Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1972, Side 36

Æskan - 01.02.1972, Side 36
Eftir klukkutima göngu var ég orðinn hungraður eins og úlfur. „Hvað étið þið á þökunum?" spurði ég vin minn, gamla högn- ann. „Það, sem við finnum," svaraði hann undirförull. Við þetta svar varð ég hálfvandræðalegur, því að ég fann ekkert, þrátt fyrir nákvæma leit. Að lokum kom ég auga á verkakonu, sem var að eida miðdegisverðinn sinn inni í kvistherberginu sinu. Dásamleg rifjasteik, rauð og Ijúffeng, lá á borðinu undir glugganum. „Þetta er einmitt það, sem mig langar í,“ hugsaði ég í minni miklu vanþekkingu. Og ég stökk inn á borðið og greip rifjasteikina. En stúlkan varð mín vör, sió mig hart á bakið með sópskafti, og ég flýði í burt með hræðilegar formælingar á vörunum. „Ertu nýkominn ofan úr sveit?" spurði gamli vinur minn. „Kjöt, sem liggur á borði, verðum við að láta okkur nægja að langa i. Þú verður að leita í rennusteinunum." Ég gat ekki skilið, að slíkt kjöt væri ekki eign kattanna. Maginn minn var að verða alvarlega reiður. Fresskötturinn gerði mig alveg frávita með því að láta mig vita, að nauðsynlegt væri að bíða þar til nóttin skylli á. Þá gætum við farið ofan á götuna og rótað i sorphaugunum. Biða næturinnar! Hann sagði það alveg rólegur, eins og hertur heimspekingur. Mér fannst ég verða máttlaus bara af því að hugsa um þessa löngu föstu. Loksins kom þó nóttin, þokunótt, sem gekk mér í merg og bein. Brátt tók að rigna, þéttur úði, sem kom í gusum yfir okkur í vindhviðunum. Við löbbuðum á hálum þakskifunum. En hvað mér fannst gatan Ijót núna! Indæli hitinn, fallega sólin, þökin, sem voru hvít i Ijósi hennar, þar sem við gátum velt okkur svo dásamlega, ekkert af þessu sást núna. Loppurnar mínar runnu á hálum hellunum. Ég minntist með söknuði samanbrotinnar ábreiðunnar minnar og koddans. Við vorum varla komnir ofan á götuna, þegar vinur minn, gamli högninn, fór að skjálfa. Hann gerði sig Iftinn, pínulítinn, og iædd- ist flóttalegur af stað meðfram húsveggjunum og sagði mér að fylgja sér eftir eins hratt og ég gæti. Hann þaut inn í fyrstu hús- dyrnar, sem hann kom að, og malaði af ánægju, þegar hann hafði fundið þetta skjól. Þegar ég spurði hann um ástæðuna fyrir flóttalegri ferð hans, svaraði hann: „Sástu manninn með körfuna á bakinu og staf með járnkrók á endanum?" hrúgunum. Ég sá nokkur bein, sem höfðu legið í öskunni, og nú skildi ég, hvað kattakjöt hlaut að vera gómsætur, safaríkur réttur. Vinur minn krafsaði kunnáttusamlega i sorpinu. Hann lét mig hlaupa um allt til morguns, leitandi í hverri hrúgu, og án nokkurs flýtis. Ég var úti í regninu i meira en tíu kiukkutíma, með hroll og skjálfandi af kulda. Svei götunni, svei frelsinu — ég þráði fang- elsið mitt! í dögun sagði gamli, högninn, þegar hann sá, að ég var að gefast upp, og svipur hans var skrítinn. „Hefurðu fengið nóg?“ „Ó, já,“ svaraði ég. „Viltu fara heirn?" „Já, ég vil endilega fara heim, en hvernig á ég að finna húsið?" „Komdu með mér. Núna í morgun, þegar ég sá þig fara út úr húsinu þínu, skildi ég, að svona feitur köttur, eins og þú, er ekki skapaður fyrir þá gleði, sem frelsið veitir okkur. Ég veit, hvar þú átt heima, og vil nú fara með þig þangað. Högninn góði sagði þetta mjög rólega. Þegar við komumst heim, kvaddi hann mig, án þess að sýna minnsta vott um tilfinn- ingasemi. „Nei,“ sagði ég, „við skulum ekki kveðjast svona. Þú verður að koma með mér. Við skulum eiga saman rúmið mitt og matinn minn. Frúin mín er góð kona.. .“ Ég fékk ekki að Ijúka við setninguna: „Þegiðu!" sagði hann hvasst. „Þú ert einfaldur auli. Þín kven- lega tilvera mundi gera út af við mig. Allsnægtalíf þitt er ágætt fyrir kynblendinga. Frjálsir kettir mundu aldrei vilja greiða það gjald — fangelsið — fyrir kattakjöt og fjaðrakodda. Bless!“ Og hann sneri aftur til þakanna sinna, og ég sá vanga hans skjálfa af gleði^ í geislum hinnar upprennandi sólar. Þegar ég kom inn, tók frænka þín svipuna og flengdi mig, og ég tók á móti því með djúpri gleði. Ég naut i ríkum mæli gleð- innar af því að vera barinn og að hitna aftur. Meðan hún var að refsa mér, hugsaði ég hamingjusamur um það kjöt, sem hún mundi gefa mér á eftir. Þú skilur — endaði kötturinn minn mál sitt og teygði úr sér fyrir framan glæðurnar — sönn hamingja, paradis, kæri húsbóndi minn, er fólgin í þessu: að vera lokaður inni og fá refsingu í herbergi þar sem kjöt er. Ég ræði þetta mál frá kattarsjónarmiði. „Já.“ „Jæja, ef hann hefði séð okkur, mundi hann hafa slegið okkur í höfuðið og brennt okkur!" „Brennt okkur?“ sagði ég. „Eigum við þá ekki götuna? Við getum ekki borðað, heldur verðum borðaðir!" Ruslaföturnar úr eldhúsunum var þó að minnsta kosti núna búið að tæma fyrir utan götudyrnar. Ég leitaði í örvæntingu í Þ. M. S. þýddi. 34

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.