Menntamál


Menntamál - 01.06.1939, Page 24

Menntamál - 01.06.1939, Page 24
22 MENNTAMÁL inn hafi í tíð Jóns Þórarinssonar breytt lim sitt um land allt. Það var brautryðjandastarf að stofna og starfrækja Flensborgarskólann. í þá daga þótti barnafræðslan ein fyrir sig fullhæpin, hvað þá að bæta þar á ofan unglingafræðslu, sem engin sérstök réttindi gaf. Og ekki þótti það sízt vafa- samt að taka við stúlkum í skólana jöfnum höndum og piltum. En þar var markað stórt spor. Flensborgarskólinn er fyrsti samskólinn í landinu og hefir sú stefna sigrað, umræðulítið, að almenn unglingafræðsla sé jafnt fyrir stúlkur sem pilta og gefizt vel að hvorttveggja sæki sama skóla. Um þessa þróun hefir Jón Þórarinsson valdið upp- hafinu. Þegar fræðslulögin nýju voru sett árið 1907,eða ári síðar, var Jón Þórarinsson settur yfirmaður barnafræðslunnar í landinu og hinnar almennu unglingafræðslu. Var það að vonum, því hann hafði snemma kosið sér alþýðufræðsluna sem æfistarf og alla tíð verið þeirri ákvörðun trúr. Var það mikið starf að skipuleggja barnafræðsluna í upphafi og víða stritast á móti. Hin ytri skilyrði voru erfið, húsakostur slæmur og kennaralaun hörmulega lág. En þar notaðist Jóni Þórarinssyni vel að samstarfinu við sína gömlu nem- endur frá Flensborgarskólanum og ár frá ári bættust nýir menn í hópinn frá hinum nýstofnaða kennaraskóla. Var jafnan hið bezta samstarf með þeim Jóni Þórarinssyni og síra Magnúsi Helgasyni, kennaraskólastjóra, og eru þeir feður barnafræðslunnar á íslandi í þeirri mynd, sem hún nú er rekin. Á þessum árum skapaðist íslenzk barnakennarastétt og náðu samtök í stéttinni þó ekki fullri festu fyrr en launa- lög voru sett. En stéttin mótaðist á þessum árum, og verður þar í mörgu vart þeirra áhrifa, sem stafa frá Jóni Þórarins- syni. Skal ég það eitt til nefna, að Jóni Þórarinssyni var það ljóst, að barnakennarar yrðu að vera frjálsir í starfi sínu. Hafði hann meðal annars veitt því athygli í Dan-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.