Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1972, Side 31

Æskan - 01.02.1972, Side 31
MARGT BÝR I SJÓNUM Skrfmslið i Þistilfirði Pað var á þorranum 1868, aS unglingspiltur stóð yfir fé frá Ytra-Álandi í Þistilfirði. Hann var ekki lengra en 800 stikur að heiman frá bænum og álíka langt frá sjó. Það var komið nálægt dagsetri, heiðríkt veður og stjörnubjart, þegar hann fór að hóa saman fénu til þess að reka það heim, en í því sá hann skepnu koma neðan frá sjónum og stefna til sin. Það kom lítið eitt á hann í fyrstu, en svo datt honum í hug, að þetta væri kannski kind frá naesta bæ og dokaði því við, þangað til þetta kvikindi var ekki lengra frá honum en svo sem 11/2 stiku. Pilturinn lýsti þessu dýri þannig, að það væri dálítið hærra en sauðkind og nokkuð lengra og digrara, en svo sýndist það lágfætt, að varla sást undir kviðinn á þvi. Það ver grátt að lit, hárlaust, hálsinn enginn og haus eða trjóna beint fram úr skrokknum, með svo stórum kjafti, sem það hafði opinn, að furðu gegndi. Augun í því voru stærri en í nokkurri kú. Það var nú ekki svo undarlegt, þó að pilturinn yrði skelkaður, þegar hann sá þessa ægilegu ófreskju, þar sem hann líka hafði litið sér til varnar, nema |itið viðarknippi samanbundið, sem hann var með í hend- mni. Honum varð það fyrst fyrir að siga fjárhundi sínum á Það, en seppa leizt ekki betur á en svo, að hann varð smeykur, lagði niður rófu sina og hljóp heim. Þá fleygði hann viðarvendinum upp í kjaftinn á kvikindinu og hljóp svo undan því í einlægum krókum og hlykkjum til þess að reyna að komast aftur fyrir það, því að það var milli hans °9 kindanna. Þetta tókst honum, því að dýrið var seint á sér og þungt i vöfunum, en hann hljóp líka allt hvað hann 9at, þó að hann stefndi ekki beint heim til bæjar, því að enn var hann ekki orðinn neitt ofsahræddur. Hann ætlaði sem sé að ná fénu með sér heim og hljóp því fyrir það, en dýrið elti hann, og þegar hann hafði hlaupið eins og 100 stikur, náði dýrið með kjaftinum utan í annað lærið 3 honum, en þó ekki lengra en í yztu buxurnar. Þá rykkti hann svo í, að buxurnar rifnuðu og kjafturinn siapp af. Síðan tók hann aftur til fótanna og stefndi nú beint heim að bænum, því að nú leizt-honum ekkert á blikuna. Þegar hann var kominn álika langt og í fyrra skiptið, náði dýrlð honum í annað sinn og beit hann aftur utan í lærið, og nú náði það að bita í gegnum tvennar nærbuxur og rispa skinn- ið svo blóð lak úr, líkt og þar hefði verið rifið með hákaris- skrápi. Þarna sat hann nú fastur i kjaftinum á dýrinuu, og hvernig sem hann rykkti i, gat hann ekki losað sig. Þá tók hann það til bragðs að berja það með hnefunum í hausinn, og losaði það þá kjafttak sitt af lærinu. Dýrið náði þó að bíta hann aftur og nú i handarjaðarinn á vett- lingi hans, svo að enn var hann fastur. Hann barði það þá enn nokkur högg með hinni hendinni þar til það sleppti takinu. Svo hljóp hann allt hvað af tók út í þýfi, sem var fyrir utan túnið, og dró þá sundur með honum og dýrinu, en áður hafði hann verið á sléttri mýri. Hann leit svo ekki til baka fyrr en hann var kominn heim á túnið á Álandi, en þá var dýrið horfið, og kom hann sér þá sem fljótast inn i bæ. Þegar farið var að'athuga piltinn, var hann svo illa útleik- inn, að buxur hans voru rifnar ,,upp í hald og ofan í fald" og tvennar nærbuxur hans tættar og rifnar utanlærs upp á lærhnúta og ofan fyrir hné, en úr vettlingum hans tvennum, sem hann hafði hverja utan yfir öðrum, var bitið stykki, eins og skorið væri, og á handarjaðrinum var hann særður likt og á lærinu. Á Álandi voru kjarkgóðir karlar og engar skræfur. Þelr lögðu þegar fjórir af stað til að leita að skrimsli þessu, og voru þeir hvergi smeykir, en fundu það því miður ekki, enda farið að dimma mjög. Morguninn eftir var aðgætt, hvort ekki sæjust för eftir dýrið, en snjór var þá í skóvarp, en þau sáust ekki. Þó fundu þeir slóð piltsins, þar sem hann hafði hlaupið heim túnið, og traðk sást í snjónum, þar sem dýrið hafði náð honum. Pilturinn var einn til frásagnar um dýr þetta og viðureign sina við það, en honum var trúað, bæði vegna þess, að hann var vandaður piltur og svo vegna áverkanna, sem hann sýndi og hversu illa hann var útleikinn að öðru leyti. („Aftur í aldir", eftir O. Clausen og „Norðanfari" VII) teiknikennsla Þessi kanína er bráðfalleg og því sjálfsagt fyrir ykkur að gera tilraun lil a® feikna hana. Þið sjáið á mynd- unum, hvernig þið getið farið að.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.