Menntamál - 01.10.1953, Side 52

Menntamál - 01.10.1953, Side 52
118 MENNTAMÁL Frá 4. fulltrúaþingi Landssambands framhaldsskólakennara. ÁLYKTANIR 1. Skólaútvarp. Fulltrúaþingið skorar á stjórn útvarpsins og fræðslumálastjóra að afla glöggra upplýsinga um skólaútvarp á Norðurlöndum, Bretlandi og víðar og hefja sfðan slíka starfsemi hér svo fljótt sem við verSur komiS. 2. Námskeið. Fulltrúaþingið telur hrýna nauðsyn, að árlega séu haldin námskeið fyrir framhaldsskólakennara, svo að þeir geti þann veg aukið menntun sína og fylgzt með nýjungum í kennslugreinum. hingið bendir á vin- sældir þeirra námskeiða, sent L. S. F. K. hefur gengizt fyrir, og skorar því á fræðslumálastjórn að beita sér fyrir því, að styrkur til kennaranámskeiða verði stóraukinn frá jtví sem vcrið hefur. 3. Lesstofur. Fulltrúaþingið telur nauðsynlegt, að nemendur framhaldsskóla eigi jafnan aðgang að hentugri lesstofu í skóla sínum nokkurn tíma dag hvern, þar sem kennari sé til eftirlits og leiðbeiningar. 4. Kennsluteeki. Þingið telur algera óhæfu að nauðsynleg kennslutæki, svo sem hljóðfæri, sýningarvélar, segulbandstæki, fjölritarar o. þ. u. 1. verði að greiðast á bátagjaldeyrisgrundvelli og af þcim séu greiddir háir tollar. Þingið skorar á alla aðila, sem liér eiga hlut að máli, að fá þessu breytt f viðunandi liorf. Þingið felur stjórn sambandsins að athuga, livort ckki sé heppi- legt, að Innkaupastofnun ríkisins annist innkaup á þessum tækjum. 5. Háttvisi. Lögð sé meiri áherzla en nú er gert á hina uppeldislegu hlið skóla- starfsins, prúðmannlega framkomu og reglusemi nemenda. I því sambandi skorar jjingið á fræðslumálastjórnina að lilutast

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.