Menntamál - 01.10.1953, Page 48

Menntamál - 01.10.1953, Page 48
114 MENNTAMÁL tvo áratugi og á þeirri leið, sem stefna skal, ef úr verulegri breytiugu verður. Hliðstæð vandamál bjóða aðrar kennslugreinar. Uppeldismála- þingið leyfir sér því að beina þeirri áskorun til hæstvirts menntamála- ráðherra, að hann beiti sér fyrir því á næsta Alþingi, að 1/2% ‘4 fram' lagi ríkisins til fræðslumála verði framvegis veitt til vísindalegra rannsókna á uppeldi og keunslutækni. III. Reynsla síðari ára hefur sýnt það, að aðeins örfáir kennarar i'it- skrifast frá Kennaraskóla Islands með söngprófi, og er því sífellt að verða erfiðara að fá kennara hæfa til söngkennslu. Söngkennslu við barnaskólana hlýtur því að hraka með ári hverju. Nú er það viðurkennt, að söngkennsla er merkur þáttur í öllu skóla- starfi, bæði sem sérgrein, og ekki síður í sambandi við aðrar náms- greinar, einkum við kennslu á ættjarðarljóðum og sálmum. Uppeldismálaþingið 1953 felur því stjórn S. í. B. að beita áhrifum sínum við yfirstjórn fræðslumálanna til þess að koma söngnámi kenn- ara í fullkomnara horf og stefna að því, að sem flestir starfandi kenn- arar verði færir um að flétta söngkennsluna sem mcst inn í allt skóla- starfið. IV. Uppeldismálaþingið telur höfuðnauðsyn, að hið allra lyrsta verði ráðnar bætur á þeirri óviðunandi aðbúð, sem Kennaraskólinn hcfur lengi orðið að sætta sig við. Skorar þingið eindregið á háttvirtan menntamálaráðherra, að hann idutist til um, að hafin verði bygging nýs kennaraskóla þegar á þessu ári. V. Uppeldismálaþing 1953 brýnir fyrir þjóðinni að láta aldrei dofna áhuga sinn á endurheimt íslenzkra handrita úr dönskum söfnum, unz þeim hefur verið skilað til landsins, og heitir á hana að veita þeim, sem að þvl máli vinna, alla þá aðstoð og styrk, sem hún má. Jafnframt vill þingið lýsa yfir virðingu sinni og þakklæti í garð þeirra mörgu Dana, sem stutt hafa þetta mál af drengskap og veglyndi. VI. ÁLYKTUN EGILS IIALLGRÍMSSONAR: Uppeldismálaþingið haldið í Reykjavík 12.—14. júní 1953 lítur svo á, að Jón Þorkelsson skólameistari, sem nefndur hefur vcrið faðir al- þýðufræðslunnar á íslandi, hafi verið sá merkismaður og menningar- frömuður í íslenzku jjjóðlífi, að lialda beri minningu hans í heiðri á minnisverðan og hcillaríkan liátt fyrir þjóðina. Jón Þorkelsson helgaöi

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.