Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 39

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 39
„Hvaða þætti finnst þér mest gaman að?“ Það var Lísa, sem spurði um Ieið og hún hallaði sér aftur á bak og var nærri dottin. „Ja, það er ekki gott að segja,“ sagði Stína. „Fyrir mitt leyti finnst mér alltaf glæpamyndirnar skemmtileg- astar.“ „Ef þú vilt, getur þú fengið að horfa á sjónvarpið í kvöld,“ sagði Ámunda og brosti. „Ég býst við að það verði nóg af þeim myndum, sem þér líka bezt.“ „Þakka þér kærlega fyrir, frænka," sagði Stína fegin. „Það gefur mér líka tækifæri til að spreyta mig á ensku- kunnáttu minni, sem er vist ekki upp á marga fiska.“ „O—o, þú spjarar þig áreiðanlega," sagði Karl hlýlega. Seinna um kvöldið hélt Ámunda svolitla veizlu í til- efni dagsins. Hún og Nína báru fram öl, ávexti og rjóma- ís. Stúlkurnar ráku upp heróp og réðust strax að borð- inu. Eftir að hafa gert kræsingunum góð skil, fóru þau að tala saman um ísland og Stína fræddi þau um margt, sem þau höfðu ekki heyrt um landið og Stínu til mikillar ánægju hlustuðu þau öll af mikilli eftirtekt. Og ekki minnkaði ánægjan, þegar Ámunda kveikti á sjónvarp- inu og stúlkurnar sátu annað hvort kófsveittar eða upp- spenntar af liræðslu yfir hryllingsmynd, þar til Ámundu fannst nóg komið og spurði hvort hún mætti ekki slökkva á tækinu, — ef þær héldu áfram að horfa á þetta myndu þær ekki geta sofið margar nætur á eltir. Stúlkurnar samsinntu því, og fóru að gera eitthvað annað. Svo klukkan ellefu voru þær allar farnar að geispa og augnalokin tóku að síga. Þá skipaði Ámunda þeim í ból- ið. Stína gat þó ekki solnað strax, heldur hugsaði um það sem liðið var. Nú voru foreldrar hennar gengnir til hvílu í stóra húsinu þeirra í Reykjavík. Að þessu sinni myndi herbergið hennar standa autt, nema páfagauk- arnir, þeir Snipp og Snjtpp myndu vera þar inni. Stína brosti, er hún hugsaði um þá. Þeir voru alltaf svo skemmtilegir og gátu komið hverjum manni til að skelli- hlæja. Hún opnaði augun og settist upp í skyndi. Hún hafði gleymt að opna gluggann. Stína trítlaði yfir gólf- ið, sem var upplýst af skæru tungsljósi og opnaði hann. Svalt næturlöftið streymdi inn og fyllti herbergið. Hún andaði djúpt að sér og skreið síðan undir sængina aftur, velti sér á hliðina og var þegar sofnuð. Morguninn eltir vaknaði Stína klukkan hálfsjö. Hún lá nokkra stund enn í rúminu og las í bók. Síðan snar- aði hún sér fram úr og fór í kalt steypibað til að vakna til fulls. Og á mínútunni átta kom hún niður stigann klædd grábláum ullarkjól. Stínu þótti dálítið skrítið, að morgunverðurinn skyldi vera klukkan átta á hverjum morgni. Henni þótti það helzt tij of snemmt. En það var ekkert við því að gera. Biblíusögur barnanna. í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Hann hefur einnig skapað þig og mig. Gleymdu því ekki Guði á æskuárum þínum. „Hæ, bíddu eftir mér,“ var kallað. Lísa kom á liarða- hlaupum niður stigann. „Ég vildi bara fá að vita, hvort þú vildir koma með mér, ég ætla að fylgja henni Maríu í vinnuna," sagði hún móð og másandi. Síðan skýrði hún Stínu frá því, að María ynni á skrifstofu í borgarhlutanum City og Lísa fylgdi henni stundum í vinnuna. Stína var fús til þess og síðan gengu ]tær til morgunverðar. Framhald. 467
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.