna mönnurn nýja sýn á heiminn og sjálfa sig. Geðheimur snýst um tilfinningar mannsins og litróf þeirra. Hugheimur snýst um hugform manna, stöðu þeirra og uppbyggingu. Innsæisheimurinn er heimur sálarinnar og á námskeiðinu kafar Erla með nemendum sínum í dýpt sálarinnar og skoðar hvernig hún kemur fram í persónunni. Seinni hluti Lífssýnarskól- ans snýst svo um shamanisma sem á rætur sínar að rekja til Evinki þjóðflokksins í Síber- íu. Orðið þýðir einfaldlega „sá sem veit“ og shaman er sá sem breytir vitundará- standi sínu að vild, til að ná sambandi við sinn innri mann, eða ferðast til annarra vídda til að öðlast mátt og visku. Shamannámskeiðin byggjast á hugleiðslu og íhug- un. Þar er velt fyrir sér efnis- bústaðnum og tilfinningum efnisins, ytri og innri tilfinn- ingar eru hreinsaðar og hug- urinn taminn til að öðlast kyrrð. Að lokum má síðan þróa innsæi sitt og öðlast hug- ljómun. Teiknar fjallavætti fyrir Bandaríkjamenn Eitt af þeim verkefnum sem Erla hefur unnið að und- anförnu er að teikna verndar- vætti fjalla á Islandi. Myndir hennar munu birtast í banda- rísku tímariti um andleg mál- efni. Teknar voru myndir af fjöllunum fyrir Erlu og hún teiknaði síðan vættina. Mynd- irnar voru að lokum skannað- ar í tölvu og sameinaðar til að sýn Erlu gæti birst okkur hinum sem ekki sjáum það sama og hún. „Lífssýn kennir að til séu mismunandi heirnar og mis- munandi víddir. Ef við getum skynjað út frá sálinni þá gel- um við séð þar allt sem hægt er að læra. Lítil börn skynja betur það sem fullorðnir sjá ekki. Við eigum að leyfa þeim að hafa bæði ímyndunarafl og frjóan huga. Besta jólagjöf sem ég hef fengið var þegar þriggja ára dótturdóttir mín kom í heimsókn á jóladag. Mér hafði áskotnast norskur jólasveinn sem var allhár og ég hafði stillt honum upp á stofugólfinu. Barnið kom og talaði við jólasveininn eins og hann væri lifandi og að hún byggist við svari. Hún til- kynnti honum að hann væri ekki á réttum stað, hann ætti að standa framrni í stiga. Þetta sagði hún aftur og aft- ur og varð örg þegar jóla- sveinninn hreyfði sig ekki. Að lokum hljóp hún fram á gang og leit niður í stigann og þá birti yfirhenni. „Hann er þarna,“ hróp- aði hún. „Hann er bú- inn að fá bróð- ur.“ Búálfar eru til og það er ekkert heimili sem ekki hefur þá. Þeir eru stríðnir og eiga til að fela fyrir manni hluti. í garðinum búa blómálfar, trjáálfar, grasálfar og aðrar verur. Á heimilum eru einnig englar, sérstaklega í kringum börn og þá sem eru mjög aldnir. Álfar og englar eiga jörðina en mennirnir eru gestir og gest- irnir fara gróf- lega um. Þeir kunna sig ekki og eyðileggja mikið.“ Margir eru mjög hrœddir við yfirskilvitlegar verur og óttast mjög hefnd þeirra sé ró þeirra raskað á einhvern hátt. Hvern- ig er best að lifa ífriði meðþess- um verum ? „Fólk er hrætt við skynjan- ir sínar vegna þess að það er hrætt við að sjá fleira en það sem liggur í augum uppi. Það þarf ekki að óttast aðrar vídd- ir því sá sem hefur hreint hjarta og treystir á hið góða þarf ekki að óttast neitt. Það eiga sér allir verndarengla og hafa auk þess sérstaka vernd. En ef fólk telur að álfar búi í steini sem það ætlar að flytja úr stað eða í nágrenni við stað þar sem það hyggst raska jörð er gott að ganga að staðnum, banka þrisvar í steininn og tala við íbúann; láta hann vita hvaða framkvæmdir séu fyr- irhugaðar, vara hann við og gefa honum kost á að flytja ef hann vill. Þá ætti öllu að vera óhætt.“ Erla talar af ró og festu og frá henni stafar miklum friði. Fjallavættirnir sem hún teikn- ar eru óskaplega fallegir, nán- ast eins og geislar eða árur upp frá fjöllunum, og það er auð- velt að trúa að hin magn- þrungna náttúra Islands sé byggð einmitt slíkum vættum. Erla leggur þó áherslu á að rnenn líti inn á við og finni þar ljós guðs og frið. Hún minnir á að við erum vegfarendur lífs- ins og það er okkar að lyfta vit- und okkar á æðra svið. Kynn- ingarbækling Lífssýnarskól- ans lýkur á þessum orðum: „Köllum til okkar engil friðar og kærleiksengla hinrins og biðjum í nafni Meistara okk- ar um frið og blessun til okk- ar - rnóður jarðar og allrar náttúrunnar.“ Varla er hægt að finna lokaorð sem hæfa Erlu Stefánsdóttur betur. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.