Menntamál - 01.10.1953, Side 43

Menntamál - 01.10.1953, Side 43
MENNTAMÁL 109 F I M M T U G U R : Ólafur Þ. Kristjánsson kennari. Ólafur Þ. Kristjánsson kennari við Flensborgar- skóla í Hafnarfirði, fyrr- um kennari við Barna- skóla Hafnarfjarðar, varð fimmtugur 28. ágúst s. 1. Við höfum átt náið sam- starf síðustu 12 ár, og það hefur verið með þeim hætti, að á betra gæti ég ekki kosið. Fyrir því er mér ljúft að minnast hans örfáum orðum af þessu tilefni. Ólafur á flesta þá kosti, sem ég ætla, að góður kennari þurfi að eiga. Hann er afburðaduglegur og ósérhlífinn að hverju, sem hann gengur, samvizkusamur og traustur eins og klett- ur, glaðlyndur, léttur og skemmtilegur í viðmóti og þó skapmaður, glöggur á menn, bæði ættir, andlit og innri gerð, mannúðlegur í skoðunum og þó hæfilega strangur. Auk þessa er hann óvenjufjölmenntaður, fullur áhuga á margvíslegum fræðum, einkum mannfræðum, og sínem- andi, eins og andlega vakandi mönnum ber að vera. Ólafur Þ. Kristjánsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.