Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1972, Page 16

Æskan - 01.02.1972, Page 16
Ballettskóli Bolsjoj-leikhússins. Maja Plísetskaja, Vladimír Vasíléf og Ékaterina Maksim- ova, Mikhail Lavrovski, Natalja Bessmertnova og Nína Sorokina — allar stunduðu þessar stjörnur Bolsjoj balletts- ins nám í listdansi i listdansskóla Bolsjojleikhússins i Moskvu. Til skólans, sem brátt heldur upp á tvö hundruð ára afmæli sitt, bárust 1500 umsóknir um inntöku árið 1970 frá ýmsum borgum og bæjum Sovétríkjanna. Nemendur eru teknir í skólann tíu ára að aldri eftir þriggja ára nám í venjulegum barnaskólum, og þrettán ára — eftir fimm ára nám. Árlega eru ekki nema 100 piltar og stúlkur tekin inn i skólann, og er helmingur barnanna úr sambandslýðveld- unum. Mörgum tárum er úthellt eftir fyrstu umferð i inntöku- prófinu. Hún stendur yfir i þrjá daga og starfar inntöku- nefndin langt fram á kvöld á degi hverjum. Hún á við mjög erfitt verkefni að glíma: Það þarf að velja stúlkur og pilta. sem eru vel og fallega vaxin og fullnægja auk þess þeim kröfum, sem gerðar eru til væntanlegra listdansara. Önnur umferð inntökuprófsins er læknisskoðun. Börnin verða að vera við ágæta heilsu — hundrað prósent sem kallað er — því að annars er varla hægt að búast við, að þau standist það likamlega álag, sem lagt er á listdansara. i þriðju umferð eru venjulega ekki eftir nema rétt rúm- lega 100 krakkar. Og nú þurfa þau að gera það, sem þeim þykir erfiðast — að dansa frammi fyrir augliti Galínu Úlan- ovu t. d. eða Maju Plísetskaju. En andrúmsloftið er gott i salnum og umsækjendur mega dansa hvaða dans, sem þelm sýnist. Það er gert ráð fyrir því, að inntökunefndin sé fullkom- Ein af hinum ungu dansmeyjum. 14 i

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.