Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1968, Side 26

Æskan - 01.11.1968, Side 26
Annie M. G. Schmidt. *Qióinn og drekinn. „Já, einmitt, vantar enn,“ sagði kóngurinn þegar risinn rændi dóttur hans. „Það gengur allt andstætt í dag. Hvar er hún?“ spurði hann hraðboðann, sem flutti honum þessa andstyggðarfregn. „Uppi á Burstarfjalli, úti við hafið,“ sagði hraðboðinn. „Þar er kastali risans. Prinsessan situr í turninum og drekinn gætir hennar.“ „Jæja þá! Nokkuð fleira?!“ hrópaði kóngurinn. „Bæði risi og dreki. Víst er það nóg! Einkadóttir mín. Hún var annars orðin ósköp óstýrilát og óhlýðin, en þetta er þó fullmikið! En hvað getum við gert? Kallið á einkalækninn minn.“ „Hefurðu heyrt það?“ spurði hann lækninn. „Risi hefur rænt dóttur minni og lætur dreka gæta hennar! Segðu mér, hvað á ég að gera?“ „Hm,“ sagði læknirinn. „Þetta er utan við minn verkahring. Ég er aðeins blátt áfram læknir og .... “ „Hvaða vitleysa," sagði kóngurinn. „Þú læknaðir hana þegar hún var með mislingana. Finndu nú upp á einhverju." „Oftast nær,“ sagði læknirinn, „oftast nær lofar kóngurinn háum fjárhæð- um þeim prinsi, sem unnið geti á drekanum. Það er mikils vert. Prinsarnir munu flykkjast hingað, og vænta má, að einhver verði sigursæll." „Gott, ágætt, það skulum við gera,“ sagði kóngurinn og varpaði öndinni léttar. „Prinsinn, sem færir mér dóttur mína aftur, skal eignast hana.“ „Að viðbættu hálfu ríkinu,“ bætti læknirinn við. „Það hugleiðum við seinna. Ekki meira í einu,“ sagði kóngurinn. Sama daginn barst loforð konungsins út um allt. Um kvöldið var kominn prins, sem vildi reyna. „Ertu ekki of fínn í þetta?“ spurði kóngurinn. „Ætlarðu að sigra drekann með þessum hvítu hönzkum?" „Ég tek þá af mér, þegar á hólminn kemur,“ sagði prinsinn og roðnaði. Hann var glæsilegur útlits, í blárri flauelsskikkju, hvítu vesti, borðalögðum buxum og með liðað hár. „Ég er forvitinn,“ sagði kóngurinn um leið og hann virti fyrir sér spjátr- ungslega prinsinn, sem reið nú í burtu. „Ég held honum heppnist það ekki, mér finnst hann vera ,of fínt búinn.“ Næsta dag kom prinsinn aftur, allur hruílaður, kolsvartur, rifinn og ► ♦ JEvintýri og sögur, frá ýmsum löndum. ♦ 1 Sigga litla. Sigga, átta ára, kemur inn til móður sinnar, sem situr við sauma. „Mamma, ertu búin með svuntuna mina?“ „Ó, nei, góða mfn, ég er að flýta mér með hana, svo ])ú getir notað liana á jólunum. Vertu nú sæt og leiktu ])ér úti, svo ])ú tefjir mig ekki.“ „En mamma, get ég ekki fengið svuntuna strax, svo ég verði stór?“ „Nei, væna min, ])ú mátt ekki fá hana fyrr en á jólunum." „Mamma!“ „Já, góða mín, hvað er nú?“ „Ég vil verða stór strax og eignast kærasta.“ „Hvað ertu að segja, barn, eignast kærasta ! Hvaða vitleysa er þetta í þér, barn. Er það nú ekki fullfljótt fyrir ]>ig að liugsa um slíkt.“ „Mamma, ég var áðan með henni Stínu og hún sagði mér, að Ásta systir sin væri stór og húin að eignast kærasta. Við viljum líka verða stórar strax og eiga kærasta.“ „Sigga mín ! Þetta hefur bara verið einhver vitleysa hjá Stínu litlu, því Ásta fermdist i vor.“ „Nei, þetta er engin vitleysa, sem Stína segir. Hún sagðist hafa séð Gústa kyssa Ástu og kalla hana kærustuna sina. Svo sagðist hann ætla að gefa henni liring í jólagjöf, og það er svo voða gaman." „Vist er gaman að eignast gullhring, góða mín, þú færð hann seinna. Nú skaltu fara út að leika þér. Svuntuna færðu á jólunum." I'etta varð Sigga litla að láta sér lynda. Hún hoppaði úl og kærastinn gleymdist i hili. Móðir Siggu sat brosandi yfir litiu svuntunni og hugsaði sem svo, að betri væri belgur en barn. Svo komu jólin og Sigga fékk svuntuna og gervihund i bandi. Hún var glöð og ánægð og tal- aði ekkert um að eignast kær- asta. 454

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.